Telur vitjunartíma sinn ekki kominn Samúel Karl Ólason skrifar 18. apríl 2016 20:22 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, telur vitjunartíma sinn ekki kominn. Eftir tuttugu ár í embætti segist hann enn hafa gott samband við Íslendinga. Hann tilkynnti framboð sitt til embættis forseta í sjötta sinn í dag. Þetta kemur fram í viðtali Ólafs við fréttastofu 365 en hluti viðtalsins var sýndur í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. „Sú hætta er nú kannski alltaf fyrir hendi. Hvort sem að menn eru búnir að vera þetta lengi eða skemur. Blessunarlega held ég að ég hafi enn gott samband við fólkið í landinu og þær hvatningar og þau erindi sem hafa borist til mína á undanförnu sýnir að fólki finnst það hafa greiðan aðgang að mér,“ segir Ólafur. Hann segir forsetann líka þurfa að vera tilbúinn til þess að treysta eigin dómgreind. „Ég gerði það í Icesave-málinu. Við skulum ekki gleyma því að nánast allir sem að bera svona virðingarstöður í skoðanamótinu í landinu voru á móti þeirri ákvörðun þegar ég tók hana. Þannig að forsetinn þarf líka að vera tilbúinn til að finna í sjálfum sér og vilja fólksins í landinu og sambandi sínu við fólkið í landinu, kjark og traust til þess að taka erfiðar ákvarðanir.“ Ólafur segir að hann hefði ekki breytt sinn ákvörðun um að bjóða sig ekki fram aftur ef hann teldi sig ekki hafa þennan eiginleika enn. Enn fremur segir hann að atburðir síðustu daga og vikna, afsögn forsætisráðherra, ný ríkisstjórn og fleira, hefðu haft áhrif á fjölda beiðna sem hann fékk frá fólki í landinu. Mörg þeirra hafi haft djúpstæð áhrif á hann.Ítarlegt viðtal Þorbjarnar Þórðarsonar fréttamanns við Ólaf Ragnar Grímsson má sjá hér að ofan. Forsetakjör Tengdar fréttir Ólafur Ragnar einn þaulsætnasti þjóðarleiðtogi heimsins Hann er sá þjóðarleiðtogi vestræns ríkis sem lengst hefur setið. 18. apríl 2016 17:01 „Forsetaefni sem forsætisráðherra hefur stutt hefur alltaf tapað“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir það sæta tíðindum að forsætisráðherra hafi lýst yfir stuðningi við einstaka frambjóðanda til embættis forseta Íslands. 18. apríl 2016 19:46 Dorrit snúist hugur um veruna á Bessastöðum Var þeirrar skoðunar að nóg væri komið en atburðir undanfarinna daga og vikna breyttu því. 18. apríl 2016 20:05 Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, telur vitjunartíma sinn ekki kominn. Eftir tuttugu ár í embætti segist hann enn hafa gott samband við Íslendinga. Hann tilkynnti framboð sitt til embættis forseta í sjötta sinn í dag. Þetta kemur fram í viðtali Ólafs við fréttastofu 365 en hluti viðtalsins var sýndur í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. „Sú hætta er nú kannski alltaf fyrir hendi. Hvort sem að menn eru búnir að vera þetta lengi eða skemur. Blessunarlega held ég að ég hafi enn gott samband við fólkið í landinu og þær hvatningar og þau erindi sem hafa borist til mína á undanförnu sýnir að fólki finnst það hafa greiðan aðgang að mér,“ segir Ólafur. Hann segir forsetann líka þurfa að vera tilbúinn til þess að treysta eigin dómgreind. „Ég gerði það í Icesave-málinu. Við skulum ekki gleyma því að nánast allir sem að bera svona virðingarstöður í skoðanamótinu í landinu voru á móti þeirri ákvörðun þegar ég tók hana. Þannig að forsetinn þarf líka að vera tilbúinn til að finna í sjálfum sér og vilja fólksins í landinu og sambandi sínu við fólkið í landinu, kjark og traust til þess að taka erfiðar ákvarðanir.“ Ólafur segir að hann hefði ekki breytt sinn ákvörðun um að bjóða sig ekki fram aftur ef hann teldi sig ekki hafa þennan eiginleika enn. Enn fremur segir hann að atburðir síðustu daga og vikna, afsögn forsætisráðherra, ný ríkisstjórn og fleira, hefðu haft áhrif á fjölda beiðna sem hann fékk frá fólki í landinu. Mörg þeirra hafi haft djúpstæð áhrif á hann.Ítarlegt viðtal Þorbjarnar Þórðarsonar fréttamanns við Ólaf Ragnar Grímsson má sjá hér að ofan.
Forsetakjör Tengdar fréttir Ólafur Ragnar einn þaulsætnasti þjóðarleiðtogi heimsins Hann er sá þjóðarleiðtogi vestræns ríkis sem lengst hefur setið. 18. apríl 2016 17:01 „Forsetaefni sem forsætisráðherra hefur stutt hefur alltaf tapað“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir það sæta tíðindum að forsætisráðherra hafi lýst yfir stuðningi við einstaka frambjóðanda til embættis forseta Íslands. 18. apríl 2016 19:46 Dorrit snúist hugur um veruna á Bessastöðum Var þeirrar skoðunar að nóg væri komið en atburðir undanfarinna daga og vikna breyttu því. 18. apríl 2016 20:05 Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sjá meira
Ólafur Ragnar einn þaulsætnasti þjóðarleiðtogi heimsins Hann er sá þjóðarleiðtogi vestræns ríkis sem lengst hefur setið. 18. apríl 2016 17:01
„Forsetaefni sem forsætisráðherra hefur stutt hefur alltaf tapað“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir það sæta tíðindum að forsætisráðherra hafi lýst yfir stuðningi við einstaka frambjóðanda til embættis forseta Íslands. 18. apríl 2016 19:46
Dorrit snúist hugur um veruna á Bessastöðum Var þeirrar skoðunar að nóg væri komið en atburðir undanfarinna daga og vikna breyttu því. 18. apríl 2016 20:05
Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15