Ráðamenn, portkonur og djúpsteikt kjúklingalæri Sif Sigmarsdóttir skrifar 9. apríl 2016 07:00 Stjórnmálamenn þessa lands eru eins og portkonur. Íslenskur almenningur er Salómon konungur. Það er komið að okkur að fella yfir þeim dóm. Salómon konungur var þriðji konungur hins sameinaða Ísraelsríkis. Hann fæddist í Jerúsalem kringum árið 1000 f. Kr. Salómon var annálaður fyrir visku. Toppi ráðsnilldar hans var náð þegar heimsóttu hann tvær portkonur eins og segir frá í einni þekktustu dæmisögu Biblíunnar. Með sér höfðu konurnar nýfætt barn. Báðar sögðust þær vera móðir barnsins. Vildu þær að kóngur leysti úr ágreiningi þeirra. Kóngsi var ekki lengi að láta sér detta í hug lausn á vandanum. „Færið mér sverð,“ skipaði hann. Hann hugðist höggva barnið í sundur og skipta því jafnt á milli kvennanna. Annarri konunni leist vel á þau áform. Hin hrópaði hins vegar upp yfir sig og bað Salómon að leggja frá sér sverðið, sú fyrri mætti halda barninu heilu. Var öllum ljóst hvor kvennanna var móðir barnsins.Strútur í jakkafötum Hringavitleysa vikunnar sem leiddi til þess að forsætisráðherra landsins sagði af sér var eins og súrrealísk martröð samin af David Lynch og Satan. Eins og strútur í jakkafötum skiptist Sigmundur Davíð á að stinga höfðinu í sandinn og berja því við stein. Ringlaður reikaði hann um hinn pólitíska leikvang eins og óskilgetið afkvæmi klaufabárðanna, Darth Vaders og Óða hattarans, taldi sig Neró endurborinn og hótaði að brenna pleisið til grunna meðan hann spilaði sturtu-stefið úr Psycho á falska fiðlu. Sigmundur Davíð er portkonan í Biblíusögunni sem vildi að barnið yrði brytjað í tvennt. Ef hann fengi ekki að halda því skyldi enginn fá að eiga það. Og alveg eins og Sigmundur Davíð hefur ný ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar fallið á prófi Salómons konungs. Forsvarsmenn hennar hljóma nú eins og rispuð plata, eða rappari sem búinn er að gleyma næsta rími: „Klára verk, góð-góð-góð verk,“ gagga þeir og vonast til að sannfæra almenning um að þeir séu svo ómissandi að engin frekari höfuð megi fjúka. En raunin er sú að þeim gæti ekki staðið meira á sama um það þótt barnið yrði hlutað niður, svo lengi sem þeir fá hvor sinn skerf. „Hei, Sigurður Ingi, réttu mér einn legg,“ segir Bjarni Ben eins og um sé að ræða fituga fötu af Kentucky Fried Chicken. Ef forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar bæru í alvörunni hag lands, þjóðar og lýðræðisins fyrir brjósti boðuðu þeir til kosninga hið fyrsta svo eyða mætti því andrúmslofti tortryggni sem kemur í veg fyrir að nokkurt „gott verk“ sem ríkisstjórnin klárar verður hafið yfir vafa.Soðinn við stólinn Það er erfitt að missa ekki trúna á lýðræðinu þegar horft er yfir atburði liðinnar viku. Fyrirfinnst í veröldinni sá stjórnmálamaður sem lætur stýrast af hugsjón en ekki hagsmunagæslu og valdaást? Mitt í öllum látunum glitti óvænt í vonarglætu. Á miðvikudagsmorgun vaknaði ég við að útvarpið hrökk í gang. Stillt var á útvarpsstöðina BBC World Service. Þar tók ábúðarfullur breskur fréttamaður viðtal við Ástu Helgadóttur, þingmann Pírata, um upplausnina á Íslandi. Hann spurði Ástu hvernig flokkur hennar hygðist nýta ástandið sér til framdráttar. Svar hennar kom fréttamanninum svo á óvart að hann rak í rogastans. „Við höfum ekki áhuga á að notfæra okkur ástandið,“ sagði Ásta. „Við viljum einfaldlega vinna að því að bæta lýðræðið á Íslandi.“ Ráðamenn geta reynt að láta logsjóða sig við valdastóla sína. Þeir geta reynt að dáleiða þjóðina með endurtekningum eins og lélegur dávaldur: „Sigmundur Davíð er saklaust fórnarlamb samsæris Ríkisútvarpsins, skattaskjól eru ekki skattaskjól, það er flókið að eiga peninga.“ En að endingu kemur að kosningum og þá er það okkar að muna hver bað barninu griða og hver teygði sig beint í fötuna með djúpsteikta kjúklingnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun
Stjórnmálamenn þessa lands eru eins og portkonur. Íslenskur almenningur er Salómon konungur. Það er komið að okkur að fella yfir þeim dóm. Salómon konungur var þriðji konungur hins sameinaða Ísraelsríkis. Hann fæddist í Jerúsalem kringum árið 1000 f. Kr. Salómon var annálaður fyrir visku. Toppi ráðsnilldar hans var náð þegar heimsóttu hann tvær portkonur eins og segir frá í einni þekktustu dæmisögu Biblíunnar. Með sér höfðu konurnar nýfætt barn. Báðar sögðust þær vera móðir barnsins. Vildu þær að kóngur leysti úr ágreiningi þeirra. Kóngsi var ekki lengi að láta sér detta í hug lausn á vandanum. „Færið mér sverð,“ skipaði hann. Hann hugðist höggva barnið í sundur og skipta því jafnt á milli kvennanna. Annarri konunni leist vel á þau áform. Hin hrópaði hins vegar upp yfir sig og bað Salómon að leggja frá sér sverðið, sú fyrri mætti halda barninu heilu. Var öllum ljóst hvor kvennanna var móðir barnsins.Strútur í jakkafötum Hringavitleysa vikunnar sem leiddi til þess að forsætisráðherra landsins sagði af sér var eins og súrrealísk martröð samin af David Lynch og Satan. Eins og strútur í jakkafötum skiptist Sigmundur Davíð á að stinga höfðinu í sandinn og berja því við stein. Ringlaður reikaði hann um hinn pólitíska leikvang eins og óskilgetið afkvæmi klaufabárðanna, Darth Vaders og Óða hattarans, taldi sig Neró endurborinn og hótaði að brenna pleisið til grunna meðan hann spilaði sturtu-stefið úr Psycho á falska fiðlu. Sigmundur Davíð er portkonan í Biblíusögunni sem vildi að barnið yrði brytjað í tvennt. Ef hann fengi ekki að halda því skyldi enginn fá að eiga það. Og alveg eins og Sigmundur Davíð hefur ný ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar fallið á prófi Salómons konungs. Forsvarsmenn hennar hljóma nú eins og rispuð plata, eða rappari sem búinn er að gleyma næsta rími: „Klára verk, góð-góð-góð verk,“ gagga þeir og vonast til að sannfæra almenning um að þeir séu svo ómissandi að engin frekari höfuð megi fjúka. En raunin er sú að þeim gæti ekki staðið meira á sama um það þótt barnið yrði hlutað niður, svo lengi sem þeir fá hvor sinn skerf. „Hei, Sigurður Ingi, réttu mér einn legg,“ segir Bjarni Ben eins og um sé að ræða fituga fötu af Kentucky Fried Chicken. Ef forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar bæru í alvörunni hag lands, þjóðar og lýðræðisins fyrir brjósti boðuðu þeir til kosninga hið fyrsta svo eyða mætti því andrúmslofti tortryggni sem kemur í veg fyrir að nokkurt „gott verk“ sem ríkisstjórnin klárar verður hafið yfir vafa.Soðinn við stólinn Það er erfitt að missa ekki trúna á lýðræðinu þegar horft er yfir atburði liðinnar viku. Fyrirfinnst í veröldinni sá stjórnmálamaður sem lætur stýrast af hugsjón en ekki hagsmunagæslu og valdaást? Mitt í öllum látunum glitti óvænt í vonarglætu. Á miðvikudagsmorgun vaknaði ég við að útvarpið hrökk í gang. Stillt var á útvarpsstöðina BBC World Service. Þar tók ábúðarfullur breskur fréttamaður viðtal við Ástu Helgadóttur, þingmann Pírata, um upplausnina á Íslandi. Hann spurði Ástu hvernig flokkur hennar hygðist nýta ástandið sér til framdráttar. Svar hennar kom fréttamanninum svo á óvart að hann rak í rogastans. „Við höfum ekki áhuga á að notfæra okkur ástandið,“ sagði Ásta. „Við viljum einfaldlega vinna að því að bæta lýðræðið á Íslandi.“ Ráðamenn geta reynt að láta logsjóða sig við valdastóla sína. Þeir geta reynt að dáleiða þjóðina með endurtekningum eins og lélegur dávaldur: „Sigmundur Davíð er saklaust fórnarlamb samsæris Ríkisútvarpsins, skattaskjól eru ekki skattaskjól, það er flókið að eiga peninga.“ En að endingu kemur að kosningum og þá er það okkar að muna hver bað barninu griða og hver teygði sig beint í fötuna með djúpsteikta kjúklingnum.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun