Porsche hologram þrívíddarauglýsing í tímariti Finnur Thorlacius skrifar 31. mars 2016 12:45 Þegar fyrirtæki framleiðir heimsins bestu sportbíla vill það að sjálfsögðu láta heimsbyggðina vita af því og fyrir hvað bílar þeirra standa. En þá liggur líka beinast við að búa til heimsins athygliverðustu auglýsingu. Það hefur Porsche ef til vill tekist með tímaritaauglýsingu um nýjan Porsche 911. Með tímaritinu fylgir nefnilega fjórhliða prisma-laga glært form sem áskrifendur blaðsins geta sett saman með einu handtaki. Það er síðan lagt ofan á lófatölvu og kveikt á kynningarmyndskeiði um 911 bílinn og með því varpast það uppá formið og spilast í þrívídd. Þetta má sjá í myndskeiðinu hér að ofan. Það var auglýsingastofan Cramer-Krasselt sem bjó til þessa auglýsingu og hennar njóta nú 50.000 áskrifendur aprílútgáfu tímaritsins Fast Company. Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent
Þegar fyrirtæki framleiðir heimsins bestu sportbíla vill það að sjálfsögðu láta heimsbyggðina vita af því og fyrir hvað bílar þeirra standa. En þá liggur líka beinast við að búa til heimsins athygliverðustu auglýsingu. Það hefur Porsche ef til vill tekist með tímaritaauglýsingu um nýjan Porsche 911. Með tímaritinu fylgir nefnilega fjórhliða prisma-laga glært form sem áskrifendur blaðsins geta sett saman með einu handtaki. Það er síðan lagt ofan á lófatölvu og kveikt á kynningarmyndskeiði um 911 bílinn og með því varpast það uppá formið og spilast í þrívídd. Þetta má sjá í myndskeiðinu hér að ofan. Það var auglýsingastofan Cramer-Krasselt sem bjó til þessa auglýsingu og hennar njóta nú 50.000 áskrifendur aprílútgáfu tímaritsins Fast Company.
Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent