Ólafur Ragnar vísar áburði um ósannsögli á bug Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. apríl 2016 19:03 „Nei nei, það er enginn misskilingur. Ég tel nú hinsvegar ekki við hæfi að ég fari að deila við fráfarandi forsætisráðherra," sagði Ólafur Ragnar spurður um hvort misskilingur hefði orðið á milli forsætisráðherra og forseta á fundi í morgun. Ólafur var í beinni í Íslandi í dag á Stöð 2. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt á fund Ólafs Ragnars í hádeginu í dag eftir að hafa rætt um stund við samstarfs mann sinn í ríkisstjórn Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Forsetinn boðaði óvænt til blaðamannafundar eftir fund þeirra Sigmundar Davíðs í hádeginu og tilkynnti þjóðinni að hann hefði hafnað þeirri ósk Sigmundar að hann fengi heimild til þess að rjúfa þing, nú eða síðar. Sigmundur Davíð hafnaði því hins vegar að hafa borið upp slíka tillögu.Ólafur Ragnar boðaði til skyndilegs blaðamannafundar eftir fund sinn með forsætisráðherra.Vísir/BirgirÓlafur Ragnar skýr um tilgang fundarins Atburðarrásin er mjög skýr af forsetans hálfu. „Það er alveg ljóst hvað hann fór fram á í upphafi fundarins,“ sagði Ólafur Ragnar. Það er ótvíræður skilningur forsetans að Sigmundur hafi komið á fundinn til að óska þess. Forseti sagði ráðuneytisstarfsmenn úr forsætisráðuneytinu hafa beðið með skjalatösku ríkisráðsins í eldhúsinu á Bessastöðum og með tilbúin skjöl til undirritunar samþykkti hann tillögu Sigmundar um þingrof. Hins vegar hafi Ólafur Ragnar ekki talið sér stætt á að verða við slíkri bón. Í seinni hluta fundarins bað Sigmundur um fyrirheit þess efnis að Ólafur myndi samþykkja bónina. Ólafur sagðist heldur ekki getað samþykkt slíkt. Sigmundur hafði flýtti fundi sínum við forseta eftir fundinn en upphaflega átti fundurinn að eiga sér stað klukkan 13. „Flýtirinn var að fá slíkt plagg eða slíkt fyrirheiti sem hann gæti síðan notað sem vopn í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn,“ sagði Ólafur Ragnar en hann tjáði Sigmundi Davíð að sér þætti óeðlilegt að nýta plögg frá forseta í slíkum tilgangi. „Ég taldi ekki við hæfi að forsetaembættið verði notað sem einhvers konar leikflétta.“ Síðdegis barst eftirfarandi fréttatilkynning: „Forsætisráðherra og forseti Íslands áttu fund á Bessastöðum nú laust fyrir hádegi í dag. Á fundinum upplýsti forsætisráðherra forseta um stöðu mála í stjórnmálum hér á landi og greindi jafnframt frá áformum sínum um að leggja til við forseta að þing yrði rofið og boðað yrði til almennra alþingiskosninga ef í ljós kæmi að meirihluta stuðningur við ríkisstjórnina væri brostinn. Formleg tillaga um þingrof var hvorki borin upp á fundinum né kynnt forseta eins og skilja mátti af ummælum forseta Íslands að fundi loknum. Forsætisráðherra tjáði forseta að hann hygðist bera þingrofstillögu formlega upp við forseta ef niðurstaða um framangreint lægi fyrir,“ sagði í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu í dag. Ólafur Ragnar vísar því ekki á bug að hann bjóði sig fram sem forseta að nýju. „Ég tel að það eigi ekki að blanda slíku inn í þessa atburðarrás. En það ætti að vera öllum hvaða sess forsetaembættið hefur sem öryggisventill.“ Panama-skjölin Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
„Nei nei, það er enginn misskilingur. Ég tel nú hinsvegar ekki við hæfi að ég fari að deila við fráfarandi forsætisráðherra," sagði Ólafur Ragnar spurður um hvort misskilingur hefði orðið á milli forsætisráðherra og forseta á fundi í morgun. Ólafur var í beinni í Íslandi í dag á Stöð 2. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt á fund Ólafs Ragnars í hádeginu í dag eftir að hafa rætt um stund við samstarfs mann sinn í ríkisstjórn Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Forsetinn boðaði óvænt til blaðamannafundar eftir fund þeirra Sigmundar Davíðs í hádeginu og tilkynnti þjóðinni að hann hefði hafnað þeirri ósk Sigmundar að hann fengi heimild til þess að rjúfa þing, nú eða síðar. Sigmundur Davíð hafnaði því hins vegar að hafa borið upp slíka tillögu.Ólafur Ragnar boðaði til skyndilegs blaðamannafundar eftir fund sinn með forsætisráðherra.Vísir/BirgirÓlafur Ragnar skýr um tilgang fundarins Atburðarrásin er mjög skýr af forsetans hálfu. „Það er alveg ljóst hvað hann fór fram á í upphafi fundarins,“ sagði Ólafur Ragnar. Það er ótvíræður skilningur forsetans að Sigmundur hafi komið á fundinn til að óska þess. Forseti sagði ráðuneytisstarfsmenn úr forsætisráðuneytinu hafa beðið með skjalatösku ríkisráðsins í eldhúsinu á Bessastöðum og með tilbúin skjöl til undirritunar samþykkti hann tillögu Sigmundar um þingrof. Hins vegar hafi Ólafur Ragnar ekki talið sér stætt á að verða við slíkri bón. Í seinni hluta fundarins bað Sigmundur um fyrirheit þess efnis að Ólafur myndi samþykkja bónina. Ólafur sagðist heldur ekki getað samþykkt slíkt. Sigmundur hafði flýtti fundi sínum við forseta eftir fundinn en upphaflega átti fundurinn að eiga sér stað klukkan 13. „Flýtirinn var að fá slíkt plagg eða slíkt fyrirheiti sem hann gæti síðan notað sem vopn í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn,“ sagði Ólafur Ragnar en hann tjáði Sigmundi Davíð að sér þætti óeðlilegt að nýta plögg frá forseta í slíkum tilgangi. „Ég taldi ekki við hæfi að forsetaembættið verði notað sem einhvers konar leikflétta.“ Síðdegis barst eftirfarandi fréttatilkynning: „Forsætisráðherra og forseti Íslands áttu fund á Bessastöðum nú laust fyrir hádegi í dag. Á fundinum upplýsti forsætisráðherra forseta um stöðu mála í stjórnmálum hér á landi og greindi jafnframt frá áformum sínum um að leggja til við forseta að þing yrði rofið og boðað yrði til almennra alþingiskosninga ef í ljós kæmi að meirihluta stuðningur við ríkisstjórnina væri brostinn. Formleg tillaga um þingrof var hvorki borin upp á fundinum né kynnt forseta eins og skilja mátti af ummælum forseta Íslands að fundi loknum. Forsætisráðherra tjáði forseta að hann hygðist bera þingrofstillögu formlega upp við forseta ef niðurstaða um framangreint lægi fyrir,“ sagði í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu í dag. Ólafur Ragnar vísar því ekki á bug að hann bjóði sig fram sem forseta að nýju. „Ég tel að það eigi ekki að blanda slíku inn í þessa atburðarrás. En það ætti að vera öllum hvaða sess forsetaembættið hefur sem öryggisventill.“
Panama-skjölin Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira