Innlent

Vill rjúfa þing og efna til kosninga

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar.
Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar. Vísir/Valli
Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir það eina rétta við núverandi aðstæður að rjúfa þing og efna til kosninga. Ástæðan er aflandsfélög ráðherra sem greint hefur verið frá í fréttum að undanförnu.

„Aflandseyjafólkið er nú afhjúpað eitt af öðru og samkvæmt fréttum munu nöfn hundruða nýríkra Íslendinga birtast á næstu vikum. Þetta fólk hefur sagt og mun segja að það hafi verið skráð fyrir þessu vegna misskilnings, það hafi aldrei staðið til að nota félagið, það hafi ekki vitað að félagið væri í skattaskjóli o.s.fr.,“ segir Helgi á Facebook síðu sinni.

Hann segir það að íslenskir stjórnmálamenn eigi eignir erlendis og hafi leynt upplýsingum um það, eða svarað ranglega valdi fullkomnu vantrausti á þá. Forsætisráðherra hafi kallað eftir vantrauststillögu svo láta megi reyna á hvort hann og hans ríkisstjórn njóti trausts „eftir þessi hneykslismál“.

„Sjálfsagt er að láta reyna á hvort þeirra eigin þingmenn treysta þeim áfram eða ekki en það sem máli skiptir er ekki hvað þingmönnum Framsóknar og Sjálfstæðisflokks finnst heldur hvort þjóðin treystir ríkisstjórninni. Ef forsætisráðherra er ekki þeim mun hræddari við fólkið í landinu er þess vegna hið eina rétta að gera við núverandi aðstæður að rjúfa þing og efna til kosninga,“ segir Helgi en færslu hans í heild má lesa hér fyrir neðan.

Kosningar straxAflandseyjafólkið er nú afhjúpað eitt af öðru og samkvæmt fréttum munu nöfn hundruða nýríkra Íslendinga...

Posted by Helgi Hjörvar on 30. mars 2016

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×