Kyrrstöðuheljarstökk yfir Formula E-bíl Finnur Thorlacius skrifar 19. apríl 2016 09:31 Það þarf heilmikla dirfsku til að stökkva yfir bíl á ferð, ennþá meiri til að fara heljarstökk yfir bíl á ferð, en hvað þá ef að bíllinn kemur aftan að þér og þú sérð hann ekki og ferð kyrrstöðuheljarstökk afturábak án atrennu. Það var samt einmitt það sem Damian Walters gerði um daginn. Hann stökk yfir Formula E rafmagnskeppnisbíl sem kom aftan að honum á 96 km ferð. Ekki þarf að spyrja að afleiðingunum ef honum hefði ekki tekist að tímasetja stökk sitt, en það var þó vel undirbúið. Ef Walters hefði stokkið of snemma myndi höfuð hans rekast á vindkljúf bílsins að aftan og ef hann stykki of seint myndi bíllinn aka á lappir hans. Walters treysti hinsvegar á klukku sem mældi tímann frá tilteknum geisla sem bíllinn rauf og 6,6 sekúndum síðar var kominn tími til að stökkva. Það gerði hann á hárréttum tíma og bíllinn fór undir Walters er hann sveif í loftinu. Við framkvæmd þessa dirfskuatriðis og upptökur á myndskeiðinu störfuðu 60 manns og var það tekið upp í Mexíkó. Undirbúningurinn tók 2 daga, enda líf Walters í húfi. Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent
Það þarf heilmikla dirfsku til að stökkva yfir bíl á ferð, ennþá meiri til að fara heljarstökk yfir bíl á ferð, en hvað þá ef að bíllinn kemur aftan að þér og þú sérð hann ekki og ferð kyrrstöðuheljarstökk afturábak án atrennu. Það var samt einmitt það sem Damian Walters gerði um daginn. Hann stökk yfir Formula E rafmagnskeppnisbíl sem kom aftan að honum á 96 km ferð. Ekki þarf að spyrja að afleiðingunum ef honum hefði ekki tekist að tímasetja stökk sitt, en það var þó vel undirbúið. Ef Walters hefði stokkið of snemma myndi höfuð hans rekast á vindkljúf bílsins að aftan og ef hann stykki of seint myndi bíllinn aka á lappir hans. Walters treysti hinsvegar á klukku sem mældi tímann frá tilteknum geisla sem bíllinn rauf og 6,6 sekúndum síðar var kominn tími til að stökkva. Það gerði hann á hárréttum tíma og bíllinn fór undir Walters er hann sveif í loftinu. Við framkvæmd þessa dirfskuatriðis og upptökur á myndskeiðinu störfuðu 60 manns og var það tekið upp í Mexíkó. Undirbúningurinn tók 2 daga, enda líf Walters í húfi.
Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent