Álag Berglind Pétursdóttir skrifar 25. apríl 2016 07:00 Þar sem ég vinn á auglýsingastofu er ég alveg að drepast úr týpuálagi og eitt af mínum flúruðu karaktereinkennum er að ég drekk alveg geggjað mikið kaffi. Það geri ég til að örva heilann, vera hress og fá sturlaðar hundraðþúsundkrónahugmyndir. Það setti því talsvert stórt strik í týpureikninginn þegar kaffivél vinnustaðarins gaf upp öndina um daginn. Getiði ímyndað ykkur áfallið? Hún var reyndar örugglega búin að hella upp á sjö milljónir kaffibolla yfir mánuðinn en engu að síður var þetta kjaftshögg. Ég fann hvernig tærnar krulluðust af spennu í Birkenstock-inniskónum og fráhvarfseinkennin kitluðu mig í heilabörkinn. Ég reifst einu sinni við konu á netinu sem hélt því fram að kaffi væri mest ávanabindandi eiturlyf í heimi. Þetta er eina skiptið sem ég hef rifist við nokkurn mann á netinu á ævi minni. Hefur þessi kona aldrei prófað heróín eða krakk? Allavega. Í kaffileysinu var brugðið á það ráð að hella uppá á gamla mátann (sem ég veit ekki alveg hvernig er, örugglega bara skrúfað frá heita vatninu í krananum og látið renna í gegnum poka af BKI) og dregnar fram tvær risakönnur með pumpu sem höfðu ekki litið sólarljós síðan í næntís. Á svipstundu var ég komin til himna. Það er nefnilega fátt betra en síðustu droparnir úr pumpukönnu sem prumpufrussast í bollann og skvettast á skyrtuna í leiðinni. Sjóðheitt og þunnt kaffi sem er á litinn eins og te. Eins og maður sé skyndilega staddur á Litlu Kaffistofunni með tilheyrandi plastdúkum, upprúlluðum pönnukökum með sykri og gömlu fótboltaskrauti. Og á svoleiðis stað vilja allir auglýsingahipsterar vera.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. apríl Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Þar sem ég vinn á auglýsingastofu er ég alveg að drepast úr týpuálagi og eitt af mínum flúruðu karaktereinkennum er að ég drekk alveg geggjað mikið kaffi. Það geri ég til að örva heilann, vera hress og fá sturlaðar hundraðþúsundkrónahugmyndir. Það setti því talsvert stórt strik í týpureikninginn þegar kaffivél vinnustaðarins gaf upp öndina um daginn. Getiði ímyndað ykkur áfallið? Hún var reyndar örugglega búin að hella upp á sjö milljónir kaffibolla yfir mánuðinn en engu að síður var þetta kjaftshögg. Ég fann hvernig tærnar krulluðust af spennu í Birkenstock-inniskónum og fráhvarfseinkennin kitluðu mig í heilabörkinn. Ég reifst einu sinni við konu á netinu sem hélt því fram að kaffi væri mest ávanabindandi eiturlyf í heimi. Þetta er eina skiptið sem ég hef rifist við nokkurn mann á netinu á ævi minni. Hefur þessi kona aldrei prófað heróín eða krakk? Allavega. Í kaffileysinu var brugðið á það ráð að hella uppá á gamla mátann (sem ég veit ekki alveg hvernig er, örugglega bara skrúfað frá heita vatninu í krananum og látið renna í gegnum poka af BKI) og dregnar fram tvær risakönnur með pumpu sem höfðu ekki litið sólarljós síðan í næntís. Á svipstundu var ég komin til himna. Það er nefnilega fátt betra en síðustu droparnir úr pumpukönnu sem prumpufrussast í bollann og skvettast á skyrtuna í leiðinni. Sjóðheitt og þunnt kaffi sem er á litinn eins og te. Eins og maður sé skyndilega staddur á Litlu Kaffistofunni með tilheyrandi plastdúkum, upprúlluðum pönnukökum með sykri og gömlu fótboltaskrauti. Og á svoleiðis stað vilja allir auglýsingahipsterar vera.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. apríl
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun