Ýmist ekki svarað eða fullur stuðningur við þá niðurstöðu sem Bjarni mun komast að Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 6. apríl 2016 10:08 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gengur af fundi með forseta Íslands. Þar fékk hann svigrúm til að skoða myndun nýs ráðuneytis. vísir/AntonBrink Ásmundur Friðriksson, Jón Gunnarsson, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Árnason, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, munu samþykkja þá niðurstöðu sem Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, kemst að í viðræðum við Sigurð Inga Jóhannsson, forsætisráðherraefni Framsóknarflokksins. Þetta sögðu þeir aðspurðir hvort þeir myndu styðja ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins með Sigurð Inga Jóhannsson í brúnni í stöðu forsætisráðherra. Vilhjálmur Bjarnasons, þingmaður flokksins, sagði „pass“ við spurningu blaðamanna en fjórtán þingmenn flokksins svöruðu ekki í síma. Bjarni og Sigurður Ingi ræddu saman í gær með það fyrir augum að viðhalda stjórnarsamstarfinu. Áður hafði Bjarni sótt til þess leyfi til forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Þá hefur Bjarni verið skýr að því leyti að hann fari ekki inn í viðræður við Framsókn með þá kröfu að verða forsætisráðherra. „Þetta kom ágætlega fram hjá formanni flokksins í gær,“ sagði Jón Gunnarsson í samtali við Vísi. „Það er vilji þessara flokka að hlaupa ekki frá mikilvægum verkefnum og klára það sem að útaf stendur.“Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Anton BrinkAðspurður hvort að til greina komi að styðja ríkisstjórn undir forystu Sigurðar Inga sagði Jón: „Ég treysti mínum formanni til að lenda þessu samstarfi til að það verði gott áfram.“ Óli Björn Kárason, varaþingmaður flokksins sem situr á þingi í fjarveru Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, segir enga fundi boðaða hjá flokknum í dag. „Auðvitað eru menn bara vakandi og tilbúnir með skömmum fyrirvara að koma saman.“ Hann fékk sömu spurningu og Jón Gunnarsson, varðandi hans hug til ríkisstjórnar undir forystu Sigurðar Inga: „Bjarni og Ólöf marka þá stefnu og munu eiga viðræður og koma með tillögu. Ég mun styðja þá tillögu sem þau koma með fram.“ Ásmundur Friðriksson segir afar mikilvægt að flokkarnir fái tíma til að ljúka sínum störfum. „Ég verð mjög sáttur ef við getum það.“ Vilhjálmur Árnason segist styðja það ferli sem er í gangi flokkanna á milli og segir ekki máli skipta hver verði forsætisráðherra. Eingöngu að ró komist á í samfélaginu. Þá sé hann sáttur. Alþingi Panama-skjölin Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, Jón Gunnarsson, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Árnason, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, munu samþykkja þá niðurstöðu sem Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, kemst að í viðræðum við Sigurð Inga Jóhannsson, forsætisráðherraefni Framsóknarflokksins. Þetta sögðu þeir aðspurðir hvort þeir myndu styðja ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins með Sigurð Inga Jóhannsson í brúnni í stöðu forsætisráðherra. Vilhjálmur Bjarnasons, þingmaður flokksins, sagði „pass“ við spurningu blaðamanna en fjórtán þingmenn flokksins svöruðu ekki í síma. Bjarni og Sigurður Ingi ræddu saman í gær með það fyrir augum að viðhalda stjórnarsamstarfinu. Áður hafði Bjarni sótt til þess leyfi til forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Þá hefur Bjarni verið skýr að því leyti að hann fari ekki inn í viðræður við Framsókn með þá kröfu að verða forsætisráðherra. „Þetta kom ágætlega fram hjá formanni flokksins í gær,“ sagði Jón Gunnarsson í samtali við Vísi. „Það er vilji þessara flokka að hlaupa ekki frá mikilvægum verkefnum og klára það sem að útaf stendur.“Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Anton BrinkAðspurður hvort að til greina komi að styðja ríkisstjórn undir forystu Sigurðar Inga sagði Jón: „Ég treysti mínum formanni til að lenda þessu samstarfi til að það verði gott áfram.“ Óli Björn Kárason, varaþingmaður flokksins sem situr á þingi í fjarveru Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, segir enga fundi boðaða hjá flokknum í dag. „Auðvitað eru menn bara vakandi og tilbúnir með skömmum fyrirvara að koma saman.“ Hann fékk sömu spurningu og Jón Gunnarsson, varðandi hans hug til ríkisstjórnar undir forystu Sigurðar Inga: „Bjarni og Ólöf marka þá stefnu og munu eiga viðræður og koma með tillögu. Ég mun styðja þá tillögu sem þau koma með fram.“ Ásmundur Friðriksson segir afar mikilvægt að flokkarnir fái tíma til að ljúka sínum störfum. „Ég verð mjög sáttur ef við getum það.“ Vilhjálmur Árnason segist styðja það ferli sem er í gangi flokkanna á milli og segir ekki máli skipta hver verði forsætisráðherra. Eingöngu að ró komist á í samfélaginu. Þá sé hann sáttur.
Alþingi Panama-skjölin Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira