Hannes Óli þarf kannski ekki að stíga til hliðar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. apríl 2016 13:32 Hannes Óli hefur leikið Sigmund Davíð síðastliðin ár. Hann segist tilbúinn til þess að skoða það að halda áfram í hlutverki forsætisráðherra. Vísir/Samsett Hannes Óli Ágústsson leikari segist tilbúinn til þess að skoða það að taka að sér hlutverk Sigurðar Inga Jóhannssonar í stað Sigmundar Davíðs í áramótaskaupinu ef kallið kemur. En eins og kunnugt er sagði Sigmundur Davíð sig frá forsætisráðuneytinu í gær og lagði til að varaformaður sinn, Sigurður Ingi, tæki við embættinu. „Ef manni yrði boðið það þá yrði maður að kíkja á það tilboð. Dóri DNA lék hann reyndar í áramótaskaupinu fyrir tveimur árum þannig að það þyrfti að tala við hann.“ Hannes Óli segir að sér líði ágætlega þessa dagana en hann hefur leikið Sigmund Davíð undanfarin ár við mikinn fögnuð þjóðarinnar.Hannes Óli hefur vakið mikla lukku í hlutverki Sigmundar Davíðs.„Ég hef fengið mikið af samúðarkveðjum og svoleiðis í tengslum við þetta. Tengdaföður mínum var mikið kappsmál að Sigmundur Davíð myndi ekki segja af sér af þeirri einu ástæðu að tengdasonurinn myndi ekki missa jólabónusinn,“ segir Hannes og hlær. Hann hughreystir þó þá sem hafa áhyggjur af hans persónulegu líðan vegna afsagnar forsætisráðherra. „Mér finnst þetta nú enginn harmleikur fyrir mig persónulega. Þetta er bara gott fyrir þjóðina. Maður veit reyndar aldrei hvað er almennilega í gangi, þetta er orðinn svo mikill skrípaleikur.“ En gæti Hannes gripið til sömu takta þegar kemur að Sigurði Inga og hann hefur notað í leik sínum sem Sigmundur Davíð? „Þetta eru báðir dimmraddaðir, stórir menn. Sigurður Ingi jafnvel meira en Sigmundur,“ segir Hannes Óli hugsandi. Hugmyndin kom frá rithöfundinum Degi Hjartarsyni á Twitter:Þetta er alls ekkert búið fyrir Hannes Óla. #Cashljós pic.twitter.com/aFtdFPOfY0— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) April 6, 2016 „En ég hef ekki lagst í þetta almennilega, ég yrði bara að athuga þetta ef að þessu kæmi. En þeir eru mjög ólíkir í fasi. Ég yrði að skoða þetta vel.“ Stöðug líðan Hannesar hefur ef til vill eitthvað með það hlutverk sem hann bregður sér í þessa dagana að gera en hann tekur þátt í uppfærslu á verkinu Góði dátinn Svejk. Sýningin verður frumsýnd í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði á sunnudag. „Maður verður náttúrulega að hafa viðhorfið eða skapgerðina hans Svejk til að lifa af þennan skrípaleik. Hann er náttúrulega vanur að brosa í gegnum alla vitleysuna og sjá í gegnum allt blaður yfirmanna og stjórnvalda. Það er allavega mjög hollt að tileinka sér hugarfar hans á þessum síðustu og verstu tímum. Hann hefur alveg hjálpað mér að halda geðheilsunni í þessu fíaskói sem við stöndum frammi fyrir.“ Hér má nálgast upplýsingar um sýninguna. Panama-skjölin Tengdar fréttir Ýmist ekki svarað eða fullur stuðningur við þá niðurstöðu sem Bjarni mun komast að Fréttastofa sló á þráðinn til þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem fæstir svöruðu í símann. 6. apríl 2016 10:08 Þingflokkur Framsóknarflokksins veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið Þingmenn Framsóknarflokksins kannast ekki við annað en að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi sagt sig frá forsætisráðuneytinu þrátt fyrir tilkynningu ráðuneytisins um annað í gærkvöldi. 6. apríl 2016 11:02 Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð í stjórnarráðinu Þar er einnig Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs. 6. apríl 2016 11:58 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Hannes Óli Ágústsson leikari segist tilbúinn til þess að skoða það að taka að sér hlutverk Sigurðar Inga Jóhannssonar í stað Sigmundar Davíðs í áramótaskaupinu ef kallið kemur. En eins og kunnugt er sagði Sigmundur Davíð sig frá forsætisráðuneytinu í gær og lagði til að varaformaður sinn, Sigurður Ingi, tæki við embættinu. „Ef manni yrði boðið það þá yrði maður að kíkja á það tilboð. Dóri DNA lék hann reyndar í áramótaskaupinu fyrir tveimur árum þannig að það þyrfti að tala við hann.“ Hannes Óli segir að sér líði ágætlega þessa dagana en hann hefur leikið Sigmund Davíð undanfarin ár við mikinn fögnuð þjóðarinnar.Hannes Óli hefur vakið mikla lukku í hlutverki Sigmundar Davíðs.„Ég hef fengið mikið af samúðarkveðjum og svoleiðis í tengslum við þetta. Tengdaföður mínum var mikið kappsmál að Sigmundur Davíð myndi ekki segja af sér af þeirri einu ástæðu að tengdasonurinn myndi ekki missa jólabónusinn,“ segir Hannes og hlær. Hann hughreystir þó þá sem hafa áhyggjur af hans persónulegu líðan vegna afsagnar forsætisráðherra. „Mér finnst þetta nú enginn harmleikur fyrir mig persónulega. Þetta er bara gott fyrir þjóðina. Maður veit reyndar aldrei hvað er almennilega í gangi, þetta er orðinn svo mikill skrípaleikur.“ En gæti Hannes gripið til sömu takta þegar kemur að Sigurði Inga og hann hefur notað í leik sínum sem Sigmundur Davíð? „Þetta eru báðir dimmraddaðir, stórir menn. Sigurður Ingi jafnvel meira en Sigmundur,“ segir Hannes Óli hugsandi. Hugmyndin kom frá rithöfundinum Degi Hjartarsyni á Twitter:Þetta er alls ekkert búið fyrir Hannes Óla. #Cashljós pic.twitter.com/aFtdFPOfY0— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) April 6, 2016 „En ég hef ekki lagst í þetta almennilega, ég yrði bara að athuga þetta ef að þessu kæmi. En þeir eru mjög ólíkir í fasi. Ég yrði að skoða þetta vel.“ Stöðug líðan Hannesar hefur ef til vill eitthvað með það hlutverk sem hann bregður sér í þessa dagana að gera en hann tekur þátt í uppfærslu á verkinu Góði dátinn Svejk. Sýningin verður frumsýnd í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði á sunnudag. „Maður verður náttúrulega að hafa viðhorfið eða skapgerðina hans Svejk til að lifa af þennan skrípaleik. Hann er náttúrulega vanur að brosa í gegnum alla vitleysuna og sjá í gegnum allt blaður yfirmanna og stjórnvalda. Það er allavega mjög hollt að tileinka sér hugarfar hans á þessum síðustu og verstu tímum. Hann hefur alveg hjálpað mér að halda geðheilsunni í þessu fíaskói sem við stöndum frammi fyrir.“ Hér má nálgast upplýsingar um sýninguna.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Ýmist ekki svarað eða fullur stuðningur við þá niðurstöðu sem Bjarni mun komast að Fréttastofa sló á þráðinn til þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem fæstir svöruðu í símann. 6. apríl 2016 10:08 Þingflokkur Framsóknarflokksins veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið Þingmenn Framsóknarflokksins kannast ekki við annað en að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi sagt sig frá forsætisráðuneytinu þrátt fyrir tilkynningu ráðuneytisins um annað í gærkvöldi. 6. apríl 2016 11:02 Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð í stjórnarráðinu Þar er einnig Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs. 6. apríl 2016 11:58 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Ýmist ekki svarað eða fullur stuðningur við þá niðurstöðu sem Bjarni mun komast að Fréttastofa sló á þráðinn til þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem fæstir svöruðu í símann. 6. apríl 2016 10:08
Þingflokkur Framsóknarflokksins veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið Þingmenn Framsóknarflokksins kannast ekki við annað en að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi sagt sig frá forsætisráðuneytinu þrátt fyrir tilkynningu ráðuneytisins um annað í gærkvöldi. 6. apríl 2016 11:02
Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð í stjórnarráðinu Þar er einnig Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs. 6. apríl 2016 11:58