Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar 27. október 2025 19:00 Kæri atvinnuveitandi, veist þú hvað mannfræði er og hvernig menntun mannfræðinga nýtist á atvinnumarkaði? Mannfræði er regnhlífarhugtak. Innan fagsins eru mörg undirfög eins og félags- og menningarmannfræði, líffræðileg mannfræði, heilsumannfræði og málvísindaleg mannfræði. Við Háskóla Íslands er félagsleg mannfræði kennd. Mannfræðingar rannsaka og skoða allt sem viðkemur manneskjunni. Í félagslegri og menningarlegri mannfræði er menningin rannsökuð, mannleg hegðun, fordómar, trúarbrögð, búferlaflutningar, kynjahlutverk, sjálfsmyndir, manngerð kerfi, tengsl mannsins við náttúruna, stjórnarfar samfélaga, hópaskipan, fjölmenning, vald, hagræn ferli, sifjatengsl og fjölmargt fleira. Rannsóknaraðferðir mannfræðinnar gætu nýst vel á mörgum vinnustöðum því flestir mannfræðingar með MA próf í félags- og menningarlegri mannfræði hafa reynslu af því að fara á vettvang, fylgjast með, taka viðtöl við fólk, afla gagna, greina þau og setja niðurstöður í víðara samhengi. Mörg fyrirtæki og stofnanir erlendis sækjast eftir mannfræðingum einmitt vegna rannsóknarhæfni þeirra og færni í menningarlegri greiningu. Í því samhengi má nefna Google, FBI, Microsoft og SoundCloud. Á Norðurlöndunum eru mannfræðingar í auknum mæli ráðnir inn á spítala, m.a. til þess að rannsaka sjúklingaupplifun og menningu innan heilbrigðiskerfisins ásamt samskiptum sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks. Mannfræðingar hafa góða menntun í fjölmenningu, innflytjendamálum og menningarlegri greiningu. Fjölbreytileiki hefur aldrei verið meiri á íslenskum vinnumarkaði og inngilding skiptir þar gríðarlega miklu máli. Rannsóknir hafa sýnt fram á að hópar á vinnustöðum með ólíkan bakgrunn (t.d. kyn, aldur, menning, reynsla og menntun) taka betri og meira skapandi ákvarðanir. Fjölbreytt teymi eru lausnamiðaðri því þau sjá vandamál og lausnir út frá fleiri sjónarhornum.[1] Mannfræðingur á vinnustað býr yfir þekkingu á menningarnæmi og skilningi á mannlegum margbreytileika og veit að framsetning slíkra hugtaka á vinnustöðum skiptir litlu máli ef henni fylgja ekki raunverulegar gjörðir og innleiðing í daglegt starf. Mannfræðingar eru greinandi, með þjálfun í gagnaöflun, greiningu gagna, framsetningu fræðsluefnis og lausnamiðaðri hugsun. Færni þeirra nýtist vel í fjölbreytt verkefni á sviði félagsmála, stjórnsýslu og opinberrar þjónustu, hjá alþjóðastofnunum og í þróunarsamvinnu, í fræðslu og rannsóknum, í fjölmiðlun, kennslu, á söfnum og bókasöfnum, í markaðssetningu, auglýsingageira og í verkefnastjórnun, enda hafa þeir reynslu af því að fylgja rannsóknarverkefnum eftir frá upphafi til enda. Mannfræðingar eru í auknum mæli að verða eftirsóttir starfskraftar í tæknigeiranum erlendis við þróun á notendamiðaðri hönnun og koma þá rannsóknaraðferðir mannfræðinnar að góðum notum. Hvernig gætu mannfræðingar hjálpað þér atvinnuveitandi góður, við að takast á við þínar áskoranir? Höfundur er mannfræðingur og stjórnarkona í Mannfræðifélagi Íslands [1] McKinsey & Company. (2020). Diversity wins: How inclusion matters. McKinsey & Company.https://www.mckinsey.com/featured-insights/diversity-and-inclusion/diversity-wins-how-inclusion-matters ; Rock, D., & Grant, H. (2016). Why diverse teams are smarter.Harvard Business Review. Sótt af:https://hbr.org/2016/11/why-diverse-teams-are-smarter Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Skóla- og menntamál Mest lesið 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Kæri atvinnuveitandi, veist þú hvað mannfræði er og hvernig menntun mannfræðinga nýtist á atvinnumarkaði? Mannfræði er regnhlífarhugtak. Innan fagsins eru mörg undirfög eins og félags- og menningarmannfræði, líffræðileg mannfræði, heilsumannfræði og málvísindaleg mannfræði. Við Háskóla Íslands er félagsleg mannfræði kennd. Mannfræðingar rannsaka og skoða allt sem viðkemur manneskjunni. Í félagslegri og menningarlegri mannfræði er menningin rannsökuð, mannleg hegðun, fordómar, trúarbrögð, búferlaflutningar, kynjahlutverk, sjálfsmyndir, manngerð kerfi, tengsl mannsins við náttúruna, stjórnarfar samfélaga, hópaskipan, fjölmenning, vald, hagræn ferli, sifjatengsl og fjölmargt fleira. Rannsóknaraðferðir mannfræðinnar gætu nýst vel á mörgum vinnustöðum því flestir mannfræðingar með MA próf í félags- og menningarlegri mannfræði hafa reynslu af því að fara á vettvang, fylgjast með, taka viðtöl við fólk, afla gagna, greina þau og setja niðurstöður í víðara samhengi. Mörg fyrirtæki og stofnanir erlendis sækjast eftir mannfræðingum einmitt vegna rannsóknarhæfni þeirra og færni í menningarlegri greiningu. Í því samhengi má nefna Google, FBI, Microsoft og SoundCloud. Á Norðurlöndunum eru mannfræðingar í auknum mæli ráðnir inn á spítala, m.a. til þess að rannsaka sjúklingaupplifun og menningu innan heilbrigðiskerfisins ásamt samskiptum sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks. Mannfræðingar hafa góða menntun í fjölmenningu, innflytjendamálum og menningarlegri greiningu. Fjölbreytileiki hefur aldrei verið meiri á íslenskum vinnumarkaði og inngilding skiptir þar gríðarlega miklu máli. Rannsóknir hafa sýnt fram á að hópar á vinnustöðum með ólíkan bakgrunn (t.d. kyn, aldur, menning, reynsla og menntun) taka betri og meira skapandi ákvarðanir. Fjölbreytt teymi eru lausnamiðaðri því þau sjá vandamál og lausnir út frá fleiri sjónarhornum.[1] Mannfræðingur á vinnustað býr yfir þekkingu á menningarnæmi og skilningi á mannlegum margbreytileika og veit að framsetning slíkra hugtaka á vinnustöðum skiptir litlu máli ef henni fylgja ekki raunverulegar gjörðir og innleiðing í daglegt starf. Mannfræðingar eru greinandi, með þjálfun í gagnaöflun, greiningu gagna, framsetningu fræðsluefnis og lausnamiðaðri hugsun. Færni þeirra nýtist vel í fjölbreytt verkefni á sviði félagsmála, stjórnsýslu og opinberrar þjónustu, hjá alþjóðastofnunum og í þróunarsamvinnu, í fræðslu og rannsóknum, í fjölmiðlun, kennslu, á söfnum og bókasöfnum, í markaðssetningu, auglýsingageira og í verkefnastjórnun, enda hafa þeir reynslu af því að fylgja rannsóknarverkefnum eftir frá upphafi til enda. Mannfræðingar eru í auknum mæli að verða eftirsóttir starfskraftar í tæknigeiranum erlendis við þróun á notendamiðaðri hönnun og koma þá rannsóknaraðferðir mannfræðinnar að góðum notum. Hvernig gætu mannfræðingar hjálpað þér atvinnuveitandi góður, við að takast á við þínar áskoranir? Höfundur er mannfræðingur og stjórnarkona í Mannfræðifélagi Íslands [1] McKinsey & Company. (2020). Diversity wins: How inclusion matters. McKinsey & Company.https://www.mckinsey.com/featured-insights/diversity-and-inclusion/diversity-wins-how-inclusion-matters ; Rock, D., & Grant, H. (2016). Why diverse teams are smarter.Harvard Business Review. Sótt af:https://hbr.org/2016/11/why-diverse-teams-are-smarter
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun