Erlendir fjölmiðlamenn: Töldu að búið væri að hreinsa betur til Birta Björnsdóttir skrifar 4. apríl 2016 20:00 Allir helstu fjölmiðlar á vesturlöndum hafa um fátt annað fjallað en hinn umfangsmikla leka á hinum svokölluðu Panama-gögnum. Þar kemur nafn Íslands og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar oftar en ekki við sögu og umtalsvert fjallað um tengsl forsætisráðherrans og eiginkonu hans við aflandsfélagið Winstris Inc. Þegar Sigmundur Davíð sagðist í hádegisfréttum Stöðvar 2 ekki ætla að segja af sér vegna málsins var sömuleiðis um það fjallað víða í heimspressunni. Þar var jafnframt fjallað um fyrirhuguð mótmæli við Austurvöll og þá staðreynd að rúmlega 25 þúsund manns hafi skrifað undir áskorun á Sigmund Davíð um að segja af sér. Erlendir fjölmiðlar hafa sömuleiðis sent fulltrúa sína hingað til lands til að fylgjast með gangi mála. „Ég er hingað kominn um aflandseyjafélag forsætisráðherra, eiginkonu hans og tveggja ráðherra í ríkisstjórninni. Sökum þess að Le Monde var aðili að ICIJ-verkefninu höfðum við einnig aðgang að þessum gögnum. Okkur þótti einnig fróðlegt að vita hvað myndi gerast eftir að gögnin yrðu gerð opinber. Þess vegna er ég hingað kominn,“ sagði Jean Baptiste Chastand, fréttamaður hjá Le Monde. „Þetta kemur okkur Frökkum mjög á óvart af því að við töldum að hreinsað hefði verið til á Íslandi eftir kreppuna. Hins vegar kemur ástandið hér okkur þannig fyrir sjónir að enn séu mál óleyst á Íslandi hvað varðar aflandseyjar.” „Við komum hingað sökum þeirrar pólitísku kreppu sem hér ríkir og upplýsinganna um forsætisráðherrann og þau félög sem tengjast honum. Þetta lítur út fyrir að vera afar sérstakt og dramatískt ástand. Ég er vissulega talsvert sleginn yfir þessu og þetta kemur á óvart. Forsætisráðherra sem var kjörinn árið 2013 á grunni gagnrýni hans á því að erlendir hagsmunir væru hafðir í forgangi á Íslandi komst til valda með þessum hætti. Hins vegar kom svo í ljós að hann átti sjálfur hagsmuna að gæta á þessu sviði. Þetta er jú afar sérstakt ástand og óhemjuáhugavert pólitískt ágreiningsmál séð utan frá,“ sagði Jan Espen Kruse, fréttamaður NRK. Panama-skjölin Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
Allir helstu fjölmiðlar á vesturlöndum hafa um fátt annað fjallað en hinn umfangsmikla leka á hinum svokölluðu Panama-gögnum. Þar kemur nafn Íslands og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar oftar en ekki við sögu og umtalsvert fjallað um tengsl forsætisráðherrans og eiginkonu hans við aflandsfélagið Winstris Inc. Þegar Sigmundur Davíð sagðist í hádegisfréttum Stöðvar 2 ekki ætla að segja af sér vegna málsins var sömuleiðis um það fjallað víða í heimspressunni. Þar var jafnframt fjallað um fyrirhuguð mótmæli við Austurvöll og þá staðreynd að rúmlega 25 þúsund manns hafi skrifað undir áskorun á Sigmund Davíð um að segja af sér. Erlendir fjölmiðlar hafa sömuleiðis sent fulltrúa sína hingað til lands til að fylgjast með gangi mála. „Ég er hingað kominn um aflandseyjafélag forsætisráðherra, eiginkonu hans og tveggja ráðherra í ríkisstjórninni. Sökum þess að Le Monde var aðili að ICIJ-verkefninu höfðum við einnig aðgang að þessum gögnum. Okkur þótti einnig fróðlegt að vita hvað myndi gerast eftir að gögnin yrðu gerð opinber. Þess vegna er ég hingað kominn,“ sagði Jean Baptiste Chastand, fréttamaður hjá Le Monde. „Þetta kemur okkur Frökkum mjög á óvart af því að við töldum að hreinsað hefði verið til á Íslandi eftir kreppuna. Hins vegar kemur ástandið hér okkur þannig fyrir sjónir að enn séu mál óleyst á Íslandi hvað varðar aflandseyjar.” „Við komum hingað sökum þeirrar pólitísku kreppu sem hér ríkir og upplýsinganna um forsætisráðherrann og þau félög sem tengjast honum. Þetta lítur út fyrir að vera afar sérstakt og dramatískt ástand. Ég er vissulega talsvert sleginn yfir þessu og þetta kemur á óvart. Forsætisráðherra sem var kjörinn árið 2013 á grunni gagnrýni hans á því að erlendir hagsmunir væru hafðir í forgangi á Íslandi komst til valda með þessum hætti. Hins vegar kom svo í ljós að hann átti sjálfur hagsmuna að gæta á þessu sviði. Þetta er jú afar sérstakt ástand og óhemjuáhugavert pólitískt ágreiningsmál séð utan frá,“ sagði Jan Espen Kruse, fréttamaður NRK.
Panama-skjölin Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira