Alþingiskosningar í október Bjarki Ármannsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 22. apríl 2016 14:53 Frá fyrri fundi Sigurðar Inga með stjórnarandstöðunni. vísir/ernir Kosið verður til Alþingis í seinni hluta október. Þetta kom fram á fundi Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra með forsvarsmönnum stjórnarandstöðuflokkanna í Stjórnarráðinu í dag. Árni Páll Árnason, sem sat fundinn fyrir hönd Samfylkingunnar, staðfesti í samtali við Vísi að þetta hefði orðið niðurstaða fundarins. Þá hefði verið farið yfir málaskrá ríkisstjórnarinnar á fundinum en þar er að finna þau mál sem ríkisstjórnin leggur upp með að takist að ljúka áður en gengið verði til kosninga. „Þarna eru náttúrulega þjóðþrifamál sem það hefur aldrei staðið á okkur að afgreiða, eins og húsnæðismálin þar sem ágreiningurinn hefur fyrst og fremst verið á milli stjórnarflokkanna,“ segir Árni Páll. „Svo eru þarna einstaka mál sem eru ekki komin fram þannig að við vitum ekki hvað í þeim er.“ Þá sagði Árni Páll að lýðræðisleg skylda fælist í því að upplýsa almenning um hvenær kosningarnar færu fram. Ljóst væri að dagskrá Alþingis myndi riðlast eitthvað vegna kosninganna. Hann hefði sjálfur kosið að kosningar hefðu farið fram í vor en haust. „Ég lagði sömuleiðis áherslu á það viðhorf að ef fjárlög yrðu lögð fram í haust þá væri mjög mikilvægt að það væru ekki kosningafjárlög einstakra flokka í aðdraganda kosninga,“ segir hann. „Við eigum ekki að misnota ríkisvaldið til að búa til kosningastefnu fyrir einstaka stjórnmálaflokka. Ef fjárlögð verða lögð fram í haust, yrðu þau bara um það sem er svona almenn samstaða um.“ Hvorki náðist í Bjarna Benediktsson né Sigurð Inga við vinnslu fréttarinnar. Alþingi Tengdar fréttir Bjarni og Sigurður Ingi funda með stjórnarandstöðunni Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir málaskrá ríkisstjórnarinnar og kjördegi. 22. apríl 2016 13:24 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Kosið verður til Alþingis í seinni hluta október. Þetta kom fram á fundi Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra með forsvarsmönnum stjórnarandstöðuflokkanna í Stjórnarráðinu í dag. Árni Páll Árnason, sem sat fundinn fyrir hönd Samfylkingunnar, staðfesti í samtali við Vísi að þetta hefði orðið niðurstaða fundarins. Þá hefði verið farið yfir málaskrá ríkisstjórnarinnar á fundinum en þar er að finna þau mál sem ríkisstjórnin leggur upp með að takist að ljúka áður en gengið verði til kosninga. „Þarna eru náttúrulega þjóðþrifamál sem það hefur aldrei staðið á okkur að afgreiða, eins og húsnæðismálin þar sem ágreiningurinn hefur fyrst og fremst verið á milli stjórnarflokkanna,“ segir Árni Páll. „Svo eru þarna einstaka mál sem eru ekki komin fram þannig að við vitum ekki hvað í þeim er.“ Þá sagði Árni Páll að lýðræðisleg skylda fælist í því að upplýsa almenning um hvenær kosningarnar færu fram. Ljóst væri að dagskrá Alþingis myndi riðlast eitthvað vegna kosninganna. Hann hefði sjálfur kosið að kosningar hefðu farið fram í vor en haust. „Ég lagði sömuleiðis áherslu á það viðhorf að ef fjárlög yrðu lögð fram í haust þá væri mjög mikilvægt að það væru ekki kosningafjárlög einstakra flokka í aðdraganda kosninga,“ segir hann. „Við eigum ekki að misnota ríkisvaldið til að búa til kosningastefnu fyrir einstaka stjórnmálaflokka. Ef fjárlögð verða lögð fram í haust, yrðu þau bara um það sem er svona almenn samstaða um.“ Hvorki náðist í Bjarna Benediktsson né Sigurð Inga við vinnslu fréttarinnar.
Alþingi Tengdar fréttir Bjarni og Sigurður Ingi funda með stjórnarandstöðunni Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir málaskrá ríkisstjórnarinnar og kjördegi. 22. apríl 2016 13:24 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Bjarni og Sigurður Ingi funda með stjórnarandstöðunni Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir málaskrá ríkisstjórnarinnar og kjördegi. 22. apríl 2016 13:24