Liggur ljóst fyrir Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 12. apríl 2016 07:00 Það liggur alveg ljóst fyrir, að ríkisstjórnarinnar bíða gríðarlega mikilvæg verkefni. Það liggur líka alveg ljóst fyrir að þessi ríkisstjórn hefur staðið sig afskaplega vel í því að auka ójöfnuð í samfélaginu. Til þess hefur þurft gustukaverk eins og að lækka veiðigjöld á útgerðarfélög svo þjóðin færi nú ekki að fá réttmætan arð af auðlindum sínum, slá af auðlegðarskatta, fella niður raforkuskatt af álverum en á sama tíma að hækka matarskatt og auka kostnað fyrir þá sem þurfa á heilbrigðiskerfinu að halda. Allt hefur þetta aukið á léttlyndi fjáraflamanna sem geta nú aftur slett úr klaufum, fengið hlutabréf í Símanum á sérkjörum, fundið greiðslukortafyrirtæki í Coca Puffs pakkanum og Tryggingarfélög með himinhá iðgjöld geta fyllt vel í fjárhirslur hluthafa. Á sama tíma verður erfiðara fyrir allan almúga að koma yfir sig þaki og lifa mannsæmandi lífi. Það liggur líka alveg ljóst fyrir að ríkisstjórnin er hvergi nærri hætt á þessari vegferð arðráns og einkavæðingar. Það liggur hinsvegar ljóst fyrir að ójöfnuður er ein af megin meinsemdum heimsins. Meira að segja The Economist, hefur lýst þessu ástandi sem sjúklegu og við því verði að bregðast. 62 ríkustu menn heims, eiga jafn mikið og fátækari helmingur mannkyns. Það liggur líka alveg ljóst fyrir að skattaskjól eru svindl sem gera þennan ójöfnuð mögulegan. Þar eigum við okkar fulltrúa. En aðalatriðið er þetta: allir þessir rassar eiga að vera víðsfjarri ráðherrastólunum þegar ríkisstjórn Íslands tekst á við þau mikilvægu mál sem framundan eru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Það liggur alveg ljóst fyrir, að ríkisstjórnarinnar bíða gríðarlega mikilvæg verkefni. Það liggur líka alveg ljóst fyrir að þessi ríkisstjórn hefur staðið sig afskaplega vel í því að auka ójöfnuð í samfélaginu. Til þess hefur þurft gustukaverk eins og að lækka veiðigjöld á útgerðarfélög svo þjóðin færi nú ekki að fá réttmætan arð af auðlindum sínum, slá af auðlegðarskatta, fella niður raforkuskatt af álverum en á sama tíma að hækka matarskatt og auka kostnað fyrir þá sem þurfa á heilbrigðiskerfinu að halda. Allt hefur þetta aukið á léttlyndi fjáraflamanna sem geta nú aftur slett úr klaufum, fengið hlutabréf í Símanum á sérkjörum, fundið greiðslukortafyrirtæki í Coca Puffs pakkanum og Tryggingarfélög með himinhá iðgjöld geta fyllt vel í fjárhirslur hluthafa. Á sama tíma verður erfiðara fyrir allan almúga að koma yfir sig þaki og lifa mannsæmandi lífi. Það liggur líka alveg ljóst fyrir að ríkisstjórnin er hvergi nærri hætt á þessari vegferð arðráns og einkavæðingar. Það liggur hinsvegar ljóst fyrir að ójöfnuður er ein af megin meinsemdum heimsins. Meira að segja The Economist, hefur lýst þessu ástandi sem sjúklegu og við því verði að bregðast. 62 ríkustu menn heims, eiga jafn mikið og fátækari helmingur mannkyns. Það liggur líka alveg ljóst fyrir að skattaskjól eru svindl sem gera þennan ójöfnuð mögulegan. Þar eigum við okkar fulltrúa. En aðalatriðið er þetta: allir þessir rassar eiga að vera víðsfjarri ráðherrastólunum þegar ríkisstjórn Íslands tekst á við þau mikilvægu mál sem framundan eru.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun