Gylfi Zoëga: „Við eigum ekki að láta eins og þetta reddist“ Ásgeir Erlendsson skrifar 20. mars 2016 19:00 Það verður að hlúa að innviðum ferðaþjónustunnar því ef hún hrynur fer krónan niður með minni kaupmætti almennings. Þetta segir prófessor í hagfræði sem bendir á að góð staða efnahagslífsins sé að hluta til ferðaþjónustunni að þakka og ekki eigi að láta eins og allt reddist. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sagði í viðtali á Bylgjunni í morgun að á öllum sínum ferli myndi hann ekki eftir jafngóðri stöðu í íslensku efnahagslífi og nú. Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og fulltrúi í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, tekur undir orð Más og segir að tala megi um tímamót. „Þessi tímamót verða fyrst og fremst vegna þess að út í heimi hefur smekkur ferðamanna breyst þannig að þeir vilja í meira mæli koma hingað. Það hefur orðið stór fjölgun í fjölda ferðamanna. Það er lykilþáttur. Viðskiptakjör hafa batnað vegna þess að olíuverð hefur lækkað og fiskverð hefur farið upp. Svo að hluta til er þetta heppni.“ Gylfi segir að miklu máli skipti að huga að ferðaþjónustunni. ,,Við eigum ekki að láta eins og þetta reddist, heldur að fjárfesta í innviðum.“ „Þetta er ekki ástæða til að slappa af og segja að nú verði allt frábært það búið að leysa öll mál. Þetta getur farið til baka. Það verður að halda vel á spilunum þannig að ferðaþjónustan dafni, ekki bara í nokkur ár heldur til frambúðar. Ef að hún hrynur þá fer krónan niður, þá kemur verðbólga, kaupmáttur fer niður sem við viljum ekki að gerist. Gylfi segir að hægt sé að reka öfluga peningastefnu með krónunni. „Allt þetta tal um að skipta um myntir til þess að fá einhvern ímyndaðan veruleika í öðru landi er allt held ég á misskilningi byggt og ekki gagnlegt. Ástæðan fyrir því að þetta fór illa árið 2008 var fyrst og fremst vegna umgjarðar peningastefnunnar. Það hvort það var Jón Sigurðsson eða Effelturninn á peningaseðlunum var ekki aðalatriðið heldur umgjörðin og hvernig ákvarðanir voru teknar og hvernig við brugðumst við áhættum. Það að stökkva á milli að taka upp kanadadollar einn daginn og evruna hinn daginn. Allt þetta tal er svo gagnslaust.“ Mest lesið „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Sjá meira
Það verður að hlúa að innviðum ferðaþjónustunnar því ef hún hrynur fer krónan niður með minni kaupmætti almennings. Þetta segir prófessor í hagfræði sem bendir á að góð staða efnahagslífsins sé að hluta til ferðaþjónustunni að þakka og ekki eigi að láta eins og allt reddist. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sagði í viðtali á Bylgjunni í morgun að á öllum sínum ferli myndi hann ekki eftir jafngóðri stöðu í íslensku efnahagslífi og nú. Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og fulltrúi í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, tekur undir orð Más og segir að tala megi um tímamót. „Þessi tímamót verða fyrst og fremst vegna þess að út í heimi hefur smekkur ferðamanna breyst þannig að þeir vilja í meira mæli koma hingað. Það hefur orðið stór fjölgun í fjölda ferðamanna. Það er lykilþáttur. Viðskiptakjör hafa batnað vegna þess að olíuverð hefur lækkað og fiskverð hefur farið upp. Svo að hluta til er þetta heppni.“ Gylfi segir að miklu máli skipti að huga að ferðaþjónustunni. ,,Við eigum ekki að láta eins og þetta reddist, heldur að fjárfesta í innviðum.“ „Þetta er ekki ástæða til að slappa af og segja að nú verði allt frábært það búið að leysa öll mál. Þetta getur farið til baka. Það verður að halda vel á spilunum þannig að ferðaþjónustan dafni, ekki bara í nokkur ár heldur til frambúðar. Ef að hún hrynur þá fer krónan niður, þá kemur verðbólga, kaupmáttur fer niður sem við viljum ekki að gerist. Gylfi segir að hægt sé að reka öfluga peningastefnu með krónunni. „Allt þetta tal um að skipta um myntir til þess að fá einhvern ímyndaðan veruleika í öðru landi er allt held ég á misskilningi byggt og ekki gagnlegt. Ástæðan fyrir því að þetta fór illa árið 2008 var fyrst og fremst vegna umgjarðar peningastefnunnar. Það hvort það var Jón Sigurðsson eða Effelturninn á peningaseðlunum var ekki aðalatriðið heldur umgjörðin og hvernig ákvarðanir voru teknar og hvernig við brugðumst við áhættum. Það að stökkva á milli að taka upp kanadadollar einn daginn og evruna hinn daginn. Allt þetta tal er svo gagnslaust.“
Mest lesið „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent