Var valin besta leikkona árgangsins á útskriftarathöfninni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. apríl 2016 00:42 Unnur átti ekki von á að hljóta viðurkenninguna. myndir/aðsendar „Ég bjóst alls ekki við þessu. Þetta var hundrað manna árgangur og ótrúlega margir flottir leikarar sem hafa fengið rosalega góða þjálfun,“ segir Unnur Eggertsdóttir í samtali við Vísi. Í dag útskrifaðist Unnur úr The American Academy of Dramatic Arts í New York en á útskriftarathöfninni hlaut hún viðurkenningu sem besta leikkona árgangsins. Ekki ómerkari leikurum en Spencer Tracy og Robert Redford hefur hlotnast þessi sami heiður. „Nú bý ég allavega yfir hinum fullkomna „icebreaker“ ef ég hitti Robert Redford.“ Unnur fær atvinnuleyfi í Bandaríkjunum til eins árs sem hún getur nýtt til að vinna í leiklistargeiranum. Það sem tekur við eru prufur en hún er til að mynda á leið í tvær slíkar í vikunni. „Það er mikið lagt upp úr því í skólanum hvernig þú átt að bera þig að í prufum og í raun heilt námskeið sem kennir þetta. Hvernig þú átt að bera þig og sýna þínar bestu hliðar. Hér í borginni eru stanslausar prufur sem ég mun sækja stíft.“ „Draumurinn er að geta hoppað á milli kvikmynda, sjónvarps og leikhúss,“ segir Unnur en bætir við að hennar grunnur liggi meira í leikhúsi. „Að leika á sviði er svo ofboðslega spennandi. Þú færð svo mikið frá áhorfendunum um leið og allt ferlið við að setja upp sýninguna er svo gefandi.“ „Það verður svolítið skrítin breyting. Námið hefur verið mjög strangt og skóladagurinn frá morgni til kvölds. Allt í einu er það ekki svo. Það er rosalega auðvelt að detta í leti þegar enginn er til að halda í hendina á manni lengur,“ segir Unnur. Hún bætir því við að mikilvægt sé að vera með sjálfsaga, sækja fleiri tíma, skrifa verk sjálfur og halda alltaf áfram að læra. Hingað til hefur Los Angeles haft þann stimpil á sér að vera mun meiri kvimynda- og sjónvarpsborg á meðan sviðslistin hefur að miklu leiti verið í New York. Unnur segir þetta vera smám saman að breytast. „Sem stendur vil ég vera áfram hérna en aðalatriðið er að taka þátt í einhverju sem veitir manni eitthvað sem leikari. Og ekki væri verra ef það borgar námslánin.“ Menning Tengdar fréttir Unnur Eggerts eltir æskudrauminn til New York Tónlistar- og dagskrárgerðarkonan fékk draum sinn uppfylltan þegar hún komst inn í virtan leiklistarskóla í New York á dögunum. 2. ágúst 2014 17:42 Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég bjóst alls ekki við þessu. Þetta var hundrað manna árgangur og ótrúlega margir flottir leikarar sem hafa fengið rosalega góða þjálfun,“ segir Unnur Eggertsdóttir í samtali við Vísi. Í dag útskrifaðist Unnur úr The American Academy of Dramatic Arts í New York en á útskriftarathöfninni hlaut hún viðurkenningu sem besta leikkona árgangsins. Ekki ómerkari leikurum en Spencer Tracy og Robert Redford hefur hlotnast þessi sami heiður. „Nú bý ég allavega yfir hinum fullkomna „icebreaker“ ef ég hitti Robert Redford.“ Unnur fær atvinnuleyfi í Bandaríkjunum til eins árs sem hún getur nýtt til að vinna í leiklistargeiranum. Það sem tekur við eru prufur en hún er til að mynda á leið í tvær slíkar í vikunni. „Það er mikið lagt upp úr því í skólanum hvernig þú átt að bera þig að í prufum og í raun heilt námskeið sem kennir þetta. Hvernig þú átt að bera þig og sýna þínar bestu hliðar. Hér í borginni eru stanslausar prufur sem ég mun sækja stíft.“ „Draumurinn er að geta hoppað á milli kvikmynda, sjónvarps og leikhúss,“ segir Unnur en bætir við að hennar grunnur liggi meira í leikhúsi. „Að leika á sviði er svo ofboðslega spennandi. Þú færð svo mikið frá áhorfendunum um leið og allt ferlið við að setja upp sýninguna er svo gefandi.“ „Það verður svolítið skrítin breyting. Námið hefur verið mjög strangt og skóladagurinn frá morgni til kvölds. Allt í einu er það ekki svo. Það er rosalega auðvelt að detta í leti þegar enginn er til að halda í hendina á manni lengur,“ segir Unnur. Hún bætir því við að mikilvægt sé að vera með sjálfsaga, sækja fleiri tíma, skrifa verk sjálfur og halda alltaf áfram að læra. Hingað til hefur Los Angeles haft þann stimpil á sér að vera mun meiri kvimynda- og sjónvarpsborg á meðan sviðslistin hefur að miklu leiti verið í New York. Unnur segir þetta vera smám saman að breytast. „Sem stendur vil ég vera áfram hérna en aðalatriðið er að taka þátt í einhverju sem veitir manni eitthvað sem leikari. Og ekki væri verra ef það borgar námslánin.“
Menning Tengdar fréttir Unnur Eggerts eltir æskudrauminn til New York Tónlistar- og dagskrárgerðarkonan fékk draum sinn uppfylltan þegar hún komst inn í virtan leiklistarskóla í New York á dögunum. 2. ágúst 2014 17:42 Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Unnur Eggerts eltir æskudrauminn til New York Tónlistar- og dagskrárgerðarkonan fékk draum sinn uppfylltan þegar hún komst inn í virtan leiklistarskóla í New York á dögunum. 2. ágúst 2014 17:42
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp