Milljón Octavia af núverandi kynslóð Finnur Thorlacius skrifar 5. apríl 2016 14:30 Milljónasta eintakinu fagnað í Mladá Boleslav í Tékklandi. Söluhæsti bíll Skoda er Octavia og var sú bílgerð söluhæsti bíll á Íslandi í fyrra. En það er ekki bara hér á landi sem hann selst vel og fyrir vikið hefur Skoda nú framleidd eina milljón eintaka af núverandi kynslóð hans, sem er sú þriðja í röðinni og kom á markað árið 2013. Flestir Skoda Octavia bílar er framleiddur í Mladá Boleslav í Tékklandi, en hann er þó einnig framleiddur í Rússlandi, Kazakhstan og í Kína. Skoda Octavia er framleiddur í mýmörgum gerðum, bæði sem langbakur og með skotti. Hann má fá í metanútgáfu og allt uppí afara sportelga RS-gerð hans, auk Octavia Scout sem er einskonar torfæruútgáfa hans. Milljónasta eintakið var einmitt af Scout-gerð og framleiddur í Mladá Boleslav. Frá útkomu fyrstu kynslóðar Skoda Octavia árið 1996 hefur Skoda alls framleitt meira en 5 milljón eintök af Octavia. Í fyrra seldi Skoda 432.300 eintök af Octavia um allan heim og jókst sala hans um 11% frá fyrra ári. Á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs hefur Skoda selt 70.500 Octavia bíla. Octavia mun fá andlitslyftingu snemma á næsta ári. Þá mun hann fá öflugri 1,8 lítra TSI bensínvél en nú og bjóðast einnig með 115 hestafla 1,0 lítra vél sem er mjög eyðslugrönn. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Söluhæsti bíll Skoda er Octavia og var sú bílgerð söluhæsti bíll á Íslandi í fyrra. En það er ekki bara hér á landi sem hann selst vel og fyrir vikið hefur Skoda nú framleidd eina milljón eintaka af núverandi kynslóð hans, sem er sú þriðja í röðinni og kom á markað árið 2013. Flestir Skoda Octavia bílar er framleiddur í Mladá Boleslav í Tékklandi, en hann er þó einnig framleiddur í Rússlandi, Kazakhstan og í Kína. Skoda Octavia er framleiddur í mýmörgum gerðum, bæði sem langbakur og með skotti. Hann má fá í metanútgáfu og allt uppí afara sportelga RS-gerð hans, auk Octavia Scout sem er einskonar torfæruútgáfa hans. Milljónasta eintakið var einmitt af Scout-gerð og framleiddur í Mladá Boleslav. Frá útkomu fyrstu kynslóðar Skoda Octavia árið 1996 hefur Skoda alls framleitt meira en 5 milljón eintök af Octavia. Í fyrra seldi Skoda 432.300 eintök af Octavia um allan heim og jókst sala hans um 11% frá fyrra ári. Á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs hefur Skoda selt 70.500 Octavia bíla. Octavia mun fá andlitslyftingu snemma á næsta ári. Þá mun hann fá öflugri 1,8 lítra TSI bensínvél en nú og bjóðast einnig með 115 hestafla 1,0 lítra vél sem er mjög eyðslugrönn.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent