"Íslensk stjórnmálamenning er svo grátlega barnaleg“ ingvar haraldsson skrifar 4. apríl 2016 11:41 „Íslensk stjórnmál eru hætt að koma mér á óvart,“ segir Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, eftir umfjöllun fjölmiðla um allan heim um tengsl íslenskra stjórnmálamanna við félög í skattaskjólum. „Ef þeir ætla að halda sig við að segja að það sé bara lagaramminn sem skiptir máli annars vegar og árangur hins vegar þá geta þeir setið en ég get ekki ímyndað mér að samfélagið sætti sig við það,“ segir Henry. Þá bendir Henry á ummæli Sigmundur í viðtali við Fréttablaðið fyrir páska um að honum hafi hvorki borið lagaleg né siðferðisleg skylda til að segja frá tengslum við félagið Wintris sem lýsti 500 milljóna kröfum í slitabú föllnu bankanna.Sjá einnig: Sigmundur: Bar ekki siðferðisleg skylda til að segja frá„Þessi hugmynd um að hann vísi annars vegar í ysta ramma laganna og hins vegar árangur. Þetta er sú hugmynd sem rannsóknarskýrsla Alþingis átti að hafa kveðið í kútinn, þarna er verið að endurvekja að lög og siðferði séu eitt og það eigi bara að miða við árangur. Ég held að viðbrögð kvöldsins sýni að við erum bar ekki þeirrar skoðunar. Við erum að kynnast því að siðferði er raunverulegt,“ segir Henry. „Ég held að við sjáum það líka bara hvað við skömmumst okkar í augum alþjóðasamfélagsins, skömmin er mjög raunveruleg og hún orsakast ekki bara af einhverju.“ Henry segir Íslendinga var komin mun styttra hvað varðar umfjöllun um siðferðisleg álitamál en þær þjóðir sem Íslendingar beri sig saman við. „Okkur finnst þessi máli vera auka, bara eitthvað sem við notum á tyllidögum en það fer enginn eftir þeim. Fólk spyr hvað lagaramminn segir og reynir að fara eins langt og hann segir. Íslensk stjórnmálamenning er svo grátlega barnaleg í þessu sambandi.“ Henry telur hins vegar að nornaveiðar gagnist engum, fólk verði að sýna smá hófstillingu í umræðunum og vera málefnalegt. „Þetta gengur í báðar áttir, þetta er prófsteinn á hrunið og báðar hliðar þurfa að kunna sig. Tómar upphrópanir og ómálefnalegar árásir eiga ekkert frekar að líðast. Næstu skref munu skera úr um hversu langt við erum komin. Nornaveiðar eru ekki heldur það sem við viljum, við þurfum að geta rætt þetta málefnalega.“ Panama-skjölin Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
„Íslensk stjórnmál eru hætt að koma mér á óvart,“ segir Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, eftir umfjöllun fjölmiðla um allan heim um tengsl íslenskra stjórnmálamanna við félög í skattaskjólum. „Ef þeir ætla að halda sig við að segja að það sé bara lagaramminn sem skiptir máli annars vegar og árangur hins vegar þá geta þeir setið en ég get ekki ímyndað mér að samfélagið sætti sig við það,“ segir Henry. Þá bendir Henry á ummæli Sigmundur í viðtali við Fréttablaðið fyrir páska um að honum hafi hvorki borið lagaleg né siðferðisleg skylda til að segja frá tengslum við félagið Wintris sem lýsti 500 milljóna kröfum í slitabú föllnu bankanna.Sjá einnig: Sigmundur: Bar ekki siðferðisleg skylda til að segja frá„Þessi hugmynd um að hann vísi annars vegar í ysta ramma laganna og hins vegar árangur. Þetta er sú hugmynd sem rannsóknarskýrsla Alþingis átti að hafa kveðið í kútinn, þarna er verið að endurvekja að lög og siðferði séu eitt og það eigi bara að miða við árangur. Ég held að viðbrögð kvöldsins sýni að við erum bar ekki þeirrar skoðunar. Við erum að kynnast því að siðferði er raunverulegt,“ segir Henry. „Ég held að við sjáum það líka bara hvað við skömmumst okkar í augum alþjóðasamfélagsins, skömmin er mjög raunveruleg og hún orsakast ekki bara af einhverju.“ Henry segir Íslendinga var komin mun styttra hvað varðar umfjöllun um siðferðisleg álitamál en þær þjóðir sem Íslendingar beri sig saman við. „Okkur finnst þessi máli vera auka, bara eitthvað sem við notum á tyllidögum en það fer enginn eftir þeim. Fólk spyr hvað lagaramminn segir og reynir að fara eins langt og hann segir. Íslensk stjórnmálamenning er svo grátlega barnaleg í þessu sambandi.“ Henry telur hins vegar að nornaveiðar gagnist engum, fólk verði að sýna smá hófstillingu í umræðunum og vera málefnalegt. „Þetta gengur í báðar áttir, þetta er prófsteinn á hrunið og báðar hliðar þurfa að kunna sig. Tómar upphrópanir og ómálefnalegar árásir eiga ekkert frekar að líðast. Næstu skref munu skera úr um hversu langt við erum komin. Nornaveiðar eru ekki heldur það sem við viljum, við þurfum að geta rætt þetta málefnalega.“
Panama-skjölin Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira