Innlent

Sigurður Ingi fundar með stjórnarandstöðunni eftir hádegi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá fundi Sigurðar Inga með stjórnarandstöðunni fyrir 10 dögum.
Frá fundi Sigurðar Inga með stjórnarandstöðunni fyrir 10 dögum. vísir/ernir
Forystumenn stjórnarandstöðunnar munu funda með Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, klukkan 13 í dag.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist ekki vita hvert efni fundarins sé þar sem ekkert hafi komið fram um það. Stjórnarandstaðan hefur undanfarið kallað ítrekað eftir því að ríkisstjórnin leggi fram málalista og setji dagsetningu á kosningar í haust en án árangurs.

„Boltinn er einfaldlega hjá þeim,“ segir Katrín í samtali við Vísi.

 

Þetta er í annað skiptið sem Sigurður Ingi fundar með stjórnarandstöðunni eftir að hann tók við sem forsætisráðherra þann 8. apríl síðastliðinn. Fjórum dögum síðar fundaði hann með forystumönnum stjórnarandstöðunnar.

Í samtali við Vísi eftir þann fund sagði Katrín að málin hefðu verið rædd vítt og breitt en engin niðurstaða hafi í raun verið á fundinum. Þá hafi forsætisráðherra rætt mikið um að hann vildi efla samtal við stjórnarandstöðuna og má ef til vill segja að forsætisráðherra sýni þann vilja í verki með fundinum í dag.

Hvort stjórnaranstaðan fái svo það sem hún vill, málalista og kjördag, kemur í ljós.


Tengdar fréttir

Verðtryggingin ekki afnumin á þessu þingi

Þingmálalisti nýrrar ríkisstjórnar liggur enn ekki fyrir tíu dögum eftir að hún tók við og óvíst er hvenær hann verður tilbúinn. Forsætisráðherra segir að verðtryggingin verði ekki afnumin á þessu þingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×