Ferja mat og lyf til 120 þúsund óbreyttra borgara í Sýrlandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. apríl 2016 07:00 Fjölmargir Sýrlendingar eru svangir og særðir vegna borgarastyrjaldarinnar sem ríkir í landinu. Þetta hús í borginni Douma hrundi eftir loftárásir hers ríkisstjórnar Bashar al-Assad. Nordicphotos/AFP Bílalest Rauða krossins og Rauða hálfmánans, sem telur 65 vörubíla, kom í gær til stríðshrjáðu borgarinnar Rastan í Sýrlandi. Um borð í bílunum eru lyf og matur fyrir um 120 þúsund óbreytta borgara. Lestin er sú fyrsta á vegum samtakanna til að komast til borgarinnar frá árinu 2012 og hefur vopnahléið sem hefur verið við lýði í landinu frá því í febrúar gert hjálparsamtökum auðveldara fyrir. Talsmaður alþjóðahreyfingar Rauða krossins, Pawel Krzysiek, segir matvæli, lyf, hveiti og búnað til að gera við vatnslagnir borgarinnar í bílalestinni. „Við bindum vonir við að þetta sé aðeins ein af mörgum bílalestum sem á eftir að koma hingað, ekki aðeins til Rastan heldur einnig til annarra stríðshrjáðra borga í Sýrlandi,“ sagði Krzysiek á Twitter-síðu sinni í gær. Þá sagði Krzysiek að samtökin hygðust leggja mat á innviði Rastan sem og þarfir borgaranna, sem hafa tvöfaldast vegna fjölda flóttamanna sem þar eru. Uppreisnarmenn fara nú með völdin í borginni, sem er um tuttugu kílómetrum frá borginni Homs, og hefur hún verið skotmark loftárása stjórnarhers Bashar al-Assad undanfarna daga. Á meðan heldur áfram að fjara undan friðarviðræðum, sem eiga sér nú stað milli uppreisnarmanna og ríkisstjórnarinnar í Genf í Sviss, og vopnahléinu sömuleiðis. Stærsta fylking uppreisnarmanna dró sig úr friðarviðræðunum á þriðjudag og sakaði hún ríkisstjórnarherinn um að brjóta gegn vopnahléssamkomulaginu. Síðustu tvær vikur hefur ríkisstjórnin hins vegar sakað uppreisnarmennina um að brjóta vopnahléið með því að berjast við hlið hryðjuverkasamtaka í kring um borgina Aleppo. Hryðjuverkasamtök á borð við Al-Nusra og Íslamska ríkið voru ekki hluti af vopnahléinu. Uppreisnarmenn hafa hafnað þeim ásökunum og sagst vera að verjast árásum hryðjuverkasamtakanna. Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands, Maria Zakharova, hefur varað uppreisnarmenn við því að draga sig út úr friðarviðræðunum en Rússar eru einn helsti bandamaður ríkisstjórnar Assad. Í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gær sagði hún ákvörðun uppreisnarmanna hættulega því hún gæti leitt til allsherjarátaka í landinu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. apríl Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Bílalest Rauða krossins og Rauða hálfmánans, sem telur 65 vörubíla, kom í gær til stríðshrjáðu borgarinnar Rastan í Sýrlandi. Um borð í bílunum eru lyf og matur fyrir um 120 þúsund óbreytta borgara. Lestin er sú fyrsta á vegum samtakanna til að komast til borgarinnar frá árinu 2012 og hefur vopnahléið sem hefur verið við lýði í landinu frá því í febrúar gert hjálparsamtökum auðveldara fyrir. Talsmaður alþjóðahreyfingar Rauða krossins, Pawel Krzysiek, segir matvæli, lyf, hveiti og búnað til að gera við vatnslagnir borgarinnar í bílalestinni. „Við bindum vonir við að þetta sé aðeins ein af mörgum bílalestum sem á eftir að koma hingað, ekki aðeins til Rastan heldur einnig til annarra stríðshrjáðra borga í Sýrlandi,“ sagði Krzysiek á Twitter-síðu sinni í gær. Þá sagði Krzysiek að samtökin hygðust leggja mat á innviði Rastan sem og þarfir borgaranna, sem hafa tvöfaldast vegna fjölda flóttamanna sem þar eru. Uppreisnarmenn fara nú með völdin í borginni, sem er um tuttugu kílómetrum frá borginni Homs, og hefur hún verið skotmark loftárása stjórnarhers Bashar al-Assad undanfarna daga. Á meðan heldur áfram að fjara undan friðarviðræðum, sem eiga sér nú stað milli uppreisnarmanna og ríkisstjórnarinnar í Genf í Sviss, og vopnahléinu sömuleiðis. Stærsta fylking uppreisnarmanna dró sig úr friðarviðræðunum á þriðjudag og sakaði hún ríkisstjórnarherinn um að brjóta gegn vopnahléssamkomulaginu. Síðustu tvær vikur hefur ríkisstjórnin hins vegar sakað uppreisnarmennina um að brjóta vopnahléið með því að berjast við hlið hryðjuverkasamtaka í kring um borgina Aleppo. Hryðjuverkasamtök á borð við Al-Nusra og Íslamska ríkið voru ekki hluti af vopnahléinu. Uppreisnarmenn hafa hafnað þeim ásökunum og sagst vera að verjast árásum hryðjuverkasamtakanna. Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands, Maria Zakharova, hefur varað uppreisnarmenn við því að draga sig út úr friðarviðræðunum en Rússar eru einn helsti bandamaður ríkisstjórnar Assad. Í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gær sagði hún ákvörðun uppreisnarmanna hættulega því hún gæti leitt til allsherjarátaka í landinu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. apríl
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira