Fótbolti

Óþekktur íslenskur framherji skoraði tvö í norska bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Elís Þrándarson tókst ekki að skora en hans lið fór áfram.
Aron Elís Þrándarson tókst ekki að skora en hans lið fór áfram. Vísir/Getty
Íslendingaliðið Aalesund komst í hann krappan í Íslendingaslag á móti nágrannaliðinu Herd í norsku bikarkeppninni í kvöld en Herd spilar þremur deildum neðar.

D-deildarliðið Herd komst í 2-0 og 3-1 í leiknum en Aalesund náði að jafna metin með tveimur mörkum á síðustu þremur mínútum leiksins.

Mustafa Abdellaoue skoraði jöfnunarmarkið fyrir Aalesund á 88. mínútu og fylgdi því síðan eftir með því að skora sigurmarkið í framlengingunni.

Ingólfur Örn Kristjánsson kom Herd í 2-0 á móti Aalesund með tveimur mörkum á fyrstu tólf mínútum leiksins en þessi draumabyrjun dugði ekki Herd-liðinu.

Ingólfur Örn er 26 ára gamall og er frá Grundarfirði. Hann spilaði með Völsungi á Húsavík áður en hann fót úr til Noregs.

Það er spurning hvort frammistaða hans í kvöld veki athygli stærri liða í Noregi en hann hefur skorað níu mörk í átta leikjum með Herd í öllum keppnum á þessu tímabili.

Aron Elís Þrándarson, Daníel Leó Grétarsson og Adam Örn Arnarson léku allan leikinn með liði Aalesund. Daníel Leó og Adam Örn í vörninni en Aron Elís í framlínunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×