„Skipan ríkisstjórnarinnar í dag er óásættanleg“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. apríl 2016 14:19 Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/pjetur Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, mælti fyrir vantrausti, þingrofi og kosningum á Alþingi núna klukkan 13. Sagði hann að það væri óvenjulegt að mælt væri vantrausti á ríkisstjórnina á fyrsta starfsdegi hennar. Það væri ef til vill einsdæmi en Árni Páll sagði að við værum að lifa einstaka tíma. Hann sagði vantraustið byggja á alvarlegum vanda sem væri kominn upp í stjórnmálunum og væri öllum kunnur: „Aflandsfélög eru bara til í þeim tilgangi að leyna eignarhaldi eða forðast skattheimtu. Um það eru ríkisskattstjóri og allir sérfræðingar sammála og formaður SA tók sérstaklega undir það í tímabærri fordæmingu á skattaskjólum á ársfundi samtakanna í gær. Ef menn halda fé í skattaskjóli eru þeir að taka fé úr vinnu hér á landi og koma sér undan nauðsynlegu gagnsæi,“ sagði Árni Páll og bæti við að féð væri þá ekki að skapa hér verðmæti og störf. „Við höfum í glímunni við eftirleik hrunsins óskað sérstaklega eftir að þeir sem eigi eignir í útlöndum komi með þær heim, til að styðja við endurreisn Íslands. Vegna alls þessa eru eignarhald og viðskipti í skattaskjólsfélagi ósamrýmanleg stjórnmálaþátttöku. Þess vegna er skipan ríkisstjórnarinnar í dag óásættanleg.“ Árni Páll sagði að með ríkisstjórnarskiptunum hafi stjórnarflokkarnir sjálfir viðurkennt að umboð þeirra væri brostið og að ekki væri gengið nógu langt til að ljúka málinu. Í vantrauststillögunni fælist hins vegar ekki aðför að meirihlutanum heldur „útrétt hönd um betri samskipti á nýjum forsendum.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, tók næst til máls. Hann sagði það eðlilegt að stjórnarandstaðan vildi víkja ríkjandi stjórn frá völdum enda væri það hennar hlutverk. „En að setja hana fram innan við sólarhring frá því hún tekur við völdum er rösklega gert,“ sagði Sigurður Ingi. Hann nýtti dágóðan tíma ræðu sinnar í að fara yfir það hversu mikilvægt væri að ljúka áætluninni um afnám hafta með aflandskrónuútboðinu í maí. Meðal annars vegna þess væri það óráðlegt og óábyrgt af stjórnarandstöðunni að leggja til kosningar þar sem þær yrðu þá að öllum líkindum á sama tíma og krónuútboðið ætti að vera. Forsætisráðherra fór svo yfir ýmis mál sem fyrrverandi ríkisstjórn hefur unnið að á kjörtímabilinu. Sumum væri lokið en öðrum ekki en mikilvægt væri að klára þau. „Því legg ég eindregið til að við fellum báðar tillögur stjórnarandstöðunnar hér í dag.“ Alþingi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, mælti fyrir vantrausti, þingrofi og kosningum á Alþingi núna klukkan 13. Sagði hann að það væri óvenjulegt að mælt væri vantrausti á ríkisstjórnina á fyrsta starfsdegi hennar. Það væri ef til vill einsdæmi en Árni Páll sagði að við værum að lifa einstaka tíma. Hann sagði vantraustið byggja á alvarlegum vanda sem væri kominn upp í stjórnmálunum og væri öllum kunnur: „Aflandsfélög eru bara til í þeim tilgangi að leyna eignarhaldi eða forðast skattheimtu. Um það eru ríkisskattstjóri og allir sérfræðingar sammála og formaður SA tók sérstaklega undir það í tímabærri fordæmingu á skattaskjólum á ársfundi samtakanna í gær. Ef menn halda fé í skattaskjóli eru þeir að taka fé úr vinnu hér á landi og koma sér undan nauðsynlegu gagnsæi,“ sagði Árni Páll og bæti við að féð væri þá ekki að skapa hér verðmæti og störf. „Við höfum í glímunni við eftirleik hrunsins óskað sérstaklega eftir að þeir sem eigi eignir í útlöndum komi með þær heim, til að styðja við endurreisn Íslands. Vegna alls þessa eru eignarhald og viðskipti í skattaskjólsfélagi ósamrýmanleg stjórnmálaþátttöku. Þess vegna er skipan ríkisstjórnarinnar í dag óásættanleg.“ Árni Páll sagði að með ríkisstjórnarskiptunum hafi stjórnarflokkarnir sjálfir viðurkennt að umboð þeirra væri brostið og að ekki væri gengið nógu langt til að ljúka málinu. Í vantrauststillögunni fælist hins vegar ekki aðför að meirihlutanum heldur „útrétt hönd um betri samskipti á nýjum forsendum.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, tók næst til máls. Hann sagði það eðlilegt að stjórnarandstaðan vildi víkja ríkjandi stjórn frá völdum enda væri það hennar hlutverk. „En að setja hana fram innan við sólarhring frá því hún tekur við völdum er rösklega gert,“ sagði Sigurður Ingi. Hann nýtti dágóðan tíma ræðu sinnar í að fara yfir það hversu mikilvægt væri að ljúka áætluninni um afnám hafta með aflandskrónuútboðinu í maí. Meðal annars vegna þess væri það óráðlegt og óábyrgt af stjórnarandstöðunni að leggja til kosningar þar sem þær yrðu þá að öllum líkindum á sama tíma og krónuútboðið ætti að vera. Forsætisráðherra fór svo yfir ýmis mál sem fyrrverandi ríkisstjórn hefur unnið að á kjörtímabilinu. Sumum væri lokið en öðrum ekki en mikilvægt væri að klára þau. „Því legg ég eindregið til að við fellum báðar tillögur stjórnarandstöðunnar hér í dag.“
Alþingi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira