Kyrrstöðuheljarstökk yfir Formula E-bíl Finnur Thorlacius skrifar 19. apríl 2016 09:31 Það þarf heilmikla dirfsku til að stökkva yfir bíl á ferð, ennþá meiri til að fara heljarstökk yfir bíl á ferð, en hvað þá ef að bíllinn kemur aftan að þér og þú sérð hann ekki og ferð kyrrstöðuheljarstökk afturábak án atrennu. Það var samt einmitt það sem Damian Walters gerði um daginn. Hann stökk yfir Formula E rafmagnskeppnisbíl sem kom aftan að honum á 96 km ferð. Ekki þarf að spyrja að afleiðingunum ef honum hefði ekki tekist að tímasetja stökk sitt, en það var þó vel undirbúið. Ef Walters hefði stokkið of snemma myndi höfuð hans rekast á vindkljúf bílsins að aftan og ef hann stykki of seint myndi bíllinn aka á lappir hans. Walters treysti hinsvegar á klukku sem mældi tímann frá tilteknum geisla sem bíllinn rauf og 6,6 sekúndum síðar var kominn tími til að stökkva. Það gerði hann á hárréttum tíma og bíllinn fór undir Walters er hann sveif í loftinu. Við framkvæmd þessa dirfskuatriðis og upptökur á myndskeiðinu störfuðu 60 manns og var það tekið upp í Mexíkó. Undirbúningurinn tók 2 daga, enda líf Walters í húfi. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent
Það þarf heilmikla dirfsku til að stökkva yfir bíl á ferð, ennþá meiri til að fara heljarstökk yfir bíl á ferð, en hvað þá ef að bíllinn kemur aftan að þér og þú sérð hann ekki og ferð kyrrstöðuheljarstökk afturábak án atrennu. Það var samt einmitt það sem Damian Walters gerði um daginn. Hann stökk yfir Formula E rafmagnskeppnisbíl sem kom aftan að honum á 96 km ferð. Ekki þarf að spyrja að afleiðingunum ef honum hefði ekki tekist að tímasetja stökk sitt, en það var þó vel undirbúið. Ef Walters hefði stokkið of snemma myndi höfuð hans rekast á vindkljúf bílsins að aftan og ef hann stykki of seint myndi bíllinn aka á lappir hans. Walters treysti hinsvegar á klukku sem mældi tímann frá tilteknum geisla sem bíllinn rauf og 6,6 sekúndum síðar var kominn tími til að stökkva. Það gerði hann á hárréttum tíma og bíllinn fór undir Walters er hann sveif í loftinu. Við framkvæmd þessa dirfskuatriðis og upptökur á myndskeiðinu störfuðu 60 manns og var það tekið upp í Mexíkó. Undirbúningurinn tók 2 daga, enda líf Walters í húfi.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent