GM með methagnað Finnur Thorlacius skrifar 22. apríl 2016 10:19 Höfuðstöðvar GM í Detroit. Nýtt ár byrjar vel hjá General Motors og fyrsti ársfjórðungurinn skilaði fyrirtækinu methagnaði. GM hagnaðist um 244 milljarða króna á þessum þremur mánuðum og ríflega tvöfaldaðist hagnaðurinn frá fyrra ári. Þessi ágæti hagnaður General Motors varð meiri en spá greinenda á bílamarkaði. Þó svo að GM hafi hagnast svo vel var salan 2,5% minni en á sama tíma á síðasta ári og seldi fyrirtækið 2,36 milljón bíla. Vel gekk hjá GM að selja bíla í Kína, sérstaklega jeppa og jepplinga og ágætlega gengur að selja í Evrópu, auk þess sem markaðshlutdeild GM jókst á heimavelli í Bandaríkjunum og þar seldust 800.000 bílar. Meðalverð seldra bíla í Bandaríkjunum hækkaði talsvert á milli ára þar sem einkar vel gekk að selja dýrari gerðir bíla GM, sérstaklega jeppa og pallbíla. Meðalverðið á fyrsta ársfjórðungi var 34.600 dollarar, eða 4,3 milljónir króna. Er það talsvert hærra verð en meðalverð allra seldra bíla bílaframleiðenda. Sala Opel og Vauxhall bíla í Evrópu jókst um 8,4% á milli ára og reksturinn þar komst loksins á núllið, en viðvarandi tap hefur verið á rekstri þessara tveggja merkja í eigu GM. Tapið í S-Ameríku varð helmingi minna en árið áður, en góður hagnaður varð af rekstrinum í Kína. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent
Nýtt ár byrjar vel hjá General Motors og fyrsti ársfjórðungurinn skilaði fyrirtækinu methagnaði. GM hagnaðist um 244 milljarða króna á þessum þremur mánuðum og ríflega tvöfaldaðist hagnaðurinn frá fyrra ári. Þessi ágæti hagnaður General Motors varð meiri en spá greinenda á bílamarkaði. Þó svo að GM hafi hagnast svo vel var salan 2,5% minni en á sama tíma á síðasta ári og seldi fyrirtækið 2,36 milljón bíla. Vel gekk hjá GM að selja bíla í Kína, sérstaklega jeppa og jepplinga og ágætlega gengur að selja í Evrópu, auk þess sem markaðshlutdeild GM jókst á heimavelli í Bandaríkjunum og þar seldust 800.000 bílar. Meðalverð seldra bíla í Bandaríkjunum hækkaði talsvert á milli ára þar sem einkar vel gekk að selja dýrari gerðir bíla GM, sérstaklega jeppa og pallbíla. Meðalverðið á fyrsta ársfjórðungi var 34.600 dollarar, eða 4,3 milljónir króna. Er það talsvert hærra verð en meðalverð allra seldra bíla bílaframleiðenda. Sala Opel og Vauxhall bíla í Evrópu jókst um 8,4% á milli ára og reksturinn þar komst loksins á núllið, en viðvarandi tap hefur verið á rekstri þessara tveggja merkja í eigu GM. Tapið í S-Ameríku varð helmingi minna en árið áður, en góður hagnaður varð af rekstrinum í Kína.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent