420 hestafla VW Polo Finnur Thorlacius skrifar 18. apríl 2016 16:27 Volkswagen Polo breyttur af Wimmer. Öflugasta gerð Volkswagen Polo hefur hingað til verið Polo R WRC Street sem er með sömu 220 hestafla vél og finna má í Golf GTI. Breytingafyrirtækið Wimmer vildi þó gera betur með Polo bílinn og býður nú magnaða kraftaútgáfu hans með 420 hestafla vél sem togar 480 Nm. Með því er Polo orðinn aflmeiri bíll en tilvonandi Golf R400 sem verður með 400 hestafla vél. Polo bíllinn öflugi er áfram framhjóladrifinn og vafalaust erfitt að temja öll 420 hestöfl hans en VW Golf R400 er fjórhjóladrifinn bíll sem skilar öllu afli sínu betur í malbikið. Hámarkshraði þessa smávaxna Polo bíls er 280 km/klst og leit af öðru eins með svo smáan bíl. Breytingin frá Wimmer er ekki alveg ókeypis en þeir sem eiga Polo R WRC Street geta fengið slíka breytingu fyrir 10.200 evrur, eða 1,43 milljónir króna. Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent
Öflugasta gerð Volkswagen Polo hefur hingað til verið Polo R WRC Street sem er með sömu 220 hestafla vél og finna má í Golf GTI. Breytingafyrirtækið Wimmer vildi þó gera betur með Polo bílinn og býður nú magnaða kraftaútgáfu hans með 420 hestafla vél sem togar 480 Nm. Með því er Polo orðinn aflmeiri bíll en tilvonandi Golf R400 sem verður með 400 hestafla vél. Polo bíllinn öflugi er áfram framhjóladrifinn og vafalaust erfitt að temja öll 420 hestöfl hans en VW Golf R400 er fjórhjóladrifinn bíll sem skilar öllu afli sínu betur í malbikið. Hámarkshraði þessa smávaxna Polo bíls er 280 km/klst og leit af öðru eins með svo smáan bíl. Breytingin frá Wimmer er ekki alveg ókeypis en þeir sem eiga Polo R WRC Street geta fengið slíka breytingu fyrir 10.200 evrur, eða 1,43 milljónir króna.
Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent