Seldi eiginkonunni hús fimm dögum eftir dóm Ingvar Haraldsson skrifar 18. apríl 2016 07:00 Páll seldi eiginkonu sinni hlut í einbýlishúsi þeirra eftir að dómur féll, þar sem greiðslum til Páls frá Icecapital var rift. Fimm dögum eftir að Páll Þór Magnússon, fyrrum framkvæmdastjóri Icecapital, var dæmdur til að greiða þrotabúi Icecapital ríflega 120 milljónir króna seldi hann eiginkonu sinni, Gabríelu Kristjánsdóttur helmingshlut í 370 fermetra einbýlishúsi þeirra í Garðabæ. Fasteignamat hússins er 87 milljónir króna. Þrotabúinu hefur ekki tekist að innheimta skuldina. Alls nema lýstar kröfur í þrotabú Icecapital, sem lýst var gjaldþrota árið 2012, 51 milljarði króna. Þann 2. október 2014 var þrotabúinu dæmdar 520 milljónir í Héraðsdómi Reykjaness vegna riftunar á ýmsum gerningum stjórnenda Icecapital haustið 2008 og í byrjun ársins 2009. Félagið var í eigu fjölskyldu Óla í Olís heitins, Gunnþórunnar Jónsdóttur, ekkju Óla og barna hennar, Jóns Kristjánssonar og Gabríelu Kristjánsdóttur, eiginkonu Páls. Í afsali einbýlishússins, dagsett þann 7. október 2014, sem sent var inn til sýslumanns, kemur fram að Páll hafi selt helmingshlut í húsnæðinu til eiginkonu sinnar sem eignaðist það þar með að fullu. Ekki kemur fram hvað var greitt fyrir hlutinn. Páll og mágur hans Jón Kristjánsson, skulda þrotabúi Icecapital tæplega 350 milljónir króna, með dráttarvöxtum að sögn Ómars Arnar Bjarnþórssonar, skiptastjóra búsins. Riftanir sem snúa beint að Páli og Jóni voru vegna arðgreiðslna úr Icecapital í október 2008 og kaupa Icecapital á stofnbréfum í Byr frá 4. nóvember 2008. Samkvæmt dómnum voru stofnbréfin í Byr verðlaus þegar viðskiptin voru gerð. Enn er ódæmt í Hæstarétti vegna Byrs-viðskiptanna er snúa að Jóni. „Staðan er sú að þeir virðast ekki vera með lögheimili hér á landi eða skráðar eignir hér,“ segir Ómar. Jón er með lögheimili á Möltu á meðan eiginkona hans er með lögheimili hér á landi. Þá eru bæði Páll og eiginkona hans Gabríela með lögheimili í Bandaríkjunum. Auk þess hefur fjöldi félaga í þeirra eigu verið færður í erlent eignarhald á síðustu árum. „Það þýðir þá að þrotabúið þarf að leita út fyrir landsteinana til að sækja á þá eða einhverjar eignir sem þeir eru með þar í félögum eða öðru,“ segir Ómar.Ekkert greitt fyrir arðbært þyrlufyrirtæki Eitt riftunarmálanna sem dæmt var í í október 2014 snéri að sölu á 2/3 hlutar í þyrlufyrirtækinu Norðurflugi út úr Icecapital í desember 2008, skömmu eftir bankahrunið, til félagsins NF Holding. Stundin greindi frá því að kaupin hafi verið fjármögnuð með láni frá Icecapital sem endurgreiða átti árið 2018, áratug síðar. NF Holding greiddi aldrei fyrir Norðurflug. Árið 2011 var Norðurflug selt áfram til félagsins Pluma ehf., sem var undir stjórn Páls Þórs Magnússonar en ekki liggur fyrir hvað greitt var fyrir félagið. Norðurflug er nú í eigu erlendra félaga sem tengjast eigendum Icecapital. Fyrirtækið hagnaðist um 160 milljónir króna á árunum 2013 og 2014. Þá seldu hluthafar í Norðurflugi þriðjungshlut í því til Air Greenland síðasta sumar á 200 milljónir króna. Ómar, skiptastjóri Icecapital, lét framkvæma árangurslaust fjárnám í NF Holding, sem nú heitir Moxom, þann 25. nóvember 2015, þar sem félagið var eignalaust. Í kjölfarið var félagið lýst gjaldþrota og þarf skiptastjóri Moxom því að sækja féð sem Icecapital hefur verið dæmt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Sjá meira
Fimm dögum eftir að Páll Þór Magnússon, fyrrum framkvæmdastjóri Icecapital, var dæmdur til að greiða þrotabúi Icecapital ríflega 120 milljónir króna seldi hann eiginkonu sinni, Gabríelu Kristjánsdóttur helmingshlut í 370 fermetra einbýlishúsi þeirra í Garðabæ. Fasteignamat hússins er 87 milljónir króna. Þrotabúinu hefur ekki tekist að innheimta skuldina. Alls nema lýstar kröfur í þrotabú Icecapital, sem lýst var gjaldþrota árið 2012, 51 milljarði króna. Þann 2. október 2014 var þrotabúinu dæmdar 520 milljónir í Héraðsdómi Reykjaness vegna riftunar á ýmsum gerningum stjórnenda Icecapital haustið 2008 og í byrjun ársins 2009. Félagið var í eigu fjölskyldu Óla í Olís heitins, Gunnþórunnar Jónsdóttur, ekkju Óla og barna hennar, Jóns Kristjánssonar og Gabríelu Kristjánsdóttur, eiginkonu Páls. Í afsali einbýlishússins, dagsett þann 7. október 2014, sem sent var inn til sýslumanns, kemur fram að Páll hafi selt helmingshlut í húsnæðinu til eiginkonu sinnar sem eignaðist það þar með að fullu. Ekki kemur fram hvað var greitt fyrir hlutinn. Páll og mágur hans Jón Kristjánsson, skulda þrotabúi Icecapital tæplega 350 milljónir króna, með dráttarvöxtum að sögn Ómars Arnar Bjarnþórssonar, skiptastjóra búsins. Riftanir sem snúa beint að Páli og Jóni voru vegna arðgreiðslna úr Icecapital í október 2008 og kaupa Icecapital á stofnbréfum í Byr frá 4. nóvember 2008. Samkvæmt dómnum voru stofnbréfin í Byr verðlaus þegar viðskiptin voru gerð. Enn er ódæmt í Hæstarétti vegna Byrs-viðskiptanna er snúa að Jóni. „Staðan er sú að þeir virðast ekki vera með lögheimili hér á landi eða skráðar eignir hér,“ segir Ómar. Jón er með lögheimili á Möltu á meðan eiginkona hans er með lögheimili hér á landi. Þá eru bæði Páll og eiginkona hans Gabríela með lögheimili í Bandaríkjunum. Auk þess hefur fjöldi félaga í þeirra eigu verið færður í erlent eignarhald á síðustu árum. „Það þýðir þá að þrotabúið þarf að leita út fyrir landsteinana til að sækja á þá eða einhverjar eignir sem þeir eru með þar í félögum eða öðru,“ segir Ómar.Ekkert greitt fyrir arðbært þyrlufyrirtæki Eitt riftunarmálanna sem dæmt var í í október 2014 snéri að sölu á 2/3 hlutar í þyrlufyrirtækinu Norðurflugi út úr Icecapital í desember 2008, skömmu eftir bankahrunið, til félagsins NF Holding. Stundin greindi frá því að kaupin hafi verið fjármögnuð með láni frá Icecapital sem endurgreiða átti árið 2018, áratug síðar. NF Holding greiddi aldrei fyrir Norðurflug. Árið 2011 var Norðurflug selt áfram til félagsins Pluma ehf., sem var undir stjórn Páls Þórs Magnússonar en ekki liggur fyrir hvað greitt var fyrir félagið. Norðurflug er nú í eigu erlendra félaga sem tengjast eigendum Icecapital. Fyrirtækið hagnaðist um 160 milljónir króna á árunum 2013 og 2014. Þá seldu hluthafar í Norðurflugi þriðjungshlut í því til Air Greenland síðasta sumar á 200 milljónir króna. Ómar, skiptastjóri Icecapital, lét framkvæma árangurslaust fjárnám í NF Holding, sem nú heitir Moxom, þann 25. nóvember 2015, þar sem félagið var eignalaust. Í kjölfarið var félagið lýst gjaldþrota og þarf skiptastjóri Moxom því að sækja féð sem Icecapital hefur verið dæmt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Sjá meira