Vernda fólk sem vill geta neitað hinsegin fólki um þjónustu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. mars 2016 17:33 Frá gleðigöngunni í Bandaríkjunum vísir/getty Öldungadeild ríkisþings Mississippi í Bandaríkjunum samþykkti í vikunni ný lög sem mismuna hinsegin fólki en löggjöfin er af mörgum talin ganga lengst allra þeirra laga sem samþykkt hafa verið í ýmsum ríkjum Bandaríkjanna og skerða réttindi hinsegin fólks. Lagafrumvarpið var samþykkt með 31 atkvæði gegn 17 og er kallað „trúfrelsisfrumvarpið.“ Það felur það vernd fyrir einstaklinga, trúfélög og ákveðin fyrirtæki sem neita að þjónusta hinsegin fólk. Þá felur það jafnframt í sér vernd fyrir þá sem neita að viðurkenna kyn transfólks. Repúblikanar fara með meirihluta bæði í öldungadeild og fulltrúadeild ríkisþingsins en strax í kjölfar þess að frumvarpið var samþykkt lögðu demókratar fram breytingatillögu svo kjósa þarf aftur í næstu viku. Það er þó talið að það breyti engu þar sem repúblikanir segja dóm Hæstaréttar Bandaríkjanna frá því í júní í fyrra um að hjónabönd samkynhneigðra væru lögleg í öllum ríkjum landsins skapa vandamál fyrir fólk sem er trúað. „Þessi löggjöf verndar þá sem geta ekki með góðri samvisku þjónustað hjón af sama kyni. Þetta felur ekki í sér mismunun,“ segir öldungadeildarþingmaðurinn Jennifer Branning. Demókratar hafa mótmælt löggjöfinni harðlega sem og þeir sem barist hafa fyrir réttindum hinsegin fólks í Bandaríkjunum. Vilja þeir meina að mikil mismunun felist í lögunum þar sem fólki er veittur réttur til þess að neita hinsegin fólki um þjónustu, vörur, læknisþjónustu, húsnæði og atvinnu. „Þetta er væntanlega versta trúfrelsisfrumvarp allra tíma,“ segir Ben Needham, baráttumaður fyrir réttindum hinsegins fólks í Suðurríkjunum. Hinsegin Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Öldungadeild ríkisþings Mississippi í Bandaríkjunum samþykkti í vikunni ný lög sem mismuna hinsegin fólki en löggjöfin er af mörgum talin ganga lengst allra þeirra laga sem samþykkt hafa verið í ýmsum ríkjum Bandaríkjanna og skerða réttindi hinsegin fólks. Lagafrumvarpið var samþykkt með 31 atkvæði gegn 17 og er kallað „trúfrelsisfrumvarpið.“ Það felur það vernd fyrir einstaklinga, trúfélög og ákveðin fyrirtæki sem neita að þjónusta hinsegin fólk. Þá felur það jafnframt í sér vernd fyrir þá sem neita að viðurkenna kyn transfólks. Repúblikanar fara með meirihluta bæði í öldungadeild og fulltrúadeild ríkisþingsins en strax í kjölfar þess að frumvarpið var samþykkt lögðu demókratar fram breytingatillögu svo kjósa þarf aftur í næstu viku. Það er þó talið að það breyti engu þar sem repúblikanir segja dóm Hæstaréttar Bandaríkjanna frá því í júní í fyrra um að hjónabönd samkynhneigðra væru lögleg í öllum ríkjum landsins skapa vandamál fyrir fólk sem er trúað. „Þessi löggjöf verndar þá sem geta ekki með góðri samvisku þjónustað hjón af sama kyni. Þetta felur ekki í sér mismunun,“ segir öldungadeildarþingmaðurinn Jennifer Branning. Demókratar hafa mótmælt löggjöfinni harðlega sem og þeir sem barist hafa fyrir réttindum hinsegin fólks í Bandaríkjunum. Vilja þeir meina að mikil mismunun felist í lögunum þar sem fólki er veittur réttur til þess að neita hinsegin fólki um þjónustu, vörur, læknisþjónustu, húsnæði og atvinnu. „Þetta er væntanlega versta trúfrelsisfrumvarp allra tíma,“ segir Ben Needham, baráttumaður fyrir réttindum hinsegins fólks í Suðurríkjunum.
Hinsegin Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira