Gylfi Zoëga: „Við eigum ekki að láta eins og þetta reddist“ Ásgeir Erlendsson skrifar 20. mars 2016 19:00 Það verður að hlúa að innviðum ferðaþjónustunnar því ef hún hrynur fer krónan niður með minni kaupmætti almennings. Þetta segir prófessor í hagfræði sem bendir á að góð staða efnahagslífsins sé að hluta til ferðaþjónustunni að þakka og ekki eigi að láta eins og allt reddist. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sagði í viðtali á Bylgjunni í morgun að á öllum sínum ferli myndi hann ekki eftir jafngóðri stöðu í íslensku efnahagslífi og nú. Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og fulltrúi í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, tekur undir orð Más og segir að tala megi um tímamót. „Þessi tímamót verða fyrst og fremst vegna þess að út í heimi hefur smekkur ferðamanna breyst þannig að þeir vilja í meira mæli koma hingað. Það hefur orðið stór fjölgun í fjölda ferðamanna. Það er lykilþáttur. Viðskiptakjör hafa batnað vegna þess að olíuverð hefur lækkað og fiskverð hefur farið upp. Svo að hluta til er þetta heppni.“ Gylfi segir að miklu máli skipti að huga að ferðaþjónustunni. ,,Við eigum ekki að láta eins og þetta reddist, heldur að fjárfesta í innviðum.“ „Þetta er ekki ástæða til að slappa af og segja að nú verði allt frábært það búið að leysa öll mál. Þetta getur farið til baka. Það verður að halda vel á spilunum þannig að ferðaþjónustan dafni, ekki bara í nokkur ár heldur til frambúðar. Ef að hún hrynur þá fer krónan niður, þá kemur verðbólga, kaupmáttur fer niður sem við viljum ekki að gerist. Gylfi segir að hægt sé að reka öfluga peningastefnu með krónunni. „Allt þetta tal um að skipta um myntir til þess að fá einhvern ímyndaðan veruleika í öðru landi er allt held ég á misskilningi byggt og ekki gagnlegt. Ástæðan fyrir því að þetta fór illa árið 2008 var fyrst og fremst vegna umgjarðar peningastefnunnar. Það hvort það var Jón Sigurðsson eða Effelturninn á peningaseðlunum var ekki aðalatriðið heldur umgjörðin og hvernig ákvarðanir voru teknar og hvernig við brugðumst við áhættum. Það að stökkva á milli að taka upp kanadadollar einn daginn og evruna hinn daginn. Allt þetta tal er svo gagnslaust.“ Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
Það verður að hlúa að innviðum ferðaþjónustunnar því ef hún hrynur fer krónan niður með minni kaupmætti almennings. Þetta segir prófessor í hagfræði sem bendir á að góð staða efnahagslífsins sé að hluta til ferðaþjónustunni að þakka og ekki eigi að láta eins og allt reddist. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sagði í viðtali á Bylgjunni í morgun að á öllum sínum ferli myndi hann ekki eftir jafngóðri stöðu í íslensku efnahagslífi og nú. Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og fulltrúi í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, tekur undir orð Más og segir að tala megi um tímamót. „Þessi tímamót verða fyrst og fremst vegna þess að út í heimi hefur smekkur ferðamanna breyst þannig að þeir vilja í meira mæli koma hingað. Það hefur orðið stór fjölgun í fjölda ferðamanna. Það er lykilþáttur. Viðskiptakjör hafa batnað vegna þess að olíuverð hefur lækkað og fiskverð hefur farið upp. Svo að hluta til er þetta heppni.“ Gylfi segir að miklu máli skipti að huga að ferðaþjónustunni. ,,Við eigum ekki að láta eins og þetta reddist, heldur að fjárfesta í innviðum.“ „Þetta er ekki ástæða til að slappa af og segja að nú verði allt frábært það búið að leysa öll mál. Þetta getur farið til baka. Það verður að halda vel á spilunum þannig að ferðaþjónustan dafni, ekki bara í nokkur ár heldur til frambúðar. Ef að hún hrynur þá fer krónan niður, þá kemur verðbólga, kaupmáttur fer niður sem við viljum ekki að gerist. Gylfi segir að hægt sé að reka öfluga peningastefnu með krónunni. „Allt þetta tal um að skipta um myntir til þess að fá einhvern ímyndaðan veruleika í öðru landi er allt held ég á misskilningi byggt og ekki gagnlegt. Ástæðan fyrir því að þetta fór illa árið 2008 var fyrst og fremst vegna umgjarðar peningastefnunnar. Það hvort það var Jón Sigurðsson eða Effelturninn á peningaseðlunum var ekki aðalatriðið heldur umgjörðin og hvernig ákvarðanir voru teknar og hvernig við brugðumst við áhættum. Það að stökkva á milli að taka upp kanadadollar einn daginn og evruna hinn daginn. Allt þetta tal er svo gagnslaust.“
Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira