Hrannar taldi sig ekki eiga möguleika gegn Ólafi Ragnari Birta Björnsdóttir skrifar 27. apríl 2016 19:30 Það var Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík sem boðaði til fundar með forsetaframbjóðendum fyrr í dag. Sjö af þeim tólf sem ákveðið hafa að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands mættu til fundarins. Reyndar fækkaði um einn úr röðum frambjóðenda á fundinum sjálfum þegar Hrannar Pétursson tilkynnti þar að hann hyggðist draga framboð sitt til baka. „Ástæðan fyrir því er í raun og veru mjög einföld. Það varð ákveðin eðlisbreyting á kosningabaráttunni með ákvörðun sitjandi forseta um að sækjast eftir endurkjöri. Í ljósi þeirra breyttu aðstæðna fannst mér einfaldlega skynsamlegt að stíga til hliðar. Það er kalt en skynsamlegt mat," sagði Hrannar að fundi loknum. „Það er einfaldlega svo að líkur mínar á góðum árangri minnkuðu all verulega eftir að Ólafur Ragnar ákvað að stíga inn á þennan völl."Heldurðu að þú komir til með að bjóða þig aftur fram einhverntíman í framtíðinni?„Nú hugsa ég bara einn tvo daga fram í tímann og við skulum bara sjá hvað gerist. Ég hlakka til að fylgjast með umræðunni sem framundan er. Það er mikið af góðum hugmyndum og margir frambjóðendur með skýra og góða sýn," sagði Hrannar.Treystir þú þér til að lýsa yfir stuðningi við einhvern af þeim sem ennþá eru í framboði? „Ég ætla að láta það eiga sig. Ég ætla einfaldlega að stíga til hliðar og óska þeim öllum góðs gengis," sagði Hrannar.Á fundinum fengu frambjóðendur tækifæri til að kynna sig áður en þau svöruðu spurningum úr sal. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá brot úr ræðum þeirrra Andra Snæs Magnasonar, Ástþórs Magnússonar, Benedikts Kristjáns Mewes, Guðrúnar Margrétar Pálsdóttur, Höllu Tómasdóttur og Hildar Þórðardóttur. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR nýtur Ólafur Ragnar Grímsson langmests stuðnings frambjóðenda og mælist með 52,6 prósenta fylgi. Það er næstum nákvæmlega sama hlutfall og Ólafur Ragnar náði af greiddum atkvæðum þegar hann náði endurkjöri í embættið fyrir fjórum árum síðan. Andri Snær Magnason mælist með 29,4 prósenta fylgi í könnun MMR en könnun var gerð dagana 22-26 apríl. Halla Tómasdóttir mælist með 8,8 prósenta fylgi en aðrir frambjóðendur ná ekki tveggja prósenta fylgi. Háskólamenntaðir og þau sem búsett eru á höfuðborgarsvæðinu eru líklegust til að kjósa Andra Snæ, en Ólafur hefur hlutfallslega mest fylgi meðal þeirra sem hafa lægra menntunarstig og búsett eru á landsbyggðinni. Halla Tómasdóttir hefur hlutfallslega meira fylgi hjá konum og æðstu stjórnendum fyrirtækja, samkvæmt upplýsingum frá MMR. Fresturinn til að skila inn framboði til embættis forseta Íslands rennur út þann 20.maí næstkomandi. Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 video kassi Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Sjá meira
Það var Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík sem boðaði til fundar með forsetaframbjóðendum fyrr í dag. Sjö af þeim tólf sem ákveðið hafa að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands mættu til fundarins. Reyndar fækkaði um einn úr röðum frambjóðenda á fundinum sjálfum þegar Hrannar Pétursson tilkynnti þar að hann hyggðist draga framboð sitt til baka. „Ástæðan fyrir því er í raun og veru mjög einföld. Það varð ákveðin eðlisbreyting á kosningabaráttunni með ákvörðun sitjandi forseta um að sækjast eftir endurkjöri. Í ljósi þeirra breyttu aðstæðna fannst mér einfaldlega skynsamlegt að stíga til hliðar. Það er kalt en skynsamlegt mat," sagði Hrannar að fundi loknum. „Það er einfaldlega svo að líkur mínar á góðum árangri minnkuðu all verulega eftir að Ólafur Ragnar ákvað að stíga inn á þennan völl."Heldurðu að þú komir til með að bjóða þig aftur fram einhverntíman í framtíðinni?„Nú hugsa ég bara einn tvo daga fram í tímann og við skulum bara sjá hvað gerist. Ég hlakka til að fylgjast með umræðunni sem framundan er. Það er mikið af góðum hugmyndum og margir frambjóðendur með skýra og góða sýn," sagði Hrannar.Treystir þú þér til að lýsa yfir stuðningi við einhvern af þeim sem ennþá eru í framboði? „Ég ætla að láta það eiga sig. Ég ætla einfaldlega að stíga til hliðar og óska þeim öllum góðs gengis," sagði Hrannar.Á fundinum fengu frambjóðendur tækifæri til að kynna sig áður en þau svöruðu spurningum úr sal. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá brot úr ræðum þeirrra Andra Snæs Magnasonar, Ástþórs Magnússonar, Benedikts Kristjáns Mewes, Guðrúnar Margrétar Pálsdóttur, Höllu Tómasdóttur og Hildar Þórðardóttur. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR nýtur Ólafur Ragnar Grímsson langmests stuðnings frambjóðenda og mælist með 52,6 prósenta fylgi. Það er næstum nákvæmlega sama hlutfall og Ólafur Ragnar náði af greiddum atkvæðum þegar hann náði endurkjöri í embættið fyrir fjórum árum síðan. Andri Snær Magnason mælist með 29,4 prósenta fylgi í könnun MMR en könnun var gerð dagana 22-26 apríl. Halla Tómasdóttir mælist með 8,8 prósenta fylgi en aðrir frambjóðendur ná ekki tveggja prósenta fylgi. Háskólamenntaðir og þau sem búsett eru á höfuðborgarsvæðinu eru líklegust til að kjósa Andra Snæ, en Ólafur hefur hlutfallslega mest fylgi meðal þeirra sem hafa lægra menntunarstig og búsett eru á landsbyggðinni. Halla Tómasdóttir hefur hlutfallslega meira fylgi hjá konum og æðstu stjórnendum fyrirtækja, samkvæmt upplýsingum frá MMR. Fresturinn til að skila inn framboði til embættis forseta Íslands rennur út þann 20.maí næstkomandi.
Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 video kassi Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Sjá meira