25 ár frá kaupum Volkswagen á Skoda Finnur Thorlacius skrifar 5. apríl 2016 13:30 Mikið hefur breyst hjá Skoda á 25 árum. Árið 1991 keypti Volkswagen 31% hlut í tékkneska bílaframleiðandanum Skoda fyrir 620 milljónir þýskra marka. Frá því jók Volkswagen stöðugt við eign sína í fyrirtækinu og aldamótaárið 2000 var Volkswagen svo búið að kaupa alla hluti í Skoda. Árið 1991 framleiddi Skoda 200.000 bíla á ári af aðeins tveimur bílgerðum en í fyrra var framleiðsla Skoda komin yfir 1 milljón bíla og bílar þess seldir í yfir 100 löndum. Frá fystu kaupum Volkswagen hefur fyrirtækið fjárfest fyrir 11 milljarða evra í Skoda svo það hefur ekki verið ókeypis að auka söluna svo mikið og auka virði Skoda í leiðinni.8% útflutningstekna TékklandsRekstur Skoda bjó til 4,5% af þjóðartekna Tékklands árið 2014 og stóð fyrir 8% útflutningstekna landsins. Það hefur væntanlega aðeins vaxið síðan. Skoda merkið hefur á þessum tíma breyst úr því að vera staðbundið bílamerki sem þjónaði aðeins heimamarkaði og nálægum löndum í það að vera alþjóðlegt bílamerki sem selt er á flestum stærri mörkuðum. Skoda bílar hafa þó aldrei verið seldir í Bandaríkjunum. Rekstur Skoda er mjög arðbær og skilar fyrirtækið móðurfélaginu Volkswagen ávallt fínum hagnaði. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent
Árið 1991 keypti Volkswagen 31% hlut í tékkneska bílaframleiðandanum Skoda fyrir 620 milljónir þýskra marka. Frá því jók Volkswagen stöðugt við eign sína í fyrirtækinu og aldamótaárið 2000 var Volkswagen svo búið að kaupa alla hluti í Skoda. Árið 1991 framleiddi Skoda 200.000 bíla á ári af aðeins tveimur bílgerðum en í fyrra var framleiðsla Skoda komin yfir 1 milljón bíla og bílar þess seldir í yfir 100 löndum. Frá fystu kaupum Volkswagen hefur fyrirtækið fjárfest fyrir 11 milljarða evra í Skoda svo það hefur ekki verið ókeypis að auka söluna svo mikið og auka virði Skoda í leiðinni.8% útflutningstekna TékklandsRekstur Skoda bjó til 4,5% af þjóðartekna Tékklands árið 2014 og stóð fyrir 8% útflutningstekna landsins. Það hefur væntanlega aðeins vaxið síðan. Skoda merkið hefur á þessum tíma breyst úr því að vera staðbundið bílamerki sem þjónaði aðeins heimamarkaði og nálægum löndum í það að vera alþjóðlegt bílamerki sem selt er á flestum stærri mörkuðum. Skoda bílar hafa þó aldrei verið seldir í Bandaríkjunum. Rekstur Skoda er mjög arðbær og skilar fyrirtækið móðurfélaginu Volkswagen ávallt fínum hagnaði.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent