Reynir vissi ekki að hann ætti félag á Tortóla Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. apríl 2016 18:30 Landsbankinn er í níunda sæti í heiminum yfir þá banka sem voru virkastir við að beina viðskiptavinum á aflandsreikninga. Stofnandi Creditinfo sem var viðskiptavinur Landsbankans í Lúxemborg segir að hann hafi ekki áttað sig á því fyrr en áratug síðar að hann ætti félag á Tortóla sem Landsbankinn keypti fyrir hann. Í gögnum frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca sem Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna hafa undir höndum hafa fundist um 800 aflandsfélög sem tengjast 600 Íslendingum.Í níunda sæti í heimi yfir flest aflandsfélög Landsbankinn í Lúxemborg er í níunda sæti í heiminum yfir þá banka sem höfðu milligöngu um stofnun flestra aflandsfélaga fyrir viðskiptavini sína en bankinn kom að stofnun 404 slíkra félaga fyrir viðskiptavini samkvæmt samantekt Wall Street Journal. Það eru nær eingöngu alþjóðlegir stórbankar fyrir ofan Landsbankann á þessum lista. Reynir Grétarsson stofnandi og forstjóri Creditinfo Group er á meðal þeirra sem voru í viðskiptum við Landsbankann í Lúxemborg árið 2006 og áttaði sig ekki á því fyrr en áratug síðar að hann hefði verið skráður fyrir aflandsfélagi á Tortóla. Hann vissi af tilvist félagsins en ekki að skráningu þess hefði verið hagað með þessum hætti enda taldi hann að félagið væri skráð í Lúxemborg. Þess skal getið að félagið hefur nú verið lagt niður. „Ég var reyndar bara einu sinni í viðskiptum við þennan banka og það var vegna níu milljóna króna fjárfestingu í nokkra mánuði á árinu 2006. Bankinn vildi halda utan um þetta í einhvers konar félagi, væntanlega til að geta tekið til sín verkefnið ef illa gengi. Svo hætti ég í þessu verkefni nokkrum mánuðum síðar á sama ári. Svo þegar þessi umræða kom upp núna þá fór ég að skoða þetta félag. Þá sé ég að þetta er skráð á Tortóla á Bresku-Jómfrúreyjum,“ segir Reynir. Hann segist hafa gefið sér að um væri að ræða félag í Lúxemborg enda kom ekkert fram um Jómfrúreyjar á neinum skjölum.Í sömu stöðu og Bjarni Ben Reynir er því í sömu stöðu og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sem hefur sagt að hann hafi ekki vitað að félagið Falson & Co., sem Landsbankinn í Lúxemborg stofnaði fyrir viðskiptafélaga hans um kaup á fasteign í Dubai, hafi verið skráð á Seychelles-eyjum. „Ég allavega trúi því sem Bjarni segir um að hann hafi ekki áttað sig á þessu. Ég er lögfræðingur eins og hann og þokkalega upplýstur um fyrirtækjarekstur. Það hvarflaði ekkert að manni að fara að skoða hvað bankinn væri að gera í þessu,“ segir Reynir. Hann segist telja að mjög margir fyrrverandi viðskiptavinir Landsbankans í Lúxemborg séu í sömu sporum. Seychelleseyjar Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Landsbankinn er í níunda sæti í heiminum yfir þá banka sem voru virkastir við að beina viðskiptavinum á aflandsreikninga. Stofnandi Creditinfo sem var viðskiptavinur Landsbankans í Lúxemborg segir að hann hafi ekki áttað sig á því fyrr en áratug síðar að hann ætti félag á Tortóla sem Landsbankinn keypti fyrir hann. Í gögnum frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca sem Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna hafa undir höndum hafa fundist um 800 aflandsfélög sem tengjast 600 Íslendingum.Í níunda sæti í heimi yfir flest aflandsfélög Landsbankinn í Lúxemborg er í níunda sæti í heiminum yfir þá banka sem höfðu milligöngu um stofnun flestra aflandsfélaga fyrir viðskiptavini sína en bankinn kom að stofnun 404 slíkra félaga fyrir viðskiptavini samkvæmt samantekt Wall Street Journal. Það eru nær eingöngu alþjóðlegir stórbankar fyrir ofan Landsbankann á þessum lista. Reynir Grétarsson stofnandi og forstjóri Creditinfo Group er á meðal þeirra sem voru í viðskiptum við Landsbankann í Lúxemborg árið 2006 og áttaði sig ekki á því fyrr en áratug síðar að hann hefði verið skráður fyrir aflandsfélagi á Tortóla. Hann vissi af tilvist félagsins en ekki að skráningu þess hefði verið hagað með þessum hætti enda taldi hann að félagið væri skráð í Lúxemborg. Þess skal getið að félagið hefur nú verið lagt niður. „Ég var reyndar bara einu sinni í viðskiptum við þennan banka og það var vegna níu milljóna króna fjárfestingu í nokkra mánuði á árinu 2006. Bankinn vildi halda utan um þetta í einhvers konar félagi, væntanlega til að geta tekið til sín verkefnið ef illa gengi. Svo hætti ég í þessu verkefni nokkrum mánuðum síðar á sama ári. Svo þegar þessi umræða kom upp núna þá fór ég að skoða þetta félag. Þá sé ég að þetta er skráð á Tortóla á Bresku-Jómfrúreyjum,“ segir Reynir. Hann segist hafa gefið sér að um væri að ræða félag í Lúxemborg enda kom ekkert fram um Jómfrúreyjar á neinum skjölum.Í sömu stöðu og Bjarni Ben Reynir er því í sömu stöðu og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sem hefur sagt að hann hafi ekki vitað að félagið Falson & Co., sem Landsbankinn í Lúxemborg stofnaði fyrir viðskiptafélaga hans um kaup á fasteign í Dubai, hafi verið skráð á Seychelles-eyjum. „Ég allavega trúi því sem Bjarni segir um að hann hafi ekki áttað sig á þessu. Ég er lögfræðingur eins og hann og þokkalega upplýstur um fyrirtækjarekstur. Það hvarflaði ekkert að manni að fara að skoða hvað bankinn væri að gera í þessu,“ segir Reynir. Hann segist telja að mjög margir fyrrverandi viðskiptavinir Landsbankans í Lúxemborg séu í sömu sporum.
Seychelleseyjar Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira