Íslenski boltinn

Gat ekki fyrirgefið vinum sínum að fara í Fram en er nú sjálfur kominn í Fram

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arnar Sveinn Geirsson er uppalinn í Val en spilar fyrir Fram og verður að fyrirgefa sjálfum sér það.
Arnar Sveinn Geirsson er uppalinn í Val en spilar fyrir Fram og verður að fyrirgefa sjálfum sér það. vísir/hag
Arnar Sveinn Geirsson, fyrrverandi leikmaður Vals og Víkings Ólafsvíkur, er genginn í raðir Fram en hann er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við félagið.

Arnar Sveinn er uppalinn Valsari og hóf meistaraflokksferilinn á Hlíðarenda þar sem hann spilaði frá 2008-2011. Hann var svo í eitt ár hjá Ólsurum áður en hann fór aftur í Val en hann spilaði svo átta leiki með Ólsurum í 1. deildinni í fyrra.

Valur og Fram eru auðvitað miklir erkifjendur og skrifaði Arnar Sveinn því færslu á Twitter í nóvember í fyrra sem hann sér kannski örlítið eftir núna.

Framarar hafa verið að safna liði fyrir átökin í 1. deildinni í vetur og fóru tveir vinir hans í Úlfarsárdalinn, en Arnar átti erfitt með að sætta sig við það.

Arnar gekk svo aðeins lengra með að segja þetta væri eiginlega ófyrirgefanlegt. Nú er hann sjálfur genginn í raðir Fram, uppaldi Valsarinn, og verður að reyna að fyrirgefa sjálfum sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×