Barðstrendingar berjast gegn lokun sveitaskólans Kristján Már Unnarsson skrifar 20. mars 2016 20:15 Íbúar á Barðaströnd hafa brugðist hart við áformum bæjarstjórnar Vesturbyggðar að loka sveitaskólanum á Birkimel. Þeir óttast að sveitin leggist í eyði verði skólahaldi hætt. Eftir að Barðaströnd varð hluti Vesturbyggðar fyrir 22 árum hefur skólinn á Birkimel heyrt undir stjórnsýsluna á Patreksfirði. Í sveitinni eru nítján heimili og þarna er því ein gróskumesta sveitabyggð Vestfjarða. Raunar voru yfir fimmtíu börn í Birkimelsskóla fyrir þrjátíu árum en þeim hafði fækkað niður í sjö talsins þegar við kvikmynduðum þar í fyrravetur, - og öll í efstu bekkjum.Verður þetta umferðarskilti óþarft við Birkimelsskóla á Barðaströnd?Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En nú hefur bæjarstjórn Vesturbyggðar boðað að skólastarfi ljúki í vor, þar sem þá verði einungis tvö börn eftir í skólanum. Þetta þýðir að aka þarf með börnin í skóla á Patreksfirði, fjörutíu kílómetra leið og yfir 400 metra háa Kleifaheiði, en bæjarstjórnin segir í stefnuyfirlýsingu enga forsendu til að halda úti faglegu skólastarfi með aðeins tveimur börnum. Hjónin á Brjánslæk, þau Jóhann Pétur Ágústsson og Halldóra Ingibjörg Ragnarsdóttir, riðu á vaðið í mótmælum með opnu bréfi til bæjarstjórnar í síðasta mánuði og núna í vikunni var með undirskriftum 32 íbúa á Barðaströnd skorað á bæjarstjórn Vesturbyggðar að halda Birkimelsskóla áfram í rekstri og tryggja þar með blómlega byggð sveitarinnar.Þríburasystkin frá Brjánslæk eru meðal þeirra nemenda sem útskrifast í vor úr Birkimelsskóla.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Jóhann Pétur vísar til þess sem gerðist þegar Örlygshafnarskóla var lokað í gamla Rauðasandshreppi, þá hafi fimm heimili farið strax úr sveitinni og byggðin brostið. Hann óttast að það sama gerist á Barðaströnd. Sveitin eigi mikla framtíðarmöguleika, sé rétt á málum haldið. Hann bendir á að þrjú ung börn séu á leikskólaaldri og að ungt fólk vilji flytja inn á svæðið, - en það komi ekki fari skólinn. Fjallað var um mannlíf á Brjánslæk á Barðaströnd á Stöð 2 í fyrravetur í þættinum Um land allt. Skóla - og menntamál Um land allt Vesturbyggð Tengdar fréttir Sjö börn á Barðaströnd og öll í efstu bekkjum Birkimelsskóli á Barðaströnd er að verða barnlaus. 28. október 2014 22:45 Byggðin sem tapaði mestu vegna hvalveiðibannsins Nærri þrjátíu árum eftir að Alþingi féllst á hvalveiðibann hefur samfélagið á Barðaströnd ekki enn náð sér eftir áfallið. 27. október 2014 22:15 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
Íbúar á Barðaströnd hafa brugðist hart við áformum bæjarstjórnar Vesturbyggðar að loka sveitaskólanum á Birkimel. Þeir óttast að sveitin leggist í eyði verði skólahaldi hætt. Eftir að Barðaströnd varð hluti Vesturbyggðar fyrir 22 árum hefur skólinn á Birkimel heyrt undir stjórnsýsluna á Patreksfirði. Í sveitinni eru nítján heimili og þarna er því ein gróskumesta sveitabyggð Vestfjarða. Raunar voru yfir fimmtíu börn í Birkimelsskóla fyrir þrjátíu árum en þeim hafði fækkað niður í sjö talsins þegar við kvikmynduðum þar í fyrravetur, - og öll í efstu bekkjum.Verður þetta umferðarskilti óþarft við Birkimelsskóla á Barðaströnd?Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En nú hefur bæjarstjórn Vesturbyggðar boðað að skólastarfi ljúki í vor, þar sem þá verði einungis tvö börn eftir í skólanum. Þetta þýðir að aka þarf með börnin í skóla á Patreksfirði, fjörutíu kílómetra leið og yfir 400 metra háa Kleifaheiði, en bæjarstjórnin segir í stefnuyfirlýsingu enga forsendu til að halda úti faglegu skólastarfi með aðeins tveimur börnum. Hjónin á Brjánslæk, þau Jóhann Pétur Ágústsson og Halldóra Ingibjörg Ragnarsdóttir, riðu á vaðið í mótmælum með opnu bréfi til bæjarstjórnar í síðasta mánuði og núna í vikunni var með undirskriftum 32 íbúa á Barðaströnd skorað á bæjarstjórn Vesturbyggðar að halda Birkimelsskóla áfram í rekstri og tryggja þar með blómlega byggð sveitarinnar.Þríburasystkin frá Brjánslæk eru meðal þeirra nemenda sem útskrifast í vor úr Birkimelsskóla.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Jóhann Pétur vísar til þess sem gerðist þegar Örlygshafnarskóla var lokað í gamla Rauðasandshreppi, þá hafi fimm heimili farið strax úr sveitinni og byggðin brostið. Hann óttast að það sama gerist á Barðaströnd. Sveitin eigi mikla framtíðarmöguleika, sé rétt á málum haldið. Hann bendir á að þrjú ung börn séu á leikskólaaldri og að ungt fólk vilji flytja inn á svæðið, - en það komi ekki fari skólinn. Fjallað var um mannlíf á Brjánslæk á Barðaströnd á Stöð 2 í fyrravetur í þættinum Um land allt.
Skóla - og menntamál Um land allt Vesturbyggð Tengdar fréttir Sjö börn á Barðaströnd og öll í efstu bekkjum Birkimelsskóli á Barðaströnd er að verða barnlaus. 28. október 2014 22:45 Byggðin sem tapaði mestu vegna hvalveiðibannsins Nærri þrjátíu árum eftir að Alþingi féllst á hvalveiðibann hefur samfélagið á Barðaströnd ekki enn náð sér eftir áfallið. 27. október 2014 22:15 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
Sjö börn á Barðaströnd og öll í efstu bekkjum Birkimelsskóli á Barðaströnd er að verða barnlaus. 28. október 2014 22:45
Byggðin sem tapaði mestu vegna hvalveiðibannsins Nærri þrjátíu árum eftir að Alþingi féllst á hvalveiðibann hefur samfélagið á Barðaströnd ekki enn náð sér eftir áfallið. 27. október 2014 22:15