Frosti vonar að tillaga Vinstri grænna nái fram að ganga Heimir Már Pétursson skrifar 29. apríl 2016 19:27 Stjórnarandstaðan telur nauðsynlegt að Alþingi láti rannsaka umfang aflandsfélaga sem tengjast Íslandi og leggja Vinstri grænir til að forseti Alþingis skipi rannsóknarnefnd til að kortleggja það. Formaður Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vonar að tillagan nái fram að ganga. Þingsályktunartillaga Vinstri grænna kom til fyrri umræðu á Alþingi í dag. En þingmenn flokksins segja atburði síðustu vikna sýna að full nauðsyn sé á að ná utan um eignarhald Íslendinga á aflandsfélögum og þeir krefjast þess jafnframt að fjármálaráðherra segi af sér vegna tengsl sín við slíkt félag. „Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna sagði skattaskjól vera vettvang skattsvika í framsöguræðu sinni í dag. „Að slíkri stærðargráðu að enginn getur í raun og veru áttað sig á því umfangi. Skattaskjól eru staður þeirra sem vilja fría sig frá skyldum við sitt upprunasamfélag,“ sagði Svandís. Vinstri grænir vilja að nefnd fimm sérfræðinga verði skipuð og hún skili af sér bráðabirgðaskýrslu í september og lokaskýrslu í desember á þessu ári. Þingflokkur Samfylkingarinnar lagði einnig fram þingsályktun í dag um að Alþingi feli ríkisstjórninni að beita sér fyrir alþjóðlegum viðskiptaþvingunum gagnvart lágskattaríkjum til að koma í veg fyrir leynd yfir eignarhaldi félaga í lágskattaríkjum og koma í veg fyrir skattaundanskot. Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar sagði afstöðu hans til skattaskjóla mjög skýra. „Ég er andvígur þeirra starfsemi og ég tel nauðsynlegt að Ísland verði hvorki meira né minna í í fararbroddi í því að berjast gegn starfsemi þeirra,“ sagði Frosti. Fyrsta skrefið væri að gera sér grein fyrir umfangi vandans hér á Íslandi og í því ljósi væri tillaga Vinstri grænna áhugaverð. „Og margt í henni sem ég tel að við getum stutt. Ég veit að í meðförum þingsins mun hún eingöngu batna og ég vona að hún nái fram að ganga. Þannig að það er mín afstaða til málsins,“ sagði Frosti Sigurjónsson. Alþingi Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira
Stjórnarandstaðan telur nauðsynlegt að Alþingi láti rannsaka umfang aflandsfélaga sem tengjast Íslandi og leggja Vinstri grænir til að forseti Alþingis skipi rannsóknarnefnd til að kortleggja það. Formaður Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vonar að tillagan nái fram að ganga. Þingsályktunartillaga Vinstri grænna kom til fyrri umræðu á Alþingi í dag. En þingmenn flokksins segja atburði síðustu vikna sýna að full nauðsyn sé á að ná utan um eignarhald Íslendinga á aflandsfélögum og þeir krefjast þess jafnframt að fjármálaráðherra segi af sér vegna tengsl sín við slíkt félag. „Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna sagði skattaskjól vera vettvang skattsvika í framsöguræðu sinni í dag. „Að slíkri stærðargráðu að enginn getur í raun og veru áttað sig á því umfangi. Skattaskjól eru staður þeirra sem vilja fría sig frá skyldum við sitt upprunasamfélag,“ sagði Svandís. Vinstri grænir vilja að nefnd fimm sérfræðinga verði skipuð og hún skili af sér bráðabirgðaskýrslu í september og lokaskýrslu í desember á þessu ári. Þingflokkur Samfylkingarinnar lagði einnig fram þingsályktun í dag um að Alþingi feli ríkisstjórninni að beita sér fyrir alþjóðlegum viðskiptaþvingunum gagnvart lágskattaríkjum til að koma í veg fyrir leynd yfir eignarhaldi félaga í lágskattaríkjum og koma í veg fyrir skattaundanskot. Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar sagði afstöðu hans til skattaskjóla mjög skýra. „Ég er andvígur þeirra starfsemi og ég tel nauðsynlegt að Ísland verði hvorki meira né minna í í fararbroddi í því að berjast gegn starfsemi þeirra,“ sagði Frosti. Fyrsta skrefið væri að gera sér grein fyrir umfangi vandans hér á Íslandi og í því ljósi væri tillaga Vinstri grænna áhugaverð. „Og margt í henni sem ég tel að við getum stutt. Ég veit að í meðförum þingsins mun hún eingöngu batna og ég vona að hún nái fram að ganga. Þannig að það er mín afstaða til málsins,“ sagði Frosti Sigurjónsson.
Alþingi Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira