Vilja Hlíðarfjall í einkarekstur Sveinn Arnarsson skrifar 31. mars 2016 07:00 Hlíðarfjall er einn fjölsóttasti ferðamannastaður Akureyrar yfir vetrarmánuðina en nú vilja menn breytingar á rekstrarformi. Bæjarráð Akureyrarkaupstaðar hefur formlega samþykkt að íþróttafulltrúi hefji undirbúning að því að útvista rekstur skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli til einkaaðila. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar, segir rekstur skíðasvæðisins háðan of mikilli óvissu vegna veðurfars. Á síðasta fundi bæjarráðs Akureyrar fyrir páska var tekið undir þá ósk íþróttaráðs bæjarins að fela forstöðumanni íþróttamála að hefja undirbúning þess að reksturinn verði útvistaður. Mikil vinna hefur verið í gangi undanfarið í aðgerðahópi um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar. Rekstur bæjarfélagsins er þungur og er hverjum steini velt við til að reyna að ná hagræðingu í rekstrinum. Guðmundur Baldvin segir það ekki einsdæmi að rekstur skíðasvæðis sé falinn einkaaðilum og bendir á skíðasvæðin á Siglufirði og í Oddsskarði sem eru rekin af sjálfstæðum aðilum.Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar.„Rekstur fjallsins er háður mikilli óvissu á hverju ári vegna veðurfars. Á síðasta ári var reksturinn erfiður vegna slæmra veðurskilyrða um helgar. Þetta er á umræðustigi ennþá,“ segir Guðmundur Baldvin. „Þó verðum við að hafa í huga að skíðaiðkun er fjölskylduíþrótt á Akureyri og skíðafélagið æfir í fjallinu svo það þarf að huga að mörgum þáttum. Við þurfum að tryggja það að skíðaiðkun verði áfram fær fjölskyldufólki.“ Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, fagnar bókun bæjarráðs og segir það geta komið Akureyri vel að útvista svæðið til einkaaðila. „Ég hef verið talsmaður þess síðustu tíu ár og talað fyrir því að einkaaðilar komi að rekstri fjallsins,“ segir Guðmundur Karl. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar hefur um nokkurn tíma verið að skoða framtíð rekstrar Hlíðarfjalls fyrir Akureyri og hefur bæjarstjóri á Akureyri nefnt það að einkaaðilar séu áhugasamir um að taka að sér reksturinn. Fastir starfsmenn í Hlíðarfjalli eru sjö sem vinna allt árið en þegar mest er að gera á veturna fjölgar starfsmönnum upp í um 70 og felst starf þeirra að mestu í að þjónusta gesti fjallsins. Skíðasvæði Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Bæjarráð Akureyrarkaupstaðar hefur formlega samþykkt að íþróttafulltrúi hefji undirbúning að því að útvista rekstur skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli til einkaaðila. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar, segir rekstur skíðasvæðisins háðan of mikilli óvissu vegna veðurfars. Á síðasta fundi bæjarráðs Akureyrar fyrir páska var tekið undir þá ósk íþróttaráðs bæjarins að fela forstöðumanni íþróttamála að hefja undirbúning þess að reksturinn verði útvistaður. Mikil vinna hefur verið í gangi undanfarið í aðgerðahópi um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar. Rekstur bæjarfélagsins er þungur og er hverjum steini velt við til að reyna að ná hagræðingu í rekstrinum. Guðmundur Baldvin segir það ekki einsdæmi að rekstur skíðasvæðis sé falinn einkaaðilum og bendir á skíðasvæðin á Siglufirði og í Oddsskarði sem eru rekin af sjálfstæðum aðilum.Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar.„Rekstur fjallsins er háður mikilli óvissu á hverju ári vegna veðurfars. Á síðasta ári var reksturinn erfiður vegna slæmra veðurskilyrða um helgar. Þetta er á umræðustigi ennþá,“ segir Guðmundur Baldvin. „Þó verðum við að hafa í huga að skíðaiðkun er fjölskylduíþrótt á Akureyri og skíðafélagið æfir í fjallinu svo það þarf að huga að mörgum þáttum. Við þurfum að tryggja það að skíðaiðkun verði áfram fær fjölskyldufólki.“ Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, fagnar bókun bæjarráðs og segir það geta komið Akureyri vel að útvista svæðið til einkaaðila. „Ég hef verið talsmaður þess síðustu tíu ár og talað fyrir því að einkaaðilar komi að rekstri fjallsins,“ segir Guðmundur Karl. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar hefur um nokkurn tíma verið að skoða framtíð rekstrar Hlíðarfjalls fyrir Akureyri og hefur bæjarstjóri á Akureyri nefnt það að einkaaðilar séu áhugasamir um að taka að sér reksturinn. Fastir starfsmenn í Hlíðarfjalli eru sjö sem vinna allt árið en þegar mest er að gera á veturna fjölgar starfsmönnum upp í um 70 og felst starf þeirra að mestu í að þjónusta gesti fjallsins.
Skíðasvæði Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent