Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson skrifar 19. nóvember 2024 20:31 Ég hef alltaf verið stoltur af því að á Íslandi sé öll orkuöflun framleidd með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum. Það eru fá dæmi um lönd í heiminum sem geta sagt slíkt hið sama en í Evrópu þurfa lang flest lönd að stóla á kolefniseldsneyti eða kjarnorku til að framleiða rafmagn. En núna er komið babb í bátinn hjá okkur. Það er ekki til nóg rafmagn handa öllum og stórnotendur eru farnir að brenna dísilolíu til að bæta upp fyrir rafmagn sem þeir fengu ekki afhent. Svo mikla dísilolíu reyndar, að allur olíusparnaðurinn sem hafði náðst í gegnum rafbílavæðingu núllaðist út. Og ástandið er ekki að horfa til betri vegar, það er að versna og það mun halda áfram að versna. Eftirspurn eftir raforku er að vaxa hraðar en framleiðsla. Það er alls ekki ólíklegt að á næstu árum þurfi að skerða raforku til almennra notenda líka. Við erum að stefna þangað ef ekkert er að gert. Þetta er augljóslega ekki óskastaða. Hvar sem fólk er á pólitíska rófinu, vinstri, hægri, umhverfissinnar eða stóriðjuelskendur þá hljótum við öll að vera sammála um að svona viljum við ekki hafa þetta. Skiptar skoðanir eru um hvernig mætti bæta úr þessu, þ.e. hvort við þurfum að auka raforkuframleiðslu eða styrkja flutningsnet raforkunnar en staðreyndin er sú að við þurfum að gera bæði. Ástæða þess að við erum komin svo langt aftur úr í framleiðslu raforku er margþætt. En ein helsta skýringin liggur í að regluverk í kringum byggingu orkuvera er orðið gríðarlega flókið og þungt í vöfum. Ekki aðeins tekur mörg ár fyrir hvert mál að sigla í gegnum kerfið heldur er ferlið í heild sinni einnig gríðarlega vinnufrekt og kostnaðarsamt. Það eru skattgreiðendur sem bera að mestu leyti þann kostnað. Ef við snúum okkur að flutningsneti raforku. Hvað stendur í vegi fyrir því að við getum bætt flutningsnetið og aukið þannig skilvirkni í raforkukerfinu? Í skýrslu Landsnets frá 8. Apríl 2022 segir: „Ástæður þess að flutningsgeta á rafmagni milli landshluta (sniða) er takmörkuð eru af ýmsum toga. Landsnet hefur til dæmis bent á talsverða andstöðu vegna fyrirhugaðra framkvæmda, sífellt flóknara regluverk og hægagang í leyfisveitingum. Í dag er staðan sú að orka er læst inn á svæðum með takmarkaða eftirspurn.“ Hvort sem litið er til raforkuframleiðslu eða flutningsnets þá virðist helsta áskorunin á báðum vígvöllum vera sú sama, þungt og flókið regluverk. Við almennir raforkunotendur fljótum sofandi að feigðarósi á meðan orkufyrirtæki eins og Landsnet og Landsvirkjun berjast um í vef rauða límbandsins. Við getum ekki haldið áfram að vona að þetta reddist einhvernvegin. Það er kominn tími til að vinda ofan af þessu og ráðast í einföldun og endurbætur á regluverkinu. Það þarf að gerast strax! Breytum þessu! Höfundur er verkefnastjóri skipulagsmála í Ölfusi, lögmaður og situr í 5. sæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Orkumál Viðreisn Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ég hef alltaf verið stoltur af því að á Íslandi sé öll orkuöflun framleidd með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum. Það eru fá dæmi um lönd í heiminum sem geta sagt slíkt hið sama en í Evrópu þurfa lang flest lönd að stóla á kolefniseldsneyti eða kjarnorku til að framleiða rafmagn. En núna er komið babb í bátinn hjá okkur. Það er ekki til nóg rafmagn handa öllum og stórnotendur eru farnir að brenna dísilolíu til að bæta upp fyrir rafmagn sem þeir fengu ekki afhent. Svo mikla dísilolíu reyndar, að allur olíusparnaðurinn sem hafði náðst í gegnum rafbílavæðingu núllaðist út. Og ástandið er ekki að horfa til betri vegar, það er að versna og það mun halda áfram að versna. Eftirspurn eftir raforku er að vaxa hraðar en framleiðsla. Það er alls ekki ólíklegt að á næstu árum þurfi að skerða raforku til almennra notenda líka. Við erum að stefna þangað ef ekkert er að gert. Þetta er augljóslega ekki óskastaða. Hvar sem fólk er á pólitíska rófinu, vinstri, hægri, umhverfissinnar eða stóriðjuelskendur þá hljótum við öll að vera sammála um að svona viljum við ekki hafa þetta. Skiptar skoðanir eru um hvernig mætti bæta úr þessu, þ.e. hvort við þurfum að auka raforkuframleiðslu eða styrkja flutningsnet raforkunnar en staðreyndin er sú að við þurfum að gera bæði. Ástæða þess að við erum komin svo langt aftur úr í framleiðslu raforku er margþætt. En ein helsta skýringin liggur í að regluverk í kringum byggingu orkuvera er orðið gríðarlega flókið og þungt í vöfum. Ekki aðeins tekur mörg ár fyrir hvert mál að sigla í gegnum kerfið heldur er ferlið í heild sinni einnig gríðarlega vinnufrekt og kostnaðarsamt. Það eru skattgreiðendur sem bera að mestu leyti þann kostnað. Ef við snúum okkur að flutningsneti raforku. Hvað stendur í vegi fyrir því að við getum bætt flutningsnetið og aukið þannig skilvirkni í raforkukerfinu? Í skýrslu Landsnets frá 8. Apríl 2022 segir: „Ástæður þess að flutningsgeta á rafmagni milli landshluta (sniða) er takmörkuð eru af ýmsum toga. Landsnet hefur til dæmis bent á talsverða andstöðu vegna fyrirhugaðra framkvæmda, sífellt flóknara regluverk og hægagang í leyfisveitingum. Í dag er staðan sú að orka er læst inn á svæðum með takmarkaða eftirspurn.“ Hvort sem litið er til raforkuframleiðslu eða flutningsnets þá virðist helsta áskorunin á báðum vígvöllum vera sú sama, þungt og flókið regluverk. Við almennir raforkunotendur fljótum sofandi að feigðarósi á meðan orkufyrirtæki eins og Landsnet og Landsvirkjun berjast um í vef rauða límbandsins. Við getum ekki haldið áfram að vona að þetta reddist einhvernvegin. Það er kominn tími til að vinda ofan af þessu og ráðast í einföldun og endurbætur á regluverkinu. Það þarf að gerast strax! Breytum þessu! Höfundur er verkefnastjóri skipulagsmála í Ölfusi, lögmaður og situr í 5. sæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun