Segir Bjarna hafa verið gangandi hagsmunaárekstur og hvetur til afsagnar Bjarki Ármannsson skrifar 7. apríl 2016 11:58 Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, ekki njóta trausts og að eðlilegt væri að hann segi af sér og hleypi öðrum að. vísir/daníel Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, ekki njóta trausts og að eðlilegt væri að hann segi af sér og hleypi öðrum að. Þetta kom fram í máli þingmanna í óundirbúnum fyrirspurnartíma sem nú stendur yfir á Alþingi. Svandís benti á að Bjarni var stórtækur í íslensku viðskiptalífi fyrstu ár hans á þingi og kallaði hann í vissum skilningi „gangandi hagsmunaárekstur.“ Þá hafi hann játað að hafa staðið í tugmilljóna króna viðskiptum í gegnum félög í skattaskjólum og spurði Svandís hvort hann ætli að fylgja fordæmi flokksbróðurs síns, Júlíus Vífils Ingvarssonar, og segja af sér vegna viðskiptatengsla sinna. „Það eru stór orð höfð hér uppi,“ sagði Bjarni. Hann sagði þátttöku hans í viðskiptalífinu fyrir hrun ekki hafa verið neitt leyndarmál og þingmenn hafi getað haft skoðun á því. „Ég ætla ekki að lúta gildismati háttvirts þingmanns, sem setur sig á háan stall og fellir dóma um annað fólk, heldur ætla ég að lúta gildismati kjósenda og stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins.“ „Illa er fyrir ráðherranum komið ef hann telur sig ekki þurfa að standa skil á sínum gjörðum gagnvart neinum nema Sjálfstæðismönnum,“ sagði Svandís þá. „Hann hefur talað hér áður um að það séu mikilvæg verkefni framundan. Sá sem stendur að þeim verkefnum þarf að njóta trausts. Það gerir ráðherra ekki, svo einfalt er það.“ „Það hefur einkennt þingmenn eins og þann sem nú tekur til máls, þeir þrífast best í upplausn og umróti,“ sagði Bjarni. „Ég skora á háttvirtan þingmann að leggja bara fram vantrauststillögu, þá getum við tekið hana bara hér samkvæmt lögum og reglum.“ Hann spurði hvort Svandís gæti ekki bara beðið til morguns og lagt fram slíka tillögu þá. Það væri rétti farvegurinn fyrir málið. Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Katrín baðst afsökunar á að hafa kallað Sigurð Inga forsætisráðherra Spurði hvort ráðherrann ætli að verja "heimsmet“ Íslendinga í skattaskjólum. 7. apríl 2016 11:41 Bjarni: Hægt að nýta kastljós umheimsins til að koma á framfæri réttum skilaboðum Fjármálaráðherra tók sem dæmi neikvæða athygli sem Ísland fékk þegar eldraskanir urðu í Eyjafjallajökli. 7. apríl 2016 11:45 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, ekki njóta trausts og að eðlilegt væri að hann segi af sér og hleypi öðrum að. Þetta kom fram í máli þingmanna í óundirbúnum fyrirspurnartíma sem nú stendur yfir á Alþingi. Svandís benti á að Bjarni var stórtækur í íslensku viðskiptalífi fyrstu ár hans á þingi og kallaði hann í vissum skilningi „gangandi hagsmunaárekstur.“ Þá hafi hann játað að hafa staðið í tugmilljóna króna viðskiptum í gegnum félög í skattaskjólum og spurði Svandís hvort hann ætli að fylgja fordæmi flokksbróðurs síns, Júlíus Vífils Ingvarssonar, og segja af sér vegna viðskiptatengsla sinna. „Það eru stór orð höfð hér uppi,“ sagði Bjarni. Hann sagði þátttöku hans í viðskiptalífinu fyrir hrun ekki hafa verið neitt leyndarmál og þingmenn hafi getað haft skoðun á því. „Ég ætla ekki að lúta gildismati háttvirts þingmanns, sem setur sig á háan stall og fellir dóma um annað fólk, heldur ætla ég að lúta gildismati kjósenda og stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins.“ „Illa er fyrir ráðherranum komið ef hann telur sig ekki þurfa að standa skil á sínum gjörðum gagnvart neinum nema Sjálfstæðismönnum,“ sagði Svandís þá. „Hann hefur talað hér áður um að það séu mikilvæg verkefni framundan. Sá sem stendur að þeim verkefnum þarf að njóta trausts. Það gerir ráðherra ekki, svo einfalt er það.“ „Það hefur einkennt þingmenn eins og þann sem nú tekur til máls, þeir þrífast best í upplausn og umróti,“ sagði Bjarni. „Ég skora á háttvirtan þingmann að leggja bara fram vantrauststillögu, þá getum við tekið hana bara hér samkvæmt lögum og reglum.“ Hann spurði hvort Svandís gæti ekki bara beðið til morguns og lagt fram slíka tillögu þá. Það væri rétti farvegurinn fyrir málið.
Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Katrín baðst afsökunar á að hafa kallað Sigurð Inga forsætisráðherra Spurði hvort ráðherrann ætli að verja "heimsmet“ Íslendinga í skattaskjólum. 7. apríl 2016 11:41 Bjarni: Hægt að nýta kastljós umheimsins til að koma á framfæri réttum skilaboðum Fjármálaráðherra tók sem dæmi neikvæða athygli sem Ísland fékk þegar eldraskanir urðu í Eyjafjallajökli. 7. apríl 2016 11:45 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Katrín baðst afsökunar á að hafa kallað Sigurð Inga forsætisráðherra Spurði hvort ráðherrann ætli að verja "heimsmet“ Íslendinga í skattaskjólum. 7. apríl 2016 11:41
Bjarni: Hægt að nýta kastljós umheimsins til að koma á framfæri réttum skilaboðum Fjármálaráðherra tók sem dæmi neikvæða athygli sem Ísland fékk þegar eldraskanir urðu í Eyjafjallajökli. 7. apríl 2016 11:45