Sjáðu öll mörkin og ævintýralegt klúður Gazzaniga Valur Páll Eiríksson skrifar 19. september 2024 09:31 Gazzaniga var óhuggandi eftir leik. Rico Brouwer/Soccrates/Getty Images Mörkin létu á sér standa framan af Meistaradeildarkvöldi gærdagsins en urðu að endingu 13 talsins. Tveimur leikjum lauk með markalausu jafntefli. Stórleikur gærkvöldsins stóð ekki alveg undir nafni og lauk með markalausu jafntefli Manchester City og Inter Milan á Etihad-vellinum í Manchester. City-liðið sótti duglega að Inter undir lok leiks en tókst ekki að koma boltanum í netið. Þrír aðrir leikir fóru fram á sama tíma og var lengi vel útlit fyrir að hvergi yrði skorað nema í Glasgow í Skotlandi. Þar voru mörkin sex er Celtic vann frábæran 5-1 sigur á Slovan Bratislava í geggjaðri stemningu í Glasgow. Heimir Hallgrímsson gat fagnað en tveir leikmenn úr landsliðshópi hans hjá Írlandi skoruðu fyrir Celtic, þeir Liam Scales og Adam Idah. Japanarnir Kyogo Furuhashi og Daizen Maeda skoruðu þá báðir laglegt mark fyrir Celtic. Klippa: Mörkin úr leik Celtic og Slovan Bratislava Verr gekk að skora annarsstaðar og þar var ekki fyrr en á 76. mínútu sem enski varamaðurinn Jamie Gittens braut ísinn fyrir Borussia Dortmund gegn Club Brugge í Belgíu. Tíu mínútum síðar skoraði Gittens aftur, einkar laglegt mark, áður en Serhou Guirassy skoraði sitt fyrsta mark fyrir Dortmund af vítapunktinum til að innsigla 3-0 útisigur. Klippa: Mörkin úr leik Club Brugge og Dortmund Í París var biðin enn lengri þar sem hinn argentínski Paulo Gazzaniga hafði í nógu að snúast og hélt Girona í raun inni í leik liðsins við PSG. Eftir nokkrar stórglæsilegar markvörslur var komið fram á 90. mínútu þegar Nuno Mendes fann leið framhjá markverðinum. Eða í raun í gegnum hann. Gazzaniga missti boltann klaufalega undir sig á ögurstundu og 1-0 sigur PSG staðreynd. Klippa: Ævintýralegt klúður Gazzaniga gegn PSG Fyrr um daginn höfðu tveir leikir farið fram. Nokkuð óvænt vann Sparta Prag sannfærandi 3-0 sigur á RB Salzburg í Tékklandi. Þar komust Finninn Kaan Kairinen, Albaninn Qazim Laci og Nígeríumaðurinn Victor Olatunji á blað. Klippa: Mörk Sparta Prag gegn Salzburg Bologna og Shakhtar Donetsk gerðu þá markalaust jafntefli á Ítalíu þar sem Pólverjinn Lukasz Skorupski varði vítaspyrnu frá Georgiy Sudakov snemma leiks. Klippa: Vítavarsla í leik Bologna og Shakhtar Boltinn rúllar áfram í Meistaradeildinni í kvöld þar sem sex leikir verða á dagskrá. Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen, Arsenal, Atlético Madrid og Barcelona mæta öll til leiks. Leikina má sjá að neðan. Leikir dagsins í Meistaradeild Evrópu 16:45 Rauða stjarnan - Benfica (Vodafone Sport) 16:45 Feyenoord - Leverkusen (Stöð 2 Sport 3) 18:30 Meistaradeildarmessan (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Atalanta - Arsenal (Vodafone Sport) 19:00 Atlético Madrid - Leipzig (Stöð 2 Sport 4) 19:00 Mónakó - Barcelona (Stöð 2 Sport 3) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Sjá meira
Stórleikur gærkvöldsins stóð ekki alveg undir nafni og lauk með markalausu jafntefli Manchester City og Inter Milan á Etihad-vellinum í Manchester. City-liðið sótti duglega að Inter undir lok leiks en tókst ekki að koma boltanum í netið. Þrír aðrir leikir fóru fram á sama tíma og var lengi vel útlit fyrir að hvergi yrði skorað nema í Glasgow í Skotlandi. Þar voru mörkin sex er Celtic vann frábæran 5-1 sigur á Slovan Bratislava í geggjaðri stemningu í Glasgow. Heimir Hallgrímsson gat fagnað en tveir leikmenn úr landsliðshópi hans hjá Írlandi skoruðu fyrir Celtic, þeir Liam Scales og Adam Idah. Japanarnir Kyogo Furuhashi og Daizen Maeda skoruðu þá báðir laglegt mark fyrir Celtic. Klippa: Mörkin úr leik Celtic og Slovan Bratislava Verr gekk að skora annarsstaðar og þar var ekki fyrr en á 76. mínútu sem enski varamaðurinn Jamie Gittens braut ísinn fyrir Borussia Dortmund gegn Club Brugge í Belgíu. Tíu mínútum síðar skoraði Gittens aftur, einkar laglegt mark, áður en Serhou Guirassy skoraði sitt fyrsta mark fyrir Dortmund af vítapunktinum til að innsigla 3-0 útisigur. Klippa: Mörkin úr leik Club Brugge og Dortmund Í París var biðin enn lengri þar sem hinn argentínski Paulo Gazzaniga hafði í nógu að snúast og hélt Girona í raun inni í leik liðsins við PSG. Eftir nokkrar stórglæsilegar markvörslur var komið fram á 90. mínútu þegar Nuno Mendes fann leið framhjá markverðinum. Eða í raun í gegnum hann. Gazzaniga missti boltann klaufalega undir sig á ögurstundu og 1-0 sigur PSG staðreynd. Klippa: Ævintýralegt klúður Gazzaniga gegn PSG Fyrr um daginn höfðu tveir leikir farið fram. Nokkuð óvænt vann Sparta Prag sannfærandi 3-0 sigur á RB Salzburg í Tékklandi. Þar komust Finninn Kaan Kairinen, Albaninn Qazim Laci og Nígeríumaðurinn Victor Olatunji á blað. Klippa: Mörk Sparta Prag gegn Salzburg Bologna og Shakhtar Donetsk gerðu þá markalaust jafntefli á Ítalíu þar sem Pólverjinn Lukasz Skorupski varði vítaspyrnu frá Georgiy Sudakov snemma leiks. Klippa: Vítavarsla í leik Bologna og Shakhtar Boltinn rúllar áfram í Meistaradeildinni í kvöld þar sem sex leikir verða á dagskrá. Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen, Arsenal, Atlético Madrid og Barcelona mæta öll til leiks. Leikina má sjá að neðan. Leikir dagsins í Meistaradeild Evrópu 16:45 Rauða stjarnan - Benfica (Vodafone Sport) 16:45 Feyenoord - Leverkusen (Stöð 2 Sport 3) 18:30 Meistaradeildarmessan (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Atalanta - Arsenal (Vodafone Sport) 19:00 Atlético Madrid - Leipzig (Stöð 2 Sport 4) 19:00 Mónakó - Barcelona (Stöð 2 Sport 3) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2)
Leikir dagsins í Meistaradeild Evrópu 16:45 Rauða stjarnan - Benfica (Vodafone Sport) 16:45 Feyenoord - Leverkusen (Stöð 2 Sport 3) 18:30 Meistaradeildarmessan (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Atalanta - Arsenal (Vodafone Sport) 19:00 Atlético Madrid - Leipzig (Stöð 2 Sport 4) 19:00 Mónakó - Barcelona (Stöð 2 Sport 3) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Sjá meira