Forsætisráðherra segir orðspor Íslands hafa beðið hnekki Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. apríl 2016 15:08 Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra Vísir/Anton Brink Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, segir það mikilvægt að Alþingi fari yfir þau lög og reglur sem gilda hér á landi varðandi lágskattaríki. Þá telur hann einnig mikilvægt að Ísland taki forystu meðal jafningja og sýni frumkvæði þegar kemur að aðgerðum gegn skattaskjólum, en þetta kom fram í svari ráðherra við óundirbúinni fyrirspurn frá Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar á þingi í dag. Ráðherrann vísaði svo í gríðarmikla umfjöllun erlendra miðla í liðinni viku um Ísland vegna Panama-skjalanna. „Orðspor landsins beið hnekki og í ljósi þess hversu margir einstaklingar og fyrirtæki voru í þessum gögnum þurfum við að gera sérstakt átak til að bæta ímynd okkar út á við,“ sagði forsætisráðherra en benti jafnframt á að hluti vandans væri aðeins kominn upp á yfirborðið í Panama-skjölunum. Alþjóðasamfélagið stæði því frammi fyrir stærra vandamáli þegar kæmi að lágskattaríkjum og aflandsfélögum. Í gær var greint frá samantekt utanríkisráðuneytisins varðandi umfjöllun erlendra fjölmiðla um Ísland seinustu vikuna en þar kom fram að að mati ráðuneytisins hefði ímynd og orðspor Íslands til skemmri tíma litið ekki beðið umtalsverðan hnekki þrátt fyrir töluverða ágjöf. Of snemmt væri hins vegar að segja til um áhrif umfjöllunarinnar til lengri tíma litið. Í fyrirspurn sinni kallaði Árni Páll jafnframt eftir því að Sigurður Ingi gæfi það út hvenær kosningar yrðu í haust en ráðherrann svaraði því ekki heldur þakkaði stjórnarandstöðunni fyrir fund þeirra í morgun sem hann sagði hafa verið ágætan. „Ég upplifði það sem við höfum svo sem verið að ræða hér um áður á þingi að það er tortryggni og það er vandasamt að feta þá braut að treysta hvort öðru og tala saman,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði þörf á því að halda samtalinu við stjórnarandstöðuna áfram, fara þurfi yfir þau mál sem liggi fyrir þinginu og svo þurfi að ákveða kjördag. Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Neikvæð umfjöllun í upphafi en svo hlutlaus eða jákvæður tónn Utanríkisráðuneytið hefur reynt að leggja mat á það hversu mikil áhrif erlend fjölmiðlaumfjöllun um Wintris-málið hefur haft á ímynd og orðspor Íslands. 11. apríl 2016 15:53 Enginn málalisti og engin dagsetning á kosningar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að fátt nýtt hafi komið fram á fundi forystumanna stjórnarandstöðunnar með Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, í morgun. 12. apríl 2016 11:17 Læti á Alþingi: „Virðulegur forseti, þetta er fáránlegt“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver af öðrum upp í pontu við upphaf þingfundar í dag og kvöddu sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta. 12. apríl 2016 14:29 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, segir það mikilvægt að Alþingi fari yfir þau lög og reglur sem gilda hér á landi varðandi lágskattaríki. Þá telur hann einnig mikilvægt að Ísland taki forystu meðal jafningja og sýni frumkvæði þegar kemur að aðgerðum gegn skattaskjólum, en þetta kom fram í svari ráðherra við óundirbúinni fyrirspurn frá Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar á þingi í dag. Ráðherrann vísaði svo í gríðarmikla umfjöllun erlendra miðla í liðinni viku um Ísland vegna Panama-skjalanna. „Orðspor landsins beið hnekki og í ljósi þess hversu margir einstaklingar og fyrirtæki voru í þessum gögnum þurfum við að gera sérstakt átak til að bæta ímynd okkar út á við,“ sagði forsætisráðherra en benti jafnframt á að hluti vandans væri aðeins kominn upp á yfirborðið í Panama-skjölunum. Alþjóðasamfélagið stæði því frammi fyrir stærra vandamáli þegar kæmi að lágskattaríkjum og aflandsfélögum. Í gær var greint frá samantekt utanríkisráðuneytisins varðandi umfjöllun erlendra fjölmiðla um Ísland seinustu vikuna en þar kom fram að að mati ráðuneytisins hefði ímynd og orðspor Íslands til skemmri tíma litið ekki beðið umtalsverðan hnekki þrátt fyrir töluverða ágjöf. Of snemmt væri hins vegar að segja til um áhrif umfjöllunarinnar til lengri tíma litið. Í fyrirspurn sinni kallaði Árni Páll jafnframt eftir því að Sigurður Ingi gæfi það út hvenær kosningar yrðu í haust en ráðherrann svaraði því ekki heldur þakkaði stjórnarandstöðunni fyrir fund þeirra í morgun sem hann sagði hafa verið ágætan. „Ég upplifði það sem við höfum svo sem verið að ræða hér um áður á þingi að það er tortryggni og það er vandasamt að feta þá braut að treysta hvort öðru og tala saman,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði þörf á því að halda samtalinu við stjórnarandstöðuna áfram, fara þurfi yfir þau mál sem liggi fyrir þinginu og svo þurfi að ákveða kjördag.
Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Neikvæð umfjöllun í upphafi en svo hlutlaus eða jákvæður tónn Utanríkisráðuneytið hefur reynt að leggja mat á það hversu mikil áhrif erlend fjölmiðlaumfjöllun um Wintris-málið hefur haft á ímynd og orðspor Íslands. 11. apríl 2016 15:53 Enginn málalisti og engin dagsetning á kosningar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að fátt nýtt hafi komið fram á fundi forystumanna stjórnarandstöðunnar með Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, í morgun. 12. apríl 2016 11:17 Læti á Alþingi: „Virðulegur forseti, þetta er fáránlegt“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver af öðrum upp í pontu við upphaf þingfundar í dag og kvöddu sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta. 12. apríl 2016 14:29 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Neikvæð umfjöllun í upphafi en svo hlutlaus eða jákvæður tónn Utanríkisráðuneytið hefur reynt að leggja mat á það hversu mikil áhrif erlend fjölmiðlaumfjöllun um Wintris-málið hefur haft á ímynd og orðspor Íslands. 11. apríl 2016 15:53
Enginn málalisti og engin dagsetning á kosningar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að fátt nýtt hafi komið fram á fundi forystumanna stjórnarandstöðunnar með Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, í morgun. 12. apríl 2016 11:17
Læti á Alþingi: „Virðulegur forseti, þetta er fáránlegt“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver af öðrum upp í pontu við upphaf þingfundar í dag og kvöddu sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta. 12. apríl 2016 14:29