Steingrímur óð í stjórnarflokkana: „Nú á forsætisráðherra loksins heimsmet“ Bjarki Ármannsson skrifar 7. apríl 2016 12:33 "Mér finnst hæstvirtur ráðherra brattur að tala um tækifæri, að minnsta kosti hvað varðar landkynninguna, svona í bili,“ sagði Steingrímur á þingi í dag. vísir/stefán Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi harðlega störf sitjandi ríkisstjórnar í skattamálum og sagði þjóðina blæða fyrir hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ætla að hlusta á óskir um lagabreytingar í kjölfar Panama-lekans. Þetta kom fram í máli þingmannanna í óundirbúnum fyrirspurnartíma sem nú stendur yfir á Alþingi. Steingrímur sagði meðal annars stjórnarflokkana tvo hafa vanrækt að færa siðareglur í lög í mörg ár og spurði hvernig ætti að bregðast við til að lágmarka skaðann sem Ísland hefði orðið fyrir vegna umræðu síðustu daga. „Ég er þeirrar skoðunar að þetta mál í heild sinni geti leitt til mikilla framfara og við eigum að nýta þessar upplýsingar,“ sagði Bjarni í svari sínu. Hann sagðist munu hlusta á óskir stofnana og sérfræðinga hér á landi um lagabreytingar og frekari fjárhagslegan stuðning við rannsóknir á skattaundanskotum. Þá vísaði hann til árangurs og skuldbindinga Íslands á alþjóðavettvangi í þeim efnum. Skemmst er frá því að segja að þetta svar virtist ekki falla Steingrími í geð. „Mér finnst hæstvirtur ráðherra brattur að tala um tækifæri, að minnsta kosti hvað varðar landkynninguna, svona í bili,“ sagði hann. „Er ekki veruleikinn sá að nú eru loksins komin heimsmetin sem hæstvirtur fráfarandi forsætisráðherra var alltaf að stæra sig af. Nú á hann loksins heimsmet! Með þrjá ráðherra í sinni ríkisstjórn sem eru í Panamaskjölunum, nokkra borgarfulltrúa í viðbót og 600 landsmenn sína. Þetta er allt saman í boði sömu flokka! Þetta er í boði grundvallarhugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins! Allt saman. Það er fortíðin frá nýfrjálshyggjutímanum sem er að elta þessa flokka uppi en því miður er það þjóðin sem blæðir.“ Bjarni sagðist í svari sínu ekkert um ræðu Steingríms að segja þar sem engum spurningum var beint til hans. Benti hann á að Steingrímur virtist ávarpa auðan stól Sigmundar Davíðs frekar en Bjarna. Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Katrín baðst afsökunar á að hafa kallað Sigurð Inga forsætisráðherra Spurði hvort ráðherrann ætli að verja "heimsmet“ Íslendinga í skattaskjólum. 7. apríl 2016 11:41 Segir Bjarna hafa verið gangandi hagsmunaárekstur og hvetur til afsagnar Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir eðlilegt að fjármálaráðherra stígi til hliðar. 7. apríl 2016 11:58 Bjarni: Hægt að nýta kastljós umheimsins til að koma á framfæri réttum skilaboðum Fjármálaráðherra tók sem dæmi neikvæða athygli sem Ísland fékk þegar eldraskanir urðu í Eyjafjallajökli. 7. apríl 2016 11:45 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi harðlega störf sitjandi ríkisstjórnar í skattamálum og sagði þjóðina blæða fyrir hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ætla að hlusta á óskir um lagabreytingar í kjölfar Panama-lekans. Þetta kom fram í máli þingmannanna í óundirbúnum fyrirspurnartíma sem nú stendur yfir á Alþingi. Steingrímur sagði meðal annars stjórnarflokkana tvo hafa vanrækt að færa siðareglur í lög í mörg ár og spurði hvernig ætti að bregðast við til að lágmarka skaðann sem Ísland hefði orðið fyrir vegna umræðu síðustu daga. „Ég er þeirrar skoðunar að þetta mál í heild sinni geti leitt til mikilla framfara og við eigum að nýta þessar upplýsingar,“ sagði Bjarni í svari sínu. Hann sagðist munu hlusta á óskir stofnana og sérfræðinga hér á landi um lagabreytingar og frekari fjárhagslegan stuðning við rannsóknir á skattaundanskotum. Þá vísaði hann til árangurs og skuldbindinga Íslands á alþjóðavettvangi í þeim efnum. Skemmst er frá því að segja að þetta svar virtist ekki falla Steingrími í geð. „Mér finnst hæstvirtur ráðherra brattur að tala um tækifæri, að minnsta kosti hvað varðar landkynninguna, svona í bili,“ sagði hann. „Er ekki veruleikinn sá að nú eru loksins komin heimsmetin sem hæstvirtur fráfarandi forsætisráðherra var alltaf að stæra sig af. Nú á hann loksins heimsmet! Með þrjá ráðherra í sinni ríkisstjórn sem eru í Panamaskjölunum, nokkra borgarfulltrúa í viðbót og 600 landsmenn sína. Þetta er allt saman í boði sömu flokka! Þetta er í boði grundvallarhugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins! Allt saman. Það er fortíðin frá nýfrjálshyggjutímanum sem er að elta þessa flokka uppi en því miður er það þjóðin sem blæðir.“ Bjarni sagðist í svari sínu ekkert um ræðu Steingríms að segja þar sem engum spurningum var beint til hans. Benti hann á að Steingrímur virtist ávarpa auðan stól Sigmundar Davíðs frekar en Bjarna.
Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Katrín baðst afsökunar á að hafa kallað Sigurð Inga forsætisráðherra Spurði hvort ráðherrann ætli að verja "heimsmet“ Íslendinga í skattaskjólum. 7. apríl 2016 11:41 Segir Bjarna hafa verið gangandi hagsmunaárekstur og hvetur til afsagnar Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir eðlilegt að fjármálaráðherra stígi til hliðar. 7. apríl 2016 11:58 Bjarni: Hægt að nýta kastljós umheimsins til að koma á framfæri réttum skilaboðum Fjármálaráðherra tók sem dæmi neikvæða athygli sem Ísland fékk þegar eldraskanir urðu í Eyjafjallajökli. 7. apríl 2016 11:45 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Katrín baðst afsökunar á að hafa kallað Sigurð Inga forsætisráðherra Spurði hvort ráðherrann ætli að verja "heimsmet“ Íslendinga í skattaskjólum. 7. apríl 2016 11:41
Segir Bjarna hafa verið gangandi hagsmunaárekstur og hvetur til afsagnar Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir eðlilegt að fjármálaráðherra stígi til hliðar. 7. apríl 2016 11:58
Bjarni: Hægt að nýta kastljós umheimsins til að koma á framfæri réttum skilaboðum Fjármálaráðherra tók sem dæmi neikvæða athygli sem Ísland fékk þegar eldraskanir urðu í Eyjafjallajökli. 7. apríl 2016 11:45