Guð, þennan konsert verð ég að læra Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. apríl 2016 09:45 Emilía Rós kveðst hafa ástríðu fyrir Ibertkonsertinum enda hafi hún kynnst honum ung að árum. Vísir/Pjetur Ég er bara að ná hjartslættinum niður. Þetta er svo mikill spenningur og gleði,“ segir Emilía Rós Sigfúsdóttir þverflautuleikari að lokinni æfingu með Sinfóníuhljómsveitinni fyrir tónleikana í kvöld, þar sem hún leikur flautukonsert eftir Jacques Ibert. Hún kveðst hafa ástríðu fyrir þeim konsert enda kynnst honum ung að árum. „Ég var nemandi Örnu Kristínar Einarsdóttur sem er framkvæmdastjóri sinfóníunnar núna, við vorum að undirbúa fyrstu stóru tónleikana mína, þar sem ég spilaði einleik með hljómsveit, ellefu ára, og Arna sagði: „Heyrðu þú verður að fara á sinfóníutónleika í vikunni. Hún Áshildur Haraldsdóttir er að spila Ibertkonsertinn og honum þarft þú að kynnast.“ Sýnir mér nóturnar og segir að þetta sé rosalega erfitt verk. Ég hugsaði: Guð, ég verð að læra þennan konsert og ná tökum á honum. Pabbi pantaði nóturnar að utan – auðvitað áður en netið kom til, og frá 13, 14 ára aldri hef ég verið að æfa þennan konsert af og til. Lærði hann mjög vel fyrsta árið mitt í framhaldsnámi í London því ég tók þátt í stórri keppni og var ein af þremur í úrslitum, sem þýddi að ég fékk að spila einleik með hljómsveit í fínum sal í London. Það var mjög gaman. Flautuleikarar hafa nefnilega ekki eins mörg djúsí verk og þeir sem spila á píanó og fiðlu svo þeir verða að gera það besta úr því sem þeir hafa.“ Emilía Rós tók snemma ástfóstri við flautuna. „Ég fór í forskóla í tónlist á Akureyri fjögurra ára og var ekki búin að vera þar í tvö ár þegar ég var farin að snúa blokkflautunni út á hlið. Var svo heppin að þar var kennari sem leyfði mér að byrja sex ára á þverflautu og hún hefur ekki yfirgefið mig síðan – fer með mér í öll frí. Það er bara þannig.“ Meðal leiðbeinenda Emilíu Rósar í flautuleik var hin austurríska Manúela Wiesler sem bjó um tíma á Íslandi og allir dáðu. „Manúela var flutt af landinu þegar ég kynntist henni en kom og hélt sumarnámskeið og ég var á því síðasta. Hún var alveg mögnuð,“ segir hún. Aðeins einu sinni áður kveðst Emilía Rós hafa spilað einleik með sinfóníunni, þó hafi hún haft nóg fyrir stafni eftir að hún flutti heim frá London 2009. „Ég hef verið lausráðin við sinfóníuna og haft talsvert að gera þar og svo með hópnum Electra Ensemble sem ég og nokkrar aðrar tónlistarkonur stofnuðum. Einnig hef ég spilað einleikstónleika hér og þar og gaf út diskinn Portrait með Ástríði Öldu Sigurðardóttur fyrir örfáum árum. Ég á líka tvö börn með manninum mínum, tveggja og fjögurra ára stráka sem eru kröftugir og mér finnst mikilvægt að sinna þeim vel.“ Auk flautukonserts Iberts flytur Sinfóníuhljómsveitin rapsódíu eftir Ravel og 8. sinfóníu Dvořáks sem hann samdi á sveitasetri sínu í Bæheimi. Sinfónían er ljóðræn enda sækir tónskáldið hluta efniviðarins í bæheimskan þjóðlagaarf. Hljómsveitarstjóri kvöldsins er Antonio Méndez sem vakti nýlega alþjóðaathygli þegar hann vann 2. verðlaun í hinni virtu Nikolai Malko-keppni ungra hljómsveitarstjóra í Kaupmannahöfn. Á undan tónleikunum kynnir Sigurður Ingvi Snorrason efnisskrá þeirra á tónleikakynningu Vinafélagsins sem hefst klukkan 18 og er haldin í Hörpuhorninu. Menning Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Sjá meira
Ég er bara að ná hjartslættinum niður. Þetta er svo mikill spenningur og gleði,“ segir Emilía Rós Sigfúsdóttir þverflautuleikari að lokinni æfingu með Sinfóníuhljómsveitinni fyrir tónleikana í kvöld, þar sem hún leikur flautukonsert eftir Jacques Ibert. Hún kveðst hafa ástríðu fyrir þeim konsert enda kynnst honum ung að árum. „Ég var nemandi Örnu Kristínar Einarsdóttur sem er framkvæmdastjóri sinfóníunnar núna, við vorum að undirbúa fyrstu stóru tónleikana mína, þar sem ég spilaði einleik með hljómsveit, ellefu ára, og Arna sagði: „Heyrðu þú verður að fara á sinfóníutónleika í vikunni. Hún Áshildur Haraldsdóttir er að spila Ibertkonsertinn og honum þarft þú að kynnast.“ Sýnir mér nóturnar og segir að þetta sé rosalega erfitt verk. Ég hugsaði: Guð, ég verð að læra þennan konsert og ná tökum á honum. Pabbi pantaði nóturnar að utan – auðvitað áður en netið kom til, og frá 13, 14 ára aldri hef ég verið að æfa þennan konsert af og til. Lærði hann mjög vel fyrsta árið mitt í framhaldsnámi í London því ég tók þátt í stórri keppni og var ein af þremur í úrslitum, sem þýddi að ég fékk að spila einleik með hljómsveit í fínum sal í London. Það var mjög gaman. Flautuleikarar hafa nefnilega ekki eins mörg djúsí verk og þeir sem spila á píanó og fiðlu svo þeir verða að gera það besta úr því sem þeir hafa.“ Emilía Rós tók snemma ástfóstri við flautuna. „Ég fór í forskóla í tónlist á Akureyri fjögurra ára og var ekki búin að vera þar í tvö ár þegar ég var farin að snúa blokkflautunni út á hlið. Var svo heppin að þar var kennari sem leyfði mér að byrja sex ára á þverflautu og hún hefur ekki yfirgefið mig síðan – fer með mér í öll frí. Það er bara þannig.“ Meðal leiðbeinenda Emilíu Rósar í flautuleik var hin austurríska Manúela Wiesler sem bjó um tíma á Íslandi og allir dáðu. „Manúela var flutt af landinu þegar ég kynntist henni en kom og hélt sumarnámskeið og ég var á því síðasta. Hún var alveg mögnuð,“ segir hún. Aðeins einu sinni áður kveðst Emilía Rós hafa spilað einleik með sinfóníunni, þó hafi hún haft nóg fyrir stafni eftir að hún flutti heim frá London 2009. „Ég hef verið lausráðin við sinfóníuna og haft talsvert að gera þar og svo með hópnum Electra Ensemble sem ég og nokkrar aðrar tónlistarkonur stofnuðum. Einnig hef ég spilað einleikstónleika hér og þar og gaf út diskinn Portrait með Ástríði Öldu Sigurðardóttur fyrir örfáum árum. Ég á líka tvö börn með manninum mínum, tveggja og fjögurra ára stráka sem eru kröftugir og mér finnst mikilvægt að sinna þeim vel.“ Auk flautukonserts Iberts flytur Sinfóníuhljómsveitin rapsódíu eftir Ravel og 8. sinfóníu Dvořáks sem hann samdi á sveitasetri sínu í Bæheimi. Sinfónían er ljóðræn enda sækir tónskáldið hluta efniviðarins í bæheimskan þjóðlagaarf. Hljómsveitarstjóri kvöldsins er Antonio Méndez sem vakti nýlega alþjóðaathygli þegar hann vann 2. verðlaun í hinni virtu Nikolai Malko-keppni ungra hljómsveitarstjóra í Kaupmannahöfn. Á undan tónleikunum kynnir Sigurður Ingvi Snorrason efnisskrá þeirra á tónleikakynningu Vinafélagsins sem hefst klukkan 18 og er haldin í Hörpuhorninu.
Menning Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Sjá meira