Alþingiskosningar í október Bjarki Ármannsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 22. apríl 2016 14:53 Frá fyrri fundi Sigurðar Inga með stjórnarandstöðunni. vísir/ernir Kosið verður til Alþingis í seinni hluta október. Þetta kom fram á fundi Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra með forsvarsmönnum stjórnarandstöðuflokkanna í Stjórnarráðinu í dag. Árni Páll Árnason, sem sat fundinn fyrir hönd Samfylkingunnar, staðfesti í samtali við Vísi að þetta hefði orðið niðurstaða fundarins. Þá hefði verið farið yfir málaskrá ríkisstjórnarinnar á fundinum en þar er að finna þau mál sem ríkisstjórnin leggur upp með að takist að ljúka áður en gengið verði til kosninga. „Þarna eru náttúrulega þjóðþrifamál sem það hefur aldrei staðið á okkur að afgreiða, eins og húsnæðismálin þar sem ágreiningurinn hefur fyrst og fremst verið á milli stjórnarflokkanna,“ segir Árni Páll. „Svo eru þarna einstaka mál sem eru ekki komin fram þannig að við vitum ekki hvað í þeim er.“ Þá sagði Árni Páll að lýðræðisleg skylda fælist í því að upplýsa almenning um hvenær kosningarnar færu fram. Ljóst væri að dagskrá Alþingis myndi riðlast eitthvað vegna kosninganna. Hann hefði sjálfur kosið að kosningar hefðu farið fram í vor en haust. „Ég lagði sömuleiðis áherslu á það viðhorf að ef fjárlög yrðu lögð fram í haust þá væri mjög mikilvægt að það væru ekki kosningafjárlög einstakra flokka í aðdraganda kosninga,“ segir hann. „Við eigum ekki að misnota ríkisvaldið til að búa til kosningastefnu fyrir einstaka stjórnmálaflokka. Ef fjárlögð verða lögð fram í haust, yrðu þau bara um það sem er svona almenn samstaða um.“ Hvorki náðist í Bjarna Benediktsson né Sigurð Inga við vinnslu fréttarinnar. Alþingi Tengdar fréttir Bjarni og Sigurður Ingi funda með stjórnarandstöðunni Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir málaskrá ríkisstjórnarinnar og kjördegi. 22. apríl 2016 13:24 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Kosið verður til Alþingis í seinni hluta október. Þetta kom fram á fundi Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra með forsvarsmönnum stjórnarandstöðuflokkanna í Stjórnarráðinu í dag. Árni Páll Árnason, sem sat fundinn fyrir hönd Samfylkingunnar, staðfesti í samtali við Vísi að þetta hefði orðið niðurstaða fundarins. Þá hefði verið farið yfir málaskrá ríkisstjórnarinnar á fundinum en þar er að finna þau mál sem ríkisstjórnin leggur upp með að takist að ljúka áður en gengið verði til kosninga. „Þarna eru náttúrulega þjóðþrifamál sem það hefur aldrei staðið á okkur að afgreiða, eins og húsnæðismálin þar sem ágreiningurinn hefur fyrst og fremst verið á milli stjórnarflokkanna,“ segir Árni Páll. „Svo eru þarna einstaka mál sem eru ekki komin fram þannig að við vitum ekki hvað í þeim er.“ Þá sagði Árni Páll að lýðræðisleg skylda fælist í því að upplýsa almenning um hvenær kosningarnar færu fram. Ljóst væri að dagskrá Alþingis myndi riðlast eitthvað vegna kosninganna. Hann hefði sjálfur kosið að kosningar hefðu farið fram í vor en haust. „Ég lagði sömuleiðis áherslu á það viðhorf að ef fjárlög yrðu lögð fram í haust þá væri mjög mikilvægt að það væru ekki kosningafjárlög einstakra flokka í aðdraganda kosninga,“ segir hann. „Við eigum ekki að misnota ríkisvaldið til að búa til kosningastefnu fyrir einstaka stjórnmálaflokka. Ef fjárlögð verða lögð fram í haust, yrðu þau bara um það sem er svona almenn samstaða um.“ Hvorki náðist í Bjarna Benediktsson né Sigurð Inga við vinnslu fréttarinnar.
Alþingi Tengdar fréttir Bjarni og Sigurður Ingi funda með stjórnarandstöðunni Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir málaskrá ríkisstjórnarinnar og kjördegi. 22. apríl 2016 13:24 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Bjarni og Sigurður Ingi funda með stjórnarandstöðunni Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir málaskrá ríkisstjórnarinnar og kjördegi. 22. apríl 2016 13:24