Malone kippti sér ekki upp við brunann og kláraði lagið eins og fagmaður. Stuttu síðar lenti þeim saman og tók rapparinn Bieber hálstaki og þurftu vinir þeirra að stíga þá í sundur.
Malone og Bieber eru góðir vinir og hefur t.d. Post Malone verið að hita upp fyrir Justin Bieber á tónleikaferðalagi sínu um Bandaríkin. Í gær birti Bieber mynd af þeim félögum saman þar sem hann er með Malone í hálstaki.
Það er því spurning hvort þetta hafi allt saman verið eitt stórt grín eða leið popparans til að þagga málið niður. Eins og alþjóð veit mun Justin Bieber koma fram á tvennum tónleikum á í Kórnum í Kópavogi í september.