Frjálsar teikningar og mistök eru leyfileg Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 31. mars 2016 10:15 Elín Edda gefur út grafíska myndasögu um Gombra. Vísir/Anton Ég hef skrifað og teiknað nær allt mitt líf. Árið 2014 byrjaði ég að þróa söguna um Gombra út frá karakter sem ég hef verið að teikna í gegnum tíðina,“ segir Elín Edda, tvítug námskona í grafískri hönnun við Listaháskólann, en hún er um þessar mundir að gefa út myndasöguna Gombra sem spannar heilar 200 síður. Sagan fjallar um náttúruvernd, sannleikann og hvernig það er að takast á við lygar. Gombri ákveður að yfirgefa heimili sitt, vegna þess að hann er orðinn leiður á drunganum sem umkringir hann. Á leið sinni lendir hann í ýmsum ævintýrum og hittir meðal annars Móður Jörð sem hefur flúið vegna ágengni íbúa sinna. „Ég vissi alltaf um hvað sagan átti að vera, ég er nú þegar búin að fá frábær viðbrögð við sögunni. Fólk fær að sjá bókina í heild sinni á morgun í hátíðlegu útgáfuhófi sem haldið verður í Galleríi Ekkisens en þar mun tónlistarkonan Kaðlín skemmta gestum og kemur hún meðal annars til með að flytja nýtt tónlistarverk á opnuninni,“ segir Elín Edda spennt fyrir útgáfu bókarinnar.Hér má sjá Gombra ásamt vinkonu sinni Nönnu sem hann kynnist á ferðalaginu, en allar 200 blaðsíðurnar í bókinni eru með máluðum myndum. Mynd/ Elín EddaMyndirnar málar Elín með bleki og vatnslitum en þær verða til sýnis og sölu á sama tíma og bókin, sem einungis er gefin út í 200 eintökum. Elínu Eddu finnst einlægni mikilvægust fyrir flæði textans og teikningarinnar en í flæðinu verða oft óvæntar uppákomur. „Mistök eru leyfileg og teikningarnar eru fyrst og fremst frjálsar. Helst vil ég gera aðlaðandi myndir og texta sem gefur lesendum nýja sýn á einhvern hátt,“ segir Elín Edda. Þrátt fyrir ungan aldur er nóg að gera hjá þessari ungu listakonu og óhætt er að segja að hún hafi mörg járn í eldinum og framtíðin sé björt og spennandi. „Í dag er ég að taka alls konar hönnunarverkefni að mér, svo stefni ég á að byrja að skrifa nýja sögu í sumar. Eftir sumarið kemur út ljóðabók eftir mig sem heitir Hamingjan leit við og beit mig í dag. Svo er það líka skólinn en ég er í grafískri hönnun í Listaháskólanum og finnst það mjög skemmtilegt,“ segir Elín Edda, og bætir við að öllum sé velkomið að líta inn á sýninguna sem stendur yfir alla helgina í Galleríi Ekkisens. Lífið Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Ég hef skrifað og teiknað nær allt mitt líf. Árið 2014 byrjaði ég að þróa söguna um Gombra út frá karakter sem ég hef verið að teikna í gegnum tíðina,“ segir Elín Edda, tvítug námskona í grafískri hönnun við Listaháskólann, en hún er um þessar mundir að gefa út myndasöguna Gombra sem spannar heilar 200 síður. Sagan fjallar um náttúruvernd, sannleikann og hvernig það er að takast á við lygar. Gombri ákveður að yfirgefa heimili sitt, vegna þess að hann er orðinn leiður á drunganum sem umkringir hann. Á leið sinni lendir hann í ýmsum ævintýrum og hittir meðal annars Móður Jörð sem hefur flúið vegna ágengni íbúa sinna. „Ég vissi alltaf um hvað sagan átti að vera, ég er nú þegar búin að fá frábær viðbrögð við sögunni. Fólk fær að sjá bókina í heild sinni á morgun í hátíðlegu útgáfuhófi sem haldið verður í Galleríi Ekkisens en þar mun tónlistarkonan Kaðlín skemmta gestum og kemur hún meðal annars til með að flytja nýtt tónlistarverk á opnuninni,“ segir Elín Edda spennt fyrir útgáfu bókarinnar.Hér má sjá Gombra ásamt vinkonu sinni Nönnu sem hann kynnist á ferðalaginu, en allar 200 blaðsíðurnar í bókinni eru með máluðum myndum. Mynd/ Elín EddaMyndirnar málar Elín með bleki og vatnslitum en þær verða til sýnis og sölu á sama tíma og bókin, sem einungis er gefin út í 200 eintökum. Elínu Eddu finnst einlægni mikilvægust fyrir flæði textans og teikningarinnar en í flæðinu verða oft óvæntar uppákomur. „Mistök eru leyfileg og teikningarnar eru fyrst og fremst frjálsar. Helst vil ég gera aðlaðandi myndir og texta sem gefur lesendum nýja sýn á einhvern hátt,“ segir Elín Edda. Þrátt fyrir ungan aldur er nóg að gera hjá þessari ungu listakonu og óhætt er að segja að hún hafi mörg járn í eldinum og framtíðin sé björt og spennandi. „Í dag er ég að taka alls konar hönnunarverkefni að mér, svo stefni ég á að byrja að skrifa nýja sögu í sumar. Eftir sumarið kemur út ljóðabók eftir mig sem heitir Hamingjan leit við og beit mig í dag. Svo er það líka skólinn en ég er í grafískri hönnun í Listaháskólanum og finnst það mjög skemmtilegt,“ segir Elín Edda, og bætir við að öllum sé velkomið að líta inn á sýninguna sem stendur yfir alla helgina í Galleríi Ekkisens.
Lífið Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira