Lexus var söluhæsta lúxusmerkið í Bandaríkjunum í mars Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2016 10:30 Lexus LX 570. Cars.com Sala lúxusbíla í Bandaríkjunum í síðasta mánuði féll, hjá BMW um 12%, Mercedes Benz um 6% og Lexus um 3% enda var sala bíla almennt ekki svo góð í mánuðinum og svo virðist sem frábær sala bíla frá því í fyrra sé á undanhaldi þar í landi. Lexus seldi alls 30.198 bíla, BMW 30.033 og Benz 28.164. Svo gæti farið að Lexus endurheimti toppsætið í ár sem söluhæsti lúxusbílasali í Bandaríkjunum, en þeim titli hélt fyrirtækið til margra ára þangað til BMW náði því sæti af Lexus og síðan Benz. Það sem hjálpar Lexus mikið nú er mikil eftirspurn eftir jepplingum og jeppum fyrirtækisins, en sala NX jepplingsins jókst um 25% og LX jeppans, sem er lúxusútgáfa Toyota Land Cruiser 200 jeppans, um 46%. Betur gekk hjá lúxusmerkjunum Infinity og Audi í Bandaríkjunum en sala Infinity jókst um 10% og var salan 13.775 bílar. Hjá Audi varð 7,5% vöxtur og seldust 18.392 bílar. Söluhæsta lúxusmerki fyrstu þriggja mánaða ársins er Mercedes Benz, BMW í öðru sæti og Lexus í þriðja, en Lexus sækir nú mikið á þýsku framleiðendurna. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður
Sala lúxusbíla í Bandaríkjunum í síðasta mánuði féll, hjá BMW um 12%, Mercedes Benz um 6% og Lexus um 3% enda var sala bíla almennt ekki svo góð í mánuðinum og svo virðist sem frábær sala bíla frá því í fyrra sé á undanhaldi þar í landi. Lexus seldi alls 30.198 bíla, BMW 30.033 og Benz 28.164. Svo gæti farið að Lexus endurheimti toppsætið í ár sem söluhæsti lúxusbílasali í Bandaríkjunum, en þeim titli hélt fyrirtækið til margra ára þangað til BMW náði því sæti af Lexus og síðan Benz. Það sem hjálpar Lexus mikið nú er mikil eftirspurn eftir jepplingum og jeppum fyrirtækisins, en sala NX jepplingsins jókst um 25% og LX jeppans, sem er lúxusútgáfa Toyota Land Cruiser 200 jeppans, um 46%. Betur gekk hjá lúxusmerkjunum Infinity og Audi í Bandaríkjunum en sala Infinity jókst um 10% og var salan 13.775 bílar. Hjá Audi varð 7,5% vöxtur og seldust 18.392 bílar. Söluhæsta lúxusmerki fyrstu þriggja mánaða ársins er Mercedes Benz, BMW í öðru sæti og Lexus í þriðja, en Lexus sækir nú mikið á þýsku framleiðendurna.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður