Sport

Dominiqua ekki bara í úrslit heldur líka með hæstu einkunnina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dominiqua Alma Belányi.
Dominiqua Alma Belányi. Vísir/Ernir
Ármenningurinn Dominiqua Alma Belányi tryggði sér í dag sæti í úrslitum á tvíslá á Heimsbikarmótinu í fimleikum í Ljubljana í Slóveníu.

Dominiqua gerði gott betur en það því hún var efst í undankeppninni þar sem hún fékk 12,700 stig.

Dominiqua var ekki með hæsta erfiðleikastuðulinn á sínum æfingum en fékk langhæstu stigin fyri framkvæmdina.

Tinna Óðinsdóttir keppti einnig í undankeppninni á tvíslá og endaði í sjöunda sæti með 11,200 stig.  Hér má sjá úrslitin.

Dominiqua Alma Belányi varð í öðru sæti í fjölþraut á Íslandsmótinu um síðustu helgi en hún vann þá glæsilegan sigur á tvíslánni sem er hennar besta grein.

Þetta er frábær árangur hjá Dominiqua og það verður spennandi að sjá hvernig gengur hjá henni í úrslitunum á morgun.

Hér fyrir neðan má sjá myndband frá Fimleikasambandi Íslands þar sem sjá má æfingarnar sem skiluðu Dominiqua Alma Belányi í úrslitin.

Dominiqua Alma tvisla - World Cup i Ljubljana12,7 fyrst inn i urslit

Posted by Fimleikavaktin on 8. apríl 2016



Fleiri fréttir

Sjá meira


×