Frosti vonar að tillaga Vinstri grænna nái fram að ganga Heimir Már Pétursson skrifar 29. apríl 2016 19:27 Stjórnarandstaðan telur nauðsynlegt að Alþingi láti rannsaka umfang aflandsfélaga sem tengjast Íslandi og leggja Vinstri grænir til að forseti Alþingis skipi rannsóknarnefnd til að kortleggja það. Formaður Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vonar að tillagan nái fram að ganga. Þingsályktunartillaga Vinstri grænna kom til fyrri umræðu á Alþingi í dag. En þingmenn flokksins segja atburði síðustu vikna sýna að full nauðsyn sé á að ná utan um eignarhald Íslendinga á aflandsfélögum og þeir krefjast þess jafnframt að fjármálaráðherra segi af sér vegna tengsl sín við slíkt félag. „Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna sagði skattaskjól vera vettvang skattsvika í framsöguræðu sinni í dag. „Að slíkri stærðargráðu að enginn getur í raun og veru áttað sig á því umfangi. Skattaskjól eru staður þeirra sem vilja fría sig frá skyldum við sitt upprunasamfélag,“ sagði Svandís. Vinstri grænir vilja að nefnd fimm sérfræðinga verði skipuð og hún skili af sér bráðabirgðaskýrslu í september og lokaskýrslu í desember á þessu ári. Þingflokkur Samfylkingarinnar lagði einnig fram þingsályktun í dag um að Alþingi feli ríkisstjórninni að beita sér fyrir alþjóðlegum viðskiptaþvingunum gagnvart lágskattaríkjum til að koma í veg fyrir leynd yfir eignarhaldi félaga í lágskattaríkjum og koma í veg fyrir skattaundanskot. Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar sagði afstöðu hans til skattaskjóla mjög skýra. „Ég er andvígur þeirra starfsemi og ég tel nauðsynlegt að Ísland verði hvorki meira né minna í í fararbroddi í því að berjast gegn starfsemi þeirra,“ sagði Frosti. Fyrsta skrefið væri að gera sér grein fyrir umfangi vandans hér á Íslandi og í því ljósi væri tillaga Vinstri grænna áhugaverð. „Og margt í henni sem ég tel að við getum stutt. Ég veit að í meðförum þingsins mun hún eingöngu batna og ég vona að hún nái fram að ganga. Þannig að það er mín afstaða til málsins,“ sagði Frosti Sigurjónsson. Alþingi Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Stjórnarandstaðan telur nauðsynlegt að Alþingi láti rannsaka umfang aflandsfélaga sem tengjast Íslandi og leggja Vinstri grænir til að forseti Alþingis skipi rannsóknarnefnd til að kortleggja það. Formaður Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vonar að tillagan nái fram að ganga. Þingsályktunartillaga Vinstri grænna kom til fyrri umræðu á Alþingi í dag. En þingmenn flokksins segja atburði síðustu vikna sýna að full nauðsyn sé á að ná utan um eignarhald Íslendinga á aflandsfélögum og þeir krefjast þess jafnframt að fjármálaráðherra segi af sér vegna tengsl sín við slíkt félag. „Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna sagði skattaskjól vera vettvang skattsvika í framsöguræðu sinni í dag. „Að slíkri stærðargráðu að enginn getur í raun og veru áttað sig á því umfangi. Skattaskjól eru staður þeirra sem vilja fría sig frá skyldum við sitt upprunasamfélag,“ sagði Svandís. Vinstri grænir vilja að nefnd fimm sérfræðinga verði skipuð og hún skili af sér bráðabirgðaskýrslu í september og lokaskýrslu í desember á þessu ári. Þingflokkur Samfylkingarinnar lagði einnig fram þingsályktun í dag um að Alþingi feli ríkisstjórninni að beita sér fyrir alþjóðlegum viðskiptaþvingunum gagnvart lágskattaríkjum til að koma í veg fyrir leynd yfir eignarhaldi félaga í lágskattaríkjum og koma í veg fyrir skattaundanskot. Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar sagði afstöðu hans til skattaskjóla mjög skýra. „Ég er andvígur þeirra starfsemi og ég tel nauðsynlegt að Ísland verði hvorki meira né minna í í fararbroddi í því að berjast gegn starfsemi þeirra,“ sagði Frosti. Fyrsta skrefið væri að gera sér grein fyrir umfangi vandans hér á Íslandi og í því ljósi væri tillaga Vinstri grænna áhugaverð. „Og margt í henni sem ég tel að við getum stutt. Ég veit að í meðförum þingsins mun hún eingöngu batna og ég vona að hún nái fram að ganga. Þannig að það er mín afstaða til málsins,“ sagði Frosti Sigurjónsson.
Alþingi Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira