Kia Sportage 2017 fékk hæstu öryggiseinkunn Finnur Thorlacius skrifar 11. apríl 2016 16:41 Kia Sportage. Kia Motors Það er einfaldlega ekki hægt að fá hærri einkunn en nýjasta gerð Kia Sportage jepplingsins fékk í öryggisprófunum IIHS í Bandaríkjunum. Einkunnin “Top Safety Pick Plus” er það hæsta sem öryggisstofnunin gefur og hana fær enginn bíll sem ekki hlýtur hæsta skor í 5 mismunandi árekstarprófunum IIHS. Í umsögn IIHS segir að mikil framför hafi átt sér stað milli árgerðar 2016 og 2017 af Kia Sportage. Til að öðlast einkunnina “Top Safety Pick Plus” umfram “Top Safety Pick” þurfa öryggiskerfi bílsins að geta komið í veg fyrir árekstur á 20 og 40 km hraða og því náði Kia Sportage af nýjustu árgerð, auk þess að vernda farþega með besta móti í allra handa árekstrum. Í prófunum á 2016 árgerð Kia Sportage vantaði mikið uppá öryggi bílsins við árekstur við litla skörun að framanverðu og gekk bremsupedall bílsins alltof hátt upp, auk þess sem hliðaröryggispúðar bílsins blésu ekki upp. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent
Það er einfaldlega ekki hægt að fá hærri einkunn en nýjasta gerð Kia Sportage jepplingsins fékk í öryggisprófunum IIHS í Bandaríkjunum. Einkunnin “Top Safety Pick Plus” er það hæsta sem öryggisstofnunin gefur og hana fær enginn bíll sem ekki hlýtur hæsta skor í 5 mismunandi árekstarprófunum IIHS. Í umsögn IIHS segir að mikil framför hafi átt sér stað milli árgerðar 2016 og 2017 af Kia Sportage. Til að öðlast einkunnina “Top Safety Pick Plus” umfram “Top Safety Pick” þurfa öryggiskerfi bílsins að geta komið í veg fyrir árekstur á 20 og 40 km hraða og því náði Kia Sportage af nýjustu árgerð, auk þess að vernda farþega með besta móti í allra handa árekstrum. Í prófunum á 2016 árgerð Kia Sportage vantaði mikið uppá öryggi bílsins við árekstur við litla skörun að framanverðu og gekk bremsupedall bílsins alltof hátt upp, auk þess sem hliðaröryggispúðar bílsins blésu ekki upp.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent