Eiður Smári sem var aðeins sautján ára gamall kom inná sem varamaður á 61. mínútu leiksins en hann kom inn fyrir föður sinn, Arnór Guðjohnsen í stöðunni 3-0 og lék síðustu 30. mínútur leiksins.
Var þetta í fyrsta sinn sem feðgar léku sama landsleikinn en þeir fengu aldrei tækifæri til þess að leika saman landsleik þar sem Eiður Smári fótbrotnaði aðeins nokkrum vikum síðar.
Var leikurinn gegn Eistlandi fyrsti leikur hans fyrir landsliðið en hann hefur leikið alls 84 leiki fyrir íslenska landsliðið.
Myndband frá því þegar Eiði var skipt inn fyrir Arnór má sjá hér fyrir neðan en það var birt á Twitter-síðu Eiðs Smára fyrr í dag.
20 years ago today this happened... Iceland debut replacing my father!!
— Eidur Gudjohnsen (@Eidur22Official) April 24, 2016
Commentator really excited #fatherandson pic.twitter.com/lx0bPDR0pi