Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson skrifar 19. nóvember 2024 20:31 Ég hef alltaf verið stoltur af því að á Íslandi sé öll orkuöflun framleidd með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum. Það eru fá dæmi um lönd í heiminum sem geta sagt slíkt hið sama en í Evrópu þurfa lang flest lönd að stóla á kolefniseldsneyti eða kjarnorku til að framleiða rafmagn. En núna er komið babb í bátinn hjá okkur. Það er ekki til nóg rafmagn handa öllum og stórnotendur eru farnir að brenna dísilolíu til að bæta upp fyrir rafmagn sem þeir fengu ekki afhent. Svo mikla dísilolíu reyndar, að allur olíusparnaðurinn sem hafði náðst í gegnum rafbílavæðingu núllaðist út. Og ástandið er ekki að horfa til betri vegar, það er að versna og það mun halda áfram að versna. Eftirspurn eftir raforku er að vaxa hraðar en framleiðsla. Það er alls ekki ólíklegt að á næstu árum þurfi að skerða raforku til almennra notenda líka. Við erum að stefna þangað ef ekkert er að gert. Þetta er augljóslega ekki óskastaða. Hvar sem fólk er á pólitíska rófinu, vinstri, hægri, umhverfissinnar eða stóriðjuelskendur þá hljótum við öll að vera sammála um að svona viljum við ekki hafa þetta. Skiptar skoðanir eru um hvernig mætti bæta úr þessu, þ.e. hvort við þurfum að auka raforkuframleiðslu eða styrkja flutningsnet raforkunnar en staðreyndin er sú að við þurfum að gera bæði. Ástæða þess að við erum komin svo langt aftur úr í framleiðslu raforku er margþætt. En ein helsta skýringin liggur í að regluverk í kringum byggingu orkuvera er orðið gríðarlega flókið og þungt í vöfum. Ekki aðeins tekur mörg ár fyrir hvert mál að sigla í gegnum kerfið heldur er ferlið í heild sinni einnig gríðarlega vinnufrekt og kostnaðarsamt. Það eru skattgreiðendur sem bera að mestu leyti þann kostnað. Ef við snúum okkur að flutningsneti raforku. Hvað stendur í vegi fyrir því að við getum bætt flutningsnetið og aukið þannig skilvirkni í raforkukerfinu? Í skýrslu Landsnets frá 8. Apríl 2022 segir: „Ástæður þess að flutningsgeta á rafmagni milli landshluta (sniða) er takmörkuð eru af ýmsum toga. Landsnet hefur til dæmis bent á talsverða andstöðu vegna fyrirhugaðra framkvæmda, sífellt flóknara regluverk og hægagang í leyfisveitingum. Í dag er staðan sú að orka er læst inn á svæðum með takmarkaða eftirspurn.“ Hvort sem litið er til raforkuframleiðslu eða flutningsnets þá virðist helsta áskorunin á báðum vígvöllum vera sú sama, þungt og flókið regluverk. Við almennir raforkunotendur fljótum sofandi að feigðarósi á meðan orkufyrirtæki eins og Landsnet og Landsvirkjun berjast um í vef rauða límbandsins. Við getum ekki haldið áfram að vona að þetta reddist einhvernvegin. Það er kominn tími til að vinda ofan af þessu og ráðast í einföldun og endurbætur á regluverkinu. Það þarf að gerast strax! Breytum þessu! Höfundur er verkefnastjóri skipulagsmála í Ölfusi, lögmaður og situr í 5. sæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Orkumál Viðreisn Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef alltaf verið stoltur af því að á Íslandi sé öll orkuöflun framleidd með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum. Það eru fá dæmi um lönd í heiminum sem geta sagt slíkt hið sama en í Evrópu þurfa lang flest lönd að stóla á kolefniseldsneyti eða kjarnorku til að framleiða rafmagn. En núna er komið babb í bátinn hjá okkur. Það er ekki til nóg rafmagn handa öllum og stórnotendur eru farnir að brenna dísilolíu til að bæta upp fyrir rafmagn sem þeir fengu ekki afhent. Svo mikla dísilolíu reyndar, að allur olíusparnaðurinn sem hafði náðst í gegnum rafbílavæðingu núllaðist út. Og ástandið er ekki að horfa til betri vegar, það er að versna og það mun halda áfram að versna. Eftirspurn eftir raforku er að vaxa hraðar en framleiðsla. Það er alls ekki ólíklegt að á næstu árum þurfi að skerða raforku til almennra notenda líka. Við erum að stefna þangað ef ekkert er að gert. Þetta er augljóslega ekki óskastaða. Hvar sem fólk er á pólitíska rófinu, vinstri, hægri, umhverfissinnar eða stóriðjuelskendur þá hljótum við öll að vera sammála um að svona viljum við ekki hafa þetta. Skiptar skoðanir eru um hvernig mætti bæta úr þessu, þ.e. hvort við þurfum að auka raforkuframleiðslu eða styrkja flutningsnet raforkunnar en staðreyndin er sú að við þurfum að gera bæði. Ástæða þess að við erum komin svo langt aftur úr í framleiðslu raforku er margþætt. En ein helsta skýringin liggur í að regluverk í kringum byggingu orkuvera er orðið gríðarlega flókið og þungt í vöfum. Ekki aðeins tekur mörg ár fyrir hvert mál að sigla í gegnum kerfið heldur er ferlið í heild sinni einnig gríðarlega vinnufrekt og kostnaðarsamt. Það eru skattgreiðendur sem bera að mestu leyti þann kostnað. Ef við snúum okkur að flutningsneti raforku. Hvað stendur í vegi fyrir því að við getum bætt flutningsnetið og aukið þannig skilvirkni í raforkukerfinu? Í skýrslu Landsnets frá 8. Apríl 2022 segir: „Ástæður þess að flutningsgeta á rafmagni milli landshluta (sniða) er takmörkuð eru af ýmsum toga. Landsnet hefur til dæmis bent á talsverða andstöðu vegna fyrirhugaðra framkvæmda, sífellt flóknara regluverk og hægagang í leyfisveitingum. Í dag er staðan sú að orka er læst inn á svæðum með takmarkaða eftirspurn.“ Hvort sem litið er til raforkuframleiðslu eða flutningsnets þá virðist helsta áskorunin á báðum vígvöllum vera sú sama, þungt og flókið regluverk. Við almennir raforkunotendur fljótum sofandi að feigðarósi á meðan orkufyrirtæki eins og Landsnet og Landsvirkjun berjast um í vef rauða límbandsins. Við getum ekki haldið áfram að vona að þetta reddist einhvernvegin. Það er kominn tími til að vinda ofan af þessu og ráðast í einföldun og endurbætur á regluverkinu. Það þarf að gerast strax! Breytum þessu! Höfundur er verkefnastjóri skipulagsmála í Ölfusi, lögmaður og situr í 5. sæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun