Helgi Hrafn: Enginn á mótmælunum sem kallaði eftir Sigurði Inga sem forsætisráðherra Birgir Olgeirsson skrifar 5. apríl 2016 17:03 Helgi Hrafn Gunnarsson Vísir/Pjetur Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir stjórnarmenn misskilja kröfu þjóðarinnar eftir mótmælin í gær. Hann sá engan á Austurvelli með skilti sem heimtuðu Sigurð Inga Jóhannsson, varaformann Framsóknarflokksins, sem forsætisráðherra eða hvað þá að Sjálfstæðisflokkurinn tæki við forsætisráðuneytinu. Helgi Hrafn sagði þetta í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins en hann sagði málið ekki bara snúast um hvar ráðamenn hefðu geymt eignir sínar. „Þetta snýst líka um viðbrögð við gagnrýni þegar menn urðu brjálaðir í pontu að þetta væri gagnrýnt eða spurt út í þetta. Ég held að þjóðin sé ekkert lengur til í þessi viðbrögð þegar réttmætra spurninga er spurt og þegar réttmæt gagnrýni er borin fram. Að menn bregðist við í einhverju sjálfsvorkunnar kasti og kalla alla gagnrýnendur illum nöfnum.“ Sigurður Ingi tilkynnti fyrr í dag tillögu Framsóknarflokksins að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, myndi stíga til hliðar sem forsætisráðherra og Sigurður Ingi myndi taka við forsætisráðuneytinu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, átti fyrr í dag fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, þar sem hann tilkynnti honum að Sjálfstæðisflokkurinn myndi hefja viðræður við Framsóknarflokksins um áframhaldandi stjórnarsamstarf flokkanna tveggja. Helgi Hrafn benti á að Sigurður Ingi hefði hingað til varið afstöðu Sigmundar Davíðs, að hann hefði ekkert gert rangt þegar hann greindi ekki frá eignum sínum í skattaskjóli, og þá hefði Bjarni Benediktsson einnig gert það að einhverju leyti. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættur Þingflokkur Framsóknarflokksins leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. 5. apríl 2016 15:32 Viðbrögð þjóðarinnar við því að Sigurður Ingi verði mögulega næsti forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segist vera klár í að gegna embætti forsætisráðherra í áframhaldandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 5. apríl 2016 16:04 Bjarni vill áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf við Framsóknarflokk Bjarni Benediktsson greindi forseta Íslands frá fyrirhuguðum viðræðum við Framsóknarflokk um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. 5. apríl 2016 16:28 Vantrauststillögunni haldið til streitu: Byggjum ekki upp traust með svona bixi Katrín Jakobsdóttir segir Framsóknarfléttuna ekki auka traust á ríkisstjórninni. 5. apríl 2016 16:04 Sigmundur Davíð segir forsetann hafa sagt ósatt Forsætisráðuneytið hafnar því að borin hafi verið upp tillaga um þingrof á fundi með forseta í dag. 5. apríl 2016 16:40 Sigurður Ingi klár í að verða forsætisráðherra Maður kemur í manns stað. 5. apríl 2016 15:42 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir stjórnarmenn misskilja kröfu þjóðarinnar eftir mótmælin í gær. Hann sá engan á Austurvelli með skilti sem heimtuðu Sigurð Inga Jóhannsson, varaformann Framsóknarflokksins, sem forsætisráðherra eða hvað þá að Sjálfstæðisflokkurinn tæki við forsætisráðuneytinu. Helgi Hrafn sagði þetta í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins en hann sagði málið ekki bara snúast um hvar ráðamenn hefðu geymt eignir sínar. „Þetta snýst líka um viðbrögð við gagnrýni þegar menn urðu brjálaðir í pontu að þetta væri gagnrýnt eða spurt út í þetta. Ég held að þjóðin sé ekkert lengur til í þessi viðbrögð þegar réttmætra spurninga er spurt og þegar réttmæt gagnrýni er borin fram. Að menn bregðist við í einhverju sjálfsvorkunnar kasti og kalla alla gagnrýnendur illum nöfnum.“ Sigurður Ingi tilkynnti fyrr í dag tillögu Framsóknarflokksins að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, myndi stíga til hliðar sem forsætisráðherra og Sigurður Ingi myndi taka við forsætisráðuneytinu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, átti fyrr í dag fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, þar sem hann tilkynnti honum að Sjálfstæðisflokkurinn myndi hefja viðræður við Framsóknarflokksins um áframhaldandi stjórnarsamstarf flokkanna tveggja. Helgi Hrafn benti á að Sigurður Ingi hefði hingað til varið afstöðu Sigmundar Davíðs, að hann hefði ekkert gert rangt þegar hann greindi ekki frá eignum sínum í skattaskjóli, og þá hefði Bjarni Benediktsson einnig gert það að einhverju leyti.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættur Þingflokkur Framsóknarflokksins leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. 5. apríl 2016 15:32 Viðbrögð þjóðarinnar við því að Sigurður Ingi verði mögulega næsti forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segist vera klár í að gegna embætti forsætisráðherra í áframhaldandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 5. apríl 2016 16:04 Bjarni vill áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf við Framsóknarflokk Bjarni Benediktsson greindi forseta Íslands frá fyrirhuguðum viðræðum við Framsóknarflokk um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. 5. apríl 2016 16:28 Vantrauststillögunni haldið til streitu: Byggjum ekki upp traust með svona bixi Katrín Jakobsdóttir segir Framsóknarfléttuna ekki auka traust á ríkisstjórninni. 5. apríl 2016 16:04 Sigmundur Davíð segir forsetann hafa sagt ósatt Forsætisráðuneytið hafnar því að borin hafi verið upp tillaga um þingrof á fundi með forseta í dag. 5. apríl 2016 16:40 Sigurður Ingi klár í að verða forsætisráðherra Maður kemur í manns stað. 5. apríl 2016 15:42 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Sigmundur Davíð hættur Þingflokkur Framsóknarflokksins leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. 5. apríl 2016 15:32
Viðbrögð þjóðarinnar við því að Sigurður Ingi verði mögulega næsti forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segist vera klár í að gegna embætti forsætisráðherra í áframhaldandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 5. apríl 2016 16:04
Bjarni vill áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf við Framsóknarflokk Bjarni Benediktsson greindi forseta Íslands frá fyrirhuguðum viðræðum við Framsóknarflokk um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. 5. apríl 2016 16:28
Vantrauststillögunni haldið til streitu: Byggjum ekki upp traust með svona bixi Katrín Jakobsdóttir segir Framsóknarfléttuna ekki auka traust á ríkisstjórninni. 5. apríl 2016 16:04
Sigmundur Davíð segir forsetann hafa sagt ósatt Forsætisráðuneytið hafnar því að borin hafi verið upp tillaga um þingrof á fundi með forseta í dag. 5. apríl 2016 16:40