Strax komnar 133.000 pantanir í Tesla Model 3 Finnur Thorlacius skrifar 1. apríl 2016 09:10 Tesla Model 3 bíllinn á sviðinu í gærkvöldi og pantanir í bílinn orðnar 133.116 talsins. Tesla Model 3 bíllinn var kynntur í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Samtímis voru opnaðar pantanir fyrir þennan ódýrasta bíl Tesla, sem ekki mun kosta nema 35.000 dollara í sinni ódýrustu mynd. Búist hafði verið við allt að 100.000 pöntunum í bílinn fyrsta sólarhringinn en bara á meðan Elon Musk, forstjóri og eigandi Tesla, kynnti gripinn voru pantanirnar komnar í 115.000. Klukkustund síðar voru þær komnar í 133.000 og nýir kaupendur komu inn um það bil á hverri sekúndu. Hver sá sem festi sér kaup á nýjum Tesla Model 3 bíl þurfti að leggja til 1.000 dollara pöntunargreiðslu og því duttu 133 milljónir dollara inní peningahirslur Tesla í gær. Til frumsýningarinnar á bílnum var boðið 850 manns og var einn Íslendingur þar á meðal, Gísli Gíslason eigandi rafmagnsbílasölunnar Even. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent
Tesla Model 3 bíllinn var kynntur í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Samtímis voru opnaðar pantanir fyrir þennan ódýrasta bíl Tesla, sem ekki mun kosta nema 35.000 dollara í sinni ódýrustu mynd. Búist hafði verið við allt að 100.000 pöntunum í bílinn fyrsta sólarhringinn en bara á meðan Elon Musk, forstjóri og eigandi Tesla, kynnti gripinn voru pantanirnar komnar í 115.000. Klukkustund síðar voru þær komnar í 133.000 og nýir kaupendur komu inn um það bil á hverri sekúndu. Hver sá sem festi sér kaup á nýjum Tesla Model 3 bíl þurfti að leggja til 1.000 dollara pöntunargreiðslu og því duttu 133 milljónir dollara inní peningahirslur Tesla í gær. Til frumsýningarinnar á bílnum var boðið 850 manns og var einn Íslendingur þar á meðal, Gísli Gíslason eigandi rafmagnsbílasölunnar Even.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent