Bein útsending úr Ráðhúsinu: Júlíus Vífill segir af sér Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. apríl 2016 13:54 Júlíus Vífill er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir Júlíus Vífill Ingvarsson hefur sagt af sér sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Þetta gerði hann við upphaf borgarstjórnarfundar í dag. Fylgjast má með beinni útsendingu frá fundinum hér að neðan. Júlíus svaraði erindi um eign hans í Panama. Hann útskýrði að um lífeyrissjóð væri að ræða en ekki félag sem gæti átt í viðskiptum. Hann sagði mikilvægt að farið væri yfir hagsmunaskráningu borgarstjórnar en að ekki hefði verið getið þess að skrá ætti lífeyris- og séreignasjóði. Því hefði hann ekki gert það. „Lífeyrissjóðum af þessu tagi er beinlínis meinað að standa í viðskiptum eða fjárfestingum. Skuldsetning er óheimil og veðsetning líka.“Allt í samræmi við sjóðinn erlendis í samræmi við lög Júlíus benti á að fjölmargir Íslendingar eigi í erlendum lífeyrissjóðum og í þúsundum félaga erlendis. Hann kannaðist ekki við að gefin hafi verið út hlutabréf í sjóði hans eins og sagt var í Kastljóss þættinum á sunnudagskvöld. Júlíus tók sem dæmi að hann hafi verið stjórnarmaður í Íslensku óperunni um tíma en að hann hafi aldrei átt hlut í henni – enda sjálfseignarstofnun. „Það á sig sjálft,“ sagði Júlíus. „Ég ítreka að allt sem ég sagði að við kemur þessum sjóði er í samræmi við íslensk lög og reglur,“ sagði Júlíus. Hann gagnrýndi hagsmunaskrá borgarinnar og sagði að augljóst væri að hana þyrfti að bæta þannig að hlutirnir liggi ljósir fyrir.Sjá nánar: Sveinbjörg Birna fer í frí ef yfirferð um hagsmunaskráningu verður ekki lokið í júníS. Björn Blöndal þakkaði Júlíusi fyrir vel unnin störf. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, hyggst ekki taka sæti í borgarstjórn fyrr en málið hefur verið rannsakað.Vísir„Auðvitað er nauðsynlegt að útskýra þetta nánar og við þetta mætti bæta fasteignir sem eru erlendis og borgarfulltrúar eiga, bankareikninga og margt fleira.“ Júlíus Vífill vísaði í svör þeirra ráðherra sem tengdir hafa verið við aflandsfélög í umræðum undanfarinna daga þegar þeir eru spurðir um það hvort þeir hafi íhugað að segja af sér. „Svar þeirra er á einn veg og mjög afgerandi. Mitt svar er að ég hef oft íhugað að hætta í borgarstjórn og segja mig frá mínu starfi í borgarstjórn.“ Júlíus var borgarfulltrúi þegar Sjálfstæðismenn voru í meirihluta og minnist hans þess tíma með hlýhug. „Mikil vinna en spennandi, gefandi og þreytti mann ekki.“Júlíusi þakkað fyrir vel unnin störf Dagur B. Eggertsson sagði þetta merkilegt skref. Sóley Tómasdóttir þakkaði Júlíusi fyrir vel unnin störf. Magnús Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, þakkaði Júlíusi fyrir samvinnuna á Twitter í dag.Ég vil þakka Júlíusi fyrir samstarfið. Þó við vorum ekki alltaf sammála var hann dugnaðar pólitíkus og sinnti sjálfstæðisstefnunni ötullega.— Magnús Sigurbjörns (@sigurbjornsson) April 5, 2016 „Ég er ekkert viss um að lagalega séð eða út frá neinum reglum sem við viljum miða við hefði Júlíus Vífill þurft að segja af sér. En hann ákvað að gera það og ákvað að hreinsa andrúmsloftið og það er stórmannlegt af honum,“ sagði Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Á fundinum átti að ræða tillögu forsætisnefndar um að skoðað yrði hvort borgarfulltrúarnir Júlíus Vífill Ingvarsson og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir hefðu farið á svig við lög með því að eiga félög á þekktum aflandseyjum. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir er nefnd í skjölum sem fram komu í Panama-lekanum. Hún tengist tveimur aflandsfélögum, annað er skráð á Tortóla og hitt á Panama. Félagið á Panama ber nafnið Ice 1 Corp, það er í eigu einkahlutafélagsins P-10 ehf. þar sem Sveinbjörg er skráður stjórnarformaður. „Samkvæmt nýjasta ársreikningi P-10 ehf. á félagið íbúðir í byggingu í Panama að verðmæti 177.625.050 króna.” Þetta segir á vefsíðu Reykjavík media. Sveinbjörg segist hafa talið að búið væri að slíta félaginu. Hún er borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina. Júlíus Vífill Ingvarsson stofnaði lífeyrissjóð í Panama árið 2014. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á föstudag kemur fram að hann hafi hugsað sjóðinn í eftirlaunatilgangi. Júlíus Vífill er varamaður í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar. Hann er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Júlíus mætir á fundinn í dag og stendur fyrir svörum. Hins vegar er Sveinbjörg Birna í fæðingarorlofi. Hér fyrir neðan má sjá útsendingu sem streymt er af vef Reykjavíkur. Panama-skjölin Tengdar fréttir Ríkisskattstjóri vill upplýsingar um Íslendingana "Við viljum gjarnan fá að sjá þessi gögn með það fyrir augum að kanna hvort þessir aðilar hafi gert grein fyrir þessum gögnum á skattframtali sínu,“ segir Skúli Eggert Þórðarson. 4. apríl 2016 14:59 Kanna hvort Júlíus og Sveinbjörg hafi brotið lög Forseti borgarstjórnar segir mikilvægt að enginn vafi leiki á hæfi kjörinna fulltrúa. 5. apríl 2016 11:27 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Júlíus Vífill Ingvarsson hefur sagt af sér sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Þetta gerði hann við upphaf borgarstjórnarfundar í dag. Fylgjast má með beinni útsendingu frá fundinum hér að neðan. Júlíus svaraði erindi um eign hans í Panama. Hann útskýrði að um lífeyrissjóð væri að ræða en ekki félag sem gæti átt í viðskiptum. Hann sagði mikilvægt að farið væri yfir hagsmunaskráningu borgarstjórnar en að ekki hefði verið getið þess að skrá ætti lífeyris- og séreignasjóði. Því hefði hann ekki gert það. „Lífeyrissjóðum af þessu tagi er beinlínis meinað að standa í viðskiptum eða fjárfestingum. Skuldsetning er óheimil og veðsetning líka.“Allt í samræmi við sjóðinn erlendis í samræmi við lög Júlíus benti á að fjölmargir Íslendingar eigi í erlendum lífeyrissjóðum og í þúsundum félaga erlendis. Hann kannaðist ekki við að gefin hafi verið út hlutabréf í sjóði hans eins og sagt var í Kastljóss þættinum á sunnudagskvöld. Júlíus tók sem dæmi að hann hafi verið stjórnarmaður í Íslensku óperunni um tíma en að hann hafi aldrei átt hlut í henni – enda sjálfseignarstofnun. „Það á sig sjálft,“ sagði Júlíus. „Ég ítreka að allt sem ég sagði að við kemur þessum sjóði er í samræmi við íslensk lög og reglur,“ sagði Júlíus. Hann gagnrýndi hagsmunaskrá borgarinnar og sagði að augljóst væri að hana þyrfti að bæta þannig að hlutirnir liggi ljósir fyrir.Sjá nánar: Sveinbjörg Birna fer í frí ef yfirferð um hagsmunaskráningu verður ekki lokið í júníS. Björn Blöndal þakkaði Júlíusi fyrir vel unnin störf. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, hyggst ekki taka sæti í borgarstjórn fyrr en málið hefur verið rannsakað.Vísir„Auðvitað er nauðsynlegt að útskýra þetta nánar og við þetta mætti bæta fasteignir sem eru erlendis og borgarfulltrúar eiga, bankareikninga og margt fleira.“ Júlíus Vífill vísaði í svör þeirra ráðherra sem tengdir hafa verið við aflandsfélög í umræðum undanfarinna daga þegar þeir eru spurðir um það hvort þeir hafi íhugað að segja af sér. „Svar þeirra er á einn veg og mjög afgerandi. Mitt svar er að ég hef oft íhugað að hætta í borgarstjórn og segja mig frá mínu starfi í borgarstjórn.“ Júlíus var borgarfulltrúi þegar Sjálfstæðismenn voru í meirihluta og minnist hans þess tíma með hlýhug. „Mikil vinna en spennandi, gefandi og þreytti mann ekki.“Júlíusi þakkað fyrir vel unnin störf Dagur B. Eggertsson sagði þetta merkilegt skref. Sóley Tómasdóttir þakkaði Júlíusi fyrir vel unnin störf. Magnús Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, þakkaði Júlíusi fyrir samvinnuna á Twitter í dag.Ég vil þakka Júlíusi fyrir samstarfið. Þó við vorum ekki alltaf sammála var hann dugnaðar pólitíkus og sinnti sjálfstæðisstefnunni ötullega.— Magnús Sigurbjörns (@sigurbjornsson) April 5, 2016 „Ég er ekkert viss um að lagalega séð eða út frá neinum reglum sem við viljum miða við hefði Júlíus Vífill þurft að segja af sér. En hann ákvað að gera það og ákvað að hreinsa andrúmsloftið og það er stórmannlegt af honum,“ sagði Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Á fundinum átti að ræða tillögu forsætisnefndar um að skoðað yrði hvort borgarfulltrúarnir Júlíus Vífill Ingvarsson og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir hefðu farið á svig við lög með því að eiga félög á þekktum aflandseyjum. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir er nefnd í skjölum sem fram komu í Panama-lekanum. Hún tengist tveimur aflandsfélögum, annað er skráð á Tortóla og hitt á Panama. Félagið á Panama ber nafnið Ice 1 Corp, það er í eigu einkahlutafélagsins P-10 ehf. þar sem Sveinbjörg er skráður stjórnarformaður. „Samkvæmt nýjasta ársreikningi P-10 ehf. á félagið íbúðir í byggingu í Panama að verðmæti 177.625.050 króna.” Þetta segir á vefsíðu Reykjavík media. Sveinbjörg segist hafa talið að búið væri að slíta félaginu. Hún er borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina. Júlíus Vífill Ingvarsson stofnaði lífeyrissjóð í Panama árið 2014. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á föstudag kemur fram að hann hafi hugsað sjóðinn í eftirlaunatilgangi. Júlíus Vífill er varamaður í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar. Hann er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Júlíus mætir á fundinn í dag og stendur fyrir svörum. Hins vegar er Sveinbjörg Birna í fæðingarorlofi. Hér fyrir neðan má sjá útsendingu sem streymt er af vef Reykjavíkur.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Ríkisskattstjóri vill upplýsingar um Íslendingana "Við viljum gjarnan fá að sjá þessi gögn með það fyrir augum að kanna hvort þessir aðilar hafi gert grein fyrir þessum gögnum á skattframtali sínu,“ segir Skúli Eggert Þórðarson. 4. apríl 2016 14:59 Kanna hvort Júlíus og Sveinbjörg hafi brotið lög Forseti borgarstjórnar segir mikilvægt að enginn vafi leiki á hæfi kjörinna fulltrúa. 5. apríl 2016 11:27 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ríkisskattstjóri vill upplýsingar um Íslendingana "Við viljum gjarnan fá að sjá þessi gögn með það fyrir augum að kanna hvort þessir aðilar hafi gert grein fyrir þessum gögnum á skattframtali sínu,“ segir Skúli Eggert Þórðarson. 4. apríl 2016 14:59
Kanna hvort Júlíus og Sveinbjörg hafi brotið lög Forseti borgarstjórnar segir mikilvægt að enginn vafi leiki á hæfi kjörinna fulltrúa. 5. apríl 2016 11:27
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels