Húsgögn sem barnabörnin munu rífast um Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 11. apríl 2016 16:15 Þau Ágústa Magnúsdóttir og Gústav Jóhannsson hafa innréttað íbúðina sína með eigin hönnun en þau hanna og smíða húsgögn úr gegnheilum við. myndir Ernir Frá því hjónin Ágústa Magnúsdóttir og Gústav Jóhannsson kynntu sína fyrstu vöru á HönnunarMars fyrir fjórum árum hefur fyrirtækið þeirra, Agustav vaxið hratt. Vörulína þeirra inniheldur nú allt frá snögum og eldhúskollum til borðstofuborðs, sófa og hægindastóla og eru vörurnar seldar í fjölda netverslana. Ágústa og Gústav smíða allt sjálf á eigin verkstæði.Við höfum alltaf hannað og smíðað inn á heimilið okkar frá því við kynntumst og fórum að búa. Það kom að því að okkur langaði að vita hvort einhver annar en við sjálf hefði áhuga á því sem við vorum að smíða og einhver pinnaði mynd á Pinterest. Þá rauk þetta af stað og pantanir hrúguðust inn,“ útskýrir Ágústa Magnúsdóttir en hún Gústav Jóhannsson hanna og smíða húsgögn undir heitinu Agustav. Varan sem pinnuð var á Pinterest og ýtti snjóboltanum af stað voru bókasnagar úr við. Ágústa og Gústav voru þá búsett í Danmörku en sýndu snagana á HönnunarMars 2012. Þau fluttu síðan til Ítalíu með fjölskylduna og byggðu fyrirtækið enn frekar upp áður en þau fluttu hingað heim fyrir tveimur árum. Nú fjórum árum eftir að bókasnagarnir slógu í gegn hanna þau og framleiða borð, kolla, stóla, sófa og ruggustóla svo eitthvað sé nefnt.Fyrsta vara Agustav, bókasnagar, sló strax í gegn. Fjórum árum síðar hafa hjónin bætt rækilega við vörulínuna.„Bókasnagarnir hafa alltaf verið okkar vinsælasta vara. Þeir vöktu athygli þýska fyrirtækisin Monoqi þegar við bjuggum í Danmörku. Þau tóku snagana í sölu og þar duttu þeir strax inn á „Best seller“ listann þeirra. Fleiri aðilar höfðu samband og meðal netverslana sem selja Agustav eru Aha Life, Touch of Modern og fleiri. Á Ítalíu áttum við svo von á öðru barni okkar og ákváðum að flytja heim. Okkur langaði líka til þess að gera stærri hluti og hér á Íslandi eru boðleiðirnar styttri og meira hægt að gera. Síðustu tvö ár höfum því bætt stærri húsgögnum við vörulínuna,“ útskýrir Ágústa. Húsgögn Agustav eru smíðuð úr gegnheilum við og fyrir hverja selda vöru planta þau nýju tré. Gústav er húsgagnasmiður og sér um alla smíðina á verkstæði þeirra hjóna í Súðavogi. „Ég þvælist bara fyrir,“ segir Ágústa hlæjandi. „Við erum að klára pöntun fyrir Slippbarinn og þar áður smíðuðum við barstóla og snaga fyrir Marina hótel. Við sérsmíðum einnig eftir óskum fólks.“ Heimili þeirra hjóna undirlagt þeirra eigin hönnun og smíði og segir Ágústa gæðin í handverkinu þeirra hjartans mál. „Við viljum skapa vörur sem endast, þetta eru húsgögn sem barnabörnin munu rífast um,“ segir hún sposk. Nánar má forvitnast um hönnun Ágústu og Gústavs á www.Agustav.is Hús og heimili Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Frá því hjónin Ágústa Magnúsdóttir og Gústav Jóhannsson kynntu sína fyrstu vöru á HönnunarMars fyrir fjórum árum hefur fyrirtækið þeirra, Agustav vaxið hratt. Vörulína þeirra inniheldur nú allt frá snögum og eldhúskollum til borðstofuborðs, sófa og hægindastóla og eru vörurnar seldar í fjölda netverslana. Ágústa og Gústav smíða allt sjálf á eigin verkstæði.Við höfum alltaf hannað og smíðað inn á heimilið okkar frá því við kynntumst og fórum að búa. Það kom að því að okkur langaði að vita hvort einhver annar en við sjálf hefði áhuga á því sem við vorum að smíða og einhver pinnaði mynd á Pinterest. Þá rauk þetta af stað og pantanir hrúguðust inn,“ útskýrir Ágústa Magnúsdóttir en hún Gústav Jóhannsson hanna og smíða húsgögn undir heitinu Agustav. Varan sem pinnuð var á Pinterest og ýtti snjóboltanum af stað voru bókasnagar úr við. Ágústa og Gústav voru þá búsett í Danmörku en sýndu snagana á HönnunarMars 2012. Þau fluttu síðan til Ítalíu með fjölskylduna og byggðu fyrirtækið enn frekar upp áður en þau fluttu hingað heim fyrir tveimur árum. Nú fjórum árum eftir að bókasnagarnir slógu í gegn hanna þau og framleiða borð, kolla, stóla, sófa og ruggustóla svo eitthvað sé nefnt.Fyrsta vara Agustav, bókasnagar, sló strax í gegn. Fjórum árum síðar hafa hjónin bætt rækilega við vörulínuna.„Bókasnagarnir hafa alltaf verið okkar vinsælasta vara. Þeir vöktu athygli þýska fyrirtækisin Monoqi þegar við bjuggum í Danmörku. Þau tóku snagana í sölu og þar duttu þeir strax inn á „Best seller“ listann þeirra. Fleiri aðilar höfðu samband og meðal netverslana sem selja Agustav eru Aha Life, Touch of Modern og fleiri. Á Ítalíu áttum við svo von á öðru barni okkar og ákváðum að flytja heim. Okkur langaði líka til þess að gera stærri hluti og hér á Íslandi eru boðleiðirnar styttri og meira hægt að gera. Síðustu tvö ár höfum því bætt stærri húsgögnum við vörulínuna,“ útskýrir Ágústa. Húsgögn Agustav eru smíðuð úr gegnheilum við og fyrir hverja selda vöru planta þau nýju tré. Gústav er húsgagnasmiður og sér um alla smíðina á verkstæði þeirra hjóna í Súðavogi. „Ég þvælist bara fyrir,“ segir Ágústa hlæjandi. „Við erum að klára pöntun fyrir Slippbarinn og þar áður smíðuðum við barstóla og snaga fyrir Marina hótel. Við sérsmíðum einnig eftir óskum fólks.“ Heimili þeirra hjóna undirlagt þeirra eigin hönnun og smíði og segir Ágústa gæðin í handverkinu þeirra hjartans mál. „Við viljum skapa vörur sem endast, þetta eru húsgögn sem barnabörnin munu rífast um,“ segir hún sposk. Nánar má forvitnast um hönnun Ágústu og Gústavs á www.Agustav.is
Hús og heimili Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira