Gamla Ísland er nýja Ísland Skjóðan skrifar 30. mars 2016 10:00 Gríðarlegur uppgangur ríkti hér á landi á árunum fyrir hrun. Gamlir, staðnaðir ríkisbankar í úreltu fjármagnskerfi voru seldir lykilfjárfestum. Í kjölfarið fylgdi óhjákvæmilega mikill vöxtur íslenska bankakerfisins, sem sleit af sér öll bönd og nýtti sér aðgang að ódýru alþjóðlegu fjármagni til að umbreyta íslensku fjármálakerfi. Sumt var til góðs en annað síður. Fjármálakerfið sjálft lagaði sig aldrei að nýju bönkunum og alþjóðlegum umsvifum þeirra. Kerfið bannaði m.a. bönkunum að gera upp í alþjóðlegri mynt þó að 80-90 prósent af umsvifum þeirra færu fram utan íslenska krónuhagkerfisins. En bankarnir léku á als oddi rétt eins og beljur sem hleypt er úr fjósi að vori. Ásamt lífeyrissjóðunum fylgdu þeir íslenskum fjárfestum í kraftmikla útrás. En útrásin var ekki það eina. Hér innanlands var sem fjármálakerfið væri losað úr höftum og vitanlega var það svo í bókstaflegri merkingu. Eignarhald fyrirtækja, sem í áratugi höfðu verið í eigu sömu fjölskyldna riðlaðist. Lífeyrissjóðir fjármögnuðu, fyrir milligöngu bankanna, yfirtöku framsækinna fjárfesta og athafnamanna á mörgum helstu fyrirtækjum landsins. Verðið var hátt í sögulegu samhengi en sjaldan ef nokkurn tíma höfðu peningar í heiminum verið jafn ódýrir. Bankarnir geystust inn á íbúðalánamarkaðinn, lækkuðu vexti og hækkuðu lánshlutföll. Þetta gerði venjulegu fólki, sem fram til þess tíma hafði mátt una því að flytja inn í eitt herbergi í ókláraðri íbúð og nota sturtuhengi fyrir hurðir innandyra árum saman og klára svo íbúðina fyrir fjölskylduna um svipað leyti og síðasti unginn flaug úr hreiðrinu, kleift að eignast og flytjast í húsnæði á meðan enn þurfti á því að halda. Eigendur gömlu fjölskyldufyrirtækjanna fóru með söluhagnaðinn og fengu bankann sinn til að flytja peningana úr landi, koma þeim í trygga alþjóðlega mynt og öruggt skjól fyrir íslenskum sveiflum og sköttum. Þetta er einn angi þess vanda sem forsætisráðherrahjónin eru búin að koma sér í. Svo varð hrun. Kallað var eftir nýju Íslandi. Þá voru gömlu fjölskyldurnar komnar með sitt fé úr landi og í alvöru mynt. Eftir hrun hefur kapp verið lagt á að leiðrétta misvægið sem hér varð. Íbúðirnar hafa verið hirtar af fólkinu sem var svo bláeygt að nýta íbúðalán bankanna. Gömlu fjölskyldufyrirtækin hafa verið hirt af þeim sem tekið höfðu himinhá lán til að kaupa þau af gömlu fjölskyldunum. Bráðum verður allt sem fyrr eða jafnvel enn betra. Gömlu fjölskyldurnar ríkari en áður. Þeir sem keyptu fjölskyldufyrirtækin eignalausir og ærulausir rétt eins og bankamennirnir sem lánuðu þeim peningana. Fólkið étur það sem úti frýs. Nýja Ísland er gamla Ísland. Skjóðan Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Gríðarlegur uppgangur ríkti hér á landi á árunum fyrir hrun. Gamlir, staðnaðir ríkisbankar í úreltu fjármagnskerfi voru seldir lykilfjárfestum. Í kjölfarið fylgdi óhjákvæmilega mikill vöxtur íslenska bankakerfisins, sem sleit af sér öll bönd og nýtti sér aðgang að ódýru alþjóðlegu fjármagni til að umbreyta íslensku fjármálakerfi. Sumt var til góðs en annað síður. Fjármálakerfið sjálft lagaði sig aldrei að nýju bönkunum og alþjóðlegum umsvifum þeirra. Kerfið bannaði m.a. bönkunum að gera upp í alþjóðlegri mynt þó að 80-90 prósent af umsvifum þeirra færu fram utan íslenska krónuhagkerfisins. En bankarnir léku á als oddi rétt eins og beljur sem hleypt er úr fjósi að vori. Ásamt lífeyrissjóðunum fylgdu þeir íslenskum fjárfestum í kraftmikla útrás. En útrásin var ekki það eina. Hér innanlands var sem fjármálakerfið væri losað úr höftum og vitanlega var það svo í bókstaflegri merkingu. Eignarhald fyrirtækja, sem í áratugi höfðu verið í eigu sömu fjölskyldna riðlaðist. Lífeyrissjóðir fjármögnuðu, fyrir milligöngu bankanna, yfirtöku framsækinna fjárfesta og athafnamanna á mörgum helstu fyrirtækjum landsins. Verðið var hátt í sögulegu samhengi en sjaldan ef nokkurn tíma höfðu peningar í heiminum verið jafn ódýrir. Bankarnir geystust inn á íbúðalánamarkaðinn, lækkuðu vexti og hækkuðu lánshlutföll. Þetta gerði venjulegu fólki, sem fram til þess tíma hafði mátt una því að flytja inn í eitt herbergi í ókláraðri íbúð og nota sturtuhengi fyrir hurðir innandyra árum saman og klára svo íbúðina fyrir fjölskylduna um svipað leyti og síðasti unginn flaug úr hreiðrinu, kleift að eignast og flytjast í húsnæði á meðan enn þurfti á því að halda. Eigendur gömlu fjölskyldufyrirtækjanna fóru með söluhagnaðinn og fengu bankann sinn til að flytja peningana úr landi, koma þeim í trygga alþjóðlega mynt og öruggt skjól fyrir íslenskum sveiflum og sköttum. Þetta er einn angi þess vanda sem forsætisráðherrahjónin eru búin að koma sér í. Svo varð hrun. Kallað var eftir nýju Íslandi. Þá voru gömlu fjölskyldurnar komnar með sitt fé úr landi og í alvöru mynt. Eftir hrun hefur kapp verið lagt á að leiðrétta misvægið sem hér varð. Íbúðirnar hafa verið hirtar af fólkinu sem var svo bláeygt að nýta íbúðalán bankanna. Gömlu fjölskyldufyrirtækin hafa verið hirt af þeim sem tekið höfðu himinhá lán til að kaupa þau af gömlu fjölskyldunum. Bráðum verður allt sem fyrr eða jafnvel enn betra. Gömlu fjölskyldurnar ríkari en áður. Þeir sem keyptu fjölskyldufyrirtækin eignalausir og ærulausir rétt eins og bankamennirnir sem lánuðu þeim peningana. Fólkið étur það sem úti frýs. Nýja Ísland er gamla Ísland.
Skjóðan Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira